— GESTAPÓ —
Þýðingar
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 15/3/04 21:44

Horfði á þáttinn um Quisling á RÚV áðan og það sem er eftirminnilegast er léleg þýðing þáttarins. T.d. var "speaker og parliament" þýtt sem talsmaður þingsins en ekki þingforseti.

"In the thirties" var einfaldlega látið heita 1930. Tók reyndar eftir svipuðu um helgina þegar ég horfði á einhverja ræmu á sömu stöð.

Ætli Halldór Ásgrímsson sé orðinn þýðandi hjá RÚV?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 15/3/04 21:51

Líka eitt skemmtilegt dæmi.

Fólk á matsölustað að borga reikninginn. "We are going to go Dutch"
Í beinni þýðingu þýðir þetta „við ætlum að fara hollenskt“ en þetta þýðir bara „við ætlum að skipta reikningnum í tvennt“. Ég held að ég hafi aldrei séð þetta rétt þýtt.

Sá líka í gærkveldi þegar ég var að horfa á „Sjóræningjana í Karabískahafinu“ þegar stelpan var að háma í sig ketið um borð í Svörtu Perlunni og Sjóræningin sagði "You must be hungry" en var þýtt sem „þú hlýtur að vera reið" Það var svo gjörsamlega ekkert samhengi í þessu.

Svei, mér er viti næst að leggja leið mína niður í ***-myndbönd og leggja fram kvörtun.
Bölvaðir!

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 15/3/04 22:05

Nei, ekki kvarta! Það er ákveðinn húmor að hafa þetta svona.

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 15/3/04 22:07

Kannski má kalla það húmor en hann er ekki meðvitaður hjá þýðendum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 15/3/04 22:11

Hver veit? Kannski að þýðandi í fýlu yfirmann sinn laumi einni og einni fáránlegri villu inn. Eða eins og þú segir, gera þeir þetta óvart.

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 15/3/04 22:20

Gæti vel verið. Og ef þeir gera það er þetta fyndið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 15/3/04 22:26

Alltaf að líta á björtu hliðarnar.

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 15/3/04 22:55

Haraldur Austmann mælti:

Horfði á þáttinn um Quisling á RÚV áðan og það sem er eftirminnilegast er léleg þýðing þáttarins. T.d. var "speaker og parliament" þýtt sem talsmaður þingsins en ekki þingforseti.

"In the thirties" var einfaldlega látið heita 1930. Tók reyndar eftir svipuðu um helgina þegar ég horfði á einhverja ræmu á sömu stöð.

Ætli Halldór Ásgrímsson sé orðinn þýðandi hjá RÚV?

Ætli Halldór verði brosmildur og umburðarlyndur forsætisráðherra, eða verður hann hreinlega myrtur.

(afsaka fyrirfram ókurteisheitin.)

‹Drýpur á ákagini›

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 16/3/04 00:43

Hve margar myndir heita "Á bláþræði" í íslenskri þýðingu...?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 16/3/04 01:01

60% spennumynda fram yfir upphaf 10. áratugarins heitir á Bláþræði, 35% heita Á ystu nöf og hin 5% flokkast undir annað.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 16/3/04 01:02

Undir annað og meira

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 16/3/04 01:03

Einmitt, alveg eins og nöfn spennusagna á kiljuformi, innihalda minnst einn grískan bókstaf. Sbr. "The Omega Project", "Operation Delta" og svo framvegis...en þetta á eingöngu við um þær kiljur sem lesast á sólarströnd...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 16/3/04 01:04

ha...

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lómagnúpur 16/3/04 09:59

plebbin mælti:

Ég held að ég hafi aldrei séð þetta rétt þýtt.

Skemmtilegt að þú skulir nefna þetta. Ég horfði einmitt á gamlan Derrickþátt um helgina. Þá segir Berger við Klein: "Wir sollten uns die Augen waschen." Þetta var þýtt sem "við ættum að þvo okkur um augun" en allir vita að í Bæjaralandi þýðir þetta "Gætið að! Hér er ekki sparað til tevatnsins."

Að hafa svona hroðvirkni fyrir augunum er eins og að borða frauðplast.

Það var og.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 16/3/04 11:13

Lómagnúpur mælti:

Ég horfði á gamlan Derrickþátt um helgina.
Að hafa svona hroðvirkni fyrir augunum er eins og að borða frauðplast.

Algjörlega sammála. Þó átt þú alla mína samúð fyrir að horfa á þáttinn.

‹Skemmtir sér konunglega yfir að slíta úr samhengi.›

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Grimmis 16/3/04 15:20

Lómagnúpur mælti:

plebbin mælti:

Ég held að ég hafi aldrei séð þetta rétt þýtt.

Skemmtilegt að þú skulir nefna þetta. Ég horfði einmitt á gamlan Derrickþátt um helgina.

AAAAA Gamli góði Derrinn og Kleinerinn
Hvar kemst maður eiginlega í svoleiðis sjónvarpsperlur?

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Kormákur Hálfdán 16/3/04 17:10

Texti á sjónvarpsefni enskumælandi þjóða fer yfirleitt afskaplega í taugarnar á mér. Væri ekki betra að henda honum á síðu 888 í textavarpinu og láta okkur hin fá að njóta skjámyndarinnar eins og hún er?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fári Egilsson 16/3/04 17:12

Ace Ventura-Ási Einkaspæjari

Besta íslenska nafngift á kvikmynd sem sést hefur!

Brunamálaráðherra og Forhirðir • If you can't beat them, burn them!
LOKAÐ
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: