— GESTAPÓ —
Kosningar í Bandaríkjum Norður Ameríku
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 15/3/04 16:12

Mér finnst nú að það sé ekki enn fullreynt með Walter Mondale

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 15/3/04 16:48

Lómagnúpur mælti:

Meiginvandinn við meirihlutakosningu er einmitt sá sem kaninn stendur frammi fyrir, að athvæði greidd þriðja kandídatanum getur orðið til þess að breyta úrslitum hinna tveggja, og því freistast kjósandinn til að hætta við að kjósa heiðarlega en kjósa þess í stað strategískt. En að kosið sé heiðarlega er einmitt grunnforsenda þess að kosningakerfi og lýðræði yfir höfuð gangi upp.

Það er álitamál ef minni munur væri á stefnu Kerrys og Naders en raun ber vitni. Skýrasta dæmið er ef þrír bjóða sig fram, A og B með næstum því eins stefnu (og mismunurinn eingöngu í einhverjum smámálum eða smáatriðum sem engu máli skipta) og svo C með allt aðra stefnu. Þá gæti C sigrað þrátt fyrir að vera með mun minna fylgi en A og B samanlagt. Þar með hefur lýðræðið gengið upp ef það telst vera alvöru lýðræði að sú stefna er nýtur minnst fylgis nái fram að ganga.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 15/3/04 17:31

Því miður höfum við engin áhrif í því lastabæli sem Bandaríkin eru, en ég verð að segja að verstur þykir mér Busi litli...

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Kormákur Hálfdán 15/3/04 18:31

Ég legg til að báðir frambjóðendur verði kveðnir í kútinn og Billi Klíntónn verði dreginn aftur í forsetastólinn. Þrátt fyrir að hann hafi gert þau mistök á ferli sínum að daðra við forljóta rauðsokku hefur hann gert margt til þess að efla friðinn í landinu, sem og í heiminum. Hvers vegna að dæma hann fyrir eitt hliðarskref.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 15/3/04 18:34

Hvurnig í ósköpunum getum við yfirleitt tekið mark á þjóð sem fer á annan endann útaf einu kvenmannsbrjósti en þykir sjálfsagt að allir gangi vopnaðir? Clinton hefði átt auðveldara með að verja hendur sínar af morði en framhjáhaldi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Kormákur Hálfdán 15/3/04 18:38

Haraldur Austmann mælti:

Hvurnig í ósköpunum getum við yfirleitt tekið mark á þjóð sem fer á annan endann útaf einu kvenmannsbrjósti en þykir sjálfsagt að allir gangi vopnaðir? Clinton hefði átt auðveldara með að verja hendur sínar af morði en framhjáhaldi.

Mikið er gaman að vita að skýrir menn eins og þú séu ennþá til á þessu litla landi. En eins og sumir vita eru bæði Klíntónn og Businn sekir um manndráp, en þó ekki morð. Aftaka að hætti ríkisins er nefnilega skrifðu á forsetann og er til siðs að forsetinn skrifti eftir að hafa tekið mann af lífi með þeim hættinum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 15/3/04 18:46

Clinton var fínn forseti þótt hann honum hafi verið laus skaufinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 15/3/04 19:39

Sammála

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 15/3/04 20:37

Skabbi skrumari mælti:

Því miður höfum við engin áhrif í því lastabæli sem Bandaríkin eru, en ég verð að segja að verstur þykir mér Busi litli...

Hvernig væri þá að nota gömlu góðu ES rök Samfylkingarinnar: Fyrst við höfum engin áhrif er eins gott fyrir okkur að sækja um aðild að USA þannig að við getum amk. haft einhver áhrif.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 15/3/04 20:37

Hlæhlæ

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 15/3/04 21:04

l.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 15/3/04 22:03

Þetta mun engu máli skipta vegna þess að John Kerry er útsendari Baggalútíu. Hann mun innlima samkynhneigðu ríkin inn í Baggalútíu.

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lómagnúpur 16/3/04 10:15

Vladimir Fuckov mælti:

Skýrasta dæmið er ef þrír bjóða sig fram, A og B með næstum því eins stefnu (og mismunurinn eingöngu í einhverjum smámálum eða smáatriðum sem engu máli skipta) og svo C með allt aðra stefnu.

Þetta er rétt, en það er ákveðin rökvilla að færa sjónirnar af einstökum frambjóðendum og færa þær á málefnaflokka. Hitt er svo annað mál að hér getur IR kerfið komið til bjargar. segjum að kjósendur skiptist 40/35/25 í að kjósa: CA, AB, BA. Ef aðeins fyrsti maður er tekinn til greina hefðu úrslit orðið eins og hr. Fuckov lýsir. En með IR kerfinu dettur B út í fyrstu umferð, og 25% hans renna til A. niðurstaðan verður að A vinnur með 60% gegn 40%C.

Það er óumflýjanleg staðreynd að kerfi þar sem kjósendur velja fleiri en einn frambjóðanda gefa meiri upplýsingar um vilja kjósenda heldur en kerfi þar sem aðeins einn er valinn. En þau kerfi verða aldrei fullkomin og eru fjölmörg til, hvert með sína kosti og galla. Hendi hér að gamni í pottinn Borda Count kerfinu fyrir áhugasama.

Það var og.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 20/3/04 16:40

Bjóðum okkur öll fram og þá fær hvert okkar eitt atkvæði. Lýðræði í sinni fegurstu mynd.

GESTUR
 • LOKAР• 
ghostdogjr 24/3/04 23:16

Lómagnúpur mælti:

Vladimir Fuckov mælti:

Skýrasta dæmið er ef þrír bjóða sig fram, A og B með næstum því eins stefnu (og mismunurinn eingöngu í einhverjum smámálum eða smáatriðum sem engu máli skipta) og svo C með allt aðra stefnu.

Þetta er rétt, en það er ákveðin rökvilla að færa sjónirnar af einstökum frambjóðendum og færa þær á málefnaflokka. Hitt er svo annað mál að hér getur IR kerfið komið til bjargar. segjum að kjósendur skiptist 40/35/25 í að kjósa: CA, AB, BA. Ef aðeins fyrsti maður er tekinn til greina hefðu úrslit orðið eins og hr. Fuckov lýsir. En með IR kerfinu dettur B út í fyrstu umferð, og 25% hans renna til A. niðurstaðan verður að A vinnur með 60% gegn 40%C.

Það er óumflýjanleg staðreynd að kerfi þar sem kjósendur velja fleiri en einn frambjóðanda gefa meiri upplýsingar um vilja kjósenda heldur en kerfi þar sem aðeins einn er valinn. En þau kerfi verða aldrei fullkomin og eru fjölmörg til, hvert með sína kosti og galla. Hendi hér að gamni í pottinn Borda Count kerfinu fyrir áhugasama.

IR bætir ekki mikið úr skák. Gerum ráð fyrir að við kjósendur hafi sömu skoðanir hvað varðar A, B og C en við bætist nýr frambjóðandi: D. Kjósendur skiptast 40/15/25/20 í að kjósa CAD/ABD/BAD/DAB (AB kjósendurnir skiptast í ABD og DAB). Þá er A fyrstur úr leik og atkvæði ABD færast til B. Næst er D úr leik og þau atkvæði færast sömuleiðis til B - og B vinnur! Þetta getur varla talist góður kostur. Borda count er gallað fyrir sömu ástæðu (brýtur á IIA).

Sú tesa að kosningar eigi að lýsa "vilja" fólksins er ágæt en fremur lítið gagnleg þar sem sá vilji sem við mælum er háður kosningakerfinu sem notað er og ekkert þeirra er fullkomið (einsog t.d. Arrow benti á). Það má því segja að litlu skipti hvort kjósendur kjósa strategískt eða ekki

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lómagnúpur 25/3/04 13:57

ghostdogjr mælti:

IR bætir ekki mikið úr skák. Gerum ráð fyrir að við kjósendur hafi sömu skoðanir hvað varðar A, B og C en við bætist nýr frambjóðandi: D. Kjósendur skiptast 40/15/25/20 í að kjósa CAD/ABD/BAD/DAB (AB kjósendurnir skiptast í ABD og DAB). Þá er A fyrstur úr leik og atkvæði ABD færast til B. Næst er D úr leik og þau atkvæði færast sömuleiðis til B - og B vinnur! Þetta getur varla talist góður kostur.

Með síðustu málsgrein ertu væntanlega að vísa til þess að B var í fyrsta sæti einungis 25% kjósenda. Með þessu gerist þú sekur um rökvillu því þú ert að nota mælistiku eins kerfis á annað. IR reynir ekki að tryggja að sá er mest fylgi hefur í fyrsta sætið vinni, því þá væri það jafngilt meirihlutakosningu. Athugaðu að 60% hafa kosið B einhversstaðar svo þetta er ekki alveg út úr kú (allir kusu þó A).

Oft er mælt með því að keyra Condorcet aðferðina fyrst, en hún krefst þess að menn raði upp öllum kandídötum. Ef hún gefur ekki vinningshafa, er hægt að nota IR.

Að lokum bendi ég á að einkennilegar niðurstöður koma miklu frekar upp í sérhönnuðum dæmum af þessu tagi. þrá af fjórum frambjóðendum má velja á 24 vegu og í raunverulegum kosningum fengju allir möguleikarnir einhver atkvæði. Sama má segja um fjóra af fjórum.

Það var og.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lómagnúpur 25/3/04 14:00

ghostdogjr mælti:

Sú tesa að kosningar eigi að lýsa "vilja" fólksins er ágæt en fremur lítið gagnleg þar sem sá vilji sem við mælum er háður kosningakerfinu sem notað er og ekkert þeirra er fullkomið (einsog t.d. Arrow benti á). Það má því segja að litlu skipti hvort kjósendur kjósa strategískt eða ekki

Skemmtilegt að þú skulir nefna þetta. Það bregst ekki að eftir sérhverjar kosningar berja menn sér á brjóst og tala um að kjósendur hafi verið að senda einhver tiltekin skilaboð um þetta eða hitt málefnið. Drepfyndin og merkingarlaus klisja að gefnu einu exi á blaði.

Það var og.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lómagnúpur 26/3/04 08:17

ghostdogjr mælti:

Kjósendur skiptast 40/15/25/20 í að kjósa CAD/ABD/BAD/DAB

Við þessu er það að bæta að að því gefnu að í fjórða sæti á listunum að ofan sé sá kostur er ekki var valinn (þeir verða: CADB/ABDC/BADC/DABC) gefur Condorcet aðferðin A sem sigurvegara, og C sem tapara, þar sem A hefur betur en allir aðrir í pöruðum samanburði við þá.

Það var og.
LOKAÐ
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: