— GESTAPÓ —
Fallegasti staður í Íslandi
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 13/3/04 22:37

Ég er nú þannig inni í mér að mér finnst hvergi fallegra en á hálendinu. En fjandi þarf nú mikla blindu til að finnast fallegt í Keflavík!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 14/3/04 15:35

Hakuchi mælti:

Hvar í ósköpunum kemst maður í partý þar sem 90% eru kvenmenn? Ertu staddur í einhverri útópíu?

Reyndu að komast í vinnustaðapartý hjá einhverjum leikskóla eða grunnskóla, nú eða hjá hjúkkum, flugfreyjum, heimilishjálpum eða snyrtifræðingum. Það er af mörgu að taka.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 14/3/04 15:53

Jáááá...flugfreyjur. Jááááahh.... ‹Hverfur hægt og rólega inn í ljúfan dagdraum...›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 14/3/04 16:38

Sjáfarsandur eins og hann er kallaður. Við ós Skjálfanafljóts í skjálfanda. Maður hreinlega skelfur yfir fegurð Kynnarfjalla og Útvíkanna. Og ekki skemmir þegar vel viðrar og sést til Flateyjar og stundum til Grímseyjar. En Grímsey sést stundum í hyllingum þarna. Þá er eins og hún sé í lausu lofti. Magnaður staður!

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Kormákur Hálfdán 16/3/04 23:13

Mér þykir alveg yndislegt að tala um fegurð lands míns ‹Ljómar upp› Hér er stuttur listi yfir þá staði landsins sem mér þykja skara fram úr. Þessi listi er leiðbeinandi en alls ekki tæmandi


  • Askja
  • Ásbyrgi
  • Dalasýsla
  • Eldgjá
  • Esjan
  • Fjallfoss í Dynjandi
  • Gullfoss
  • Hallormstaðaskógur
  • Haukadalur
  • Heiðmörk
  • Hekla
  • Hellisheiði
  • Hornstrandir
  • Hvalfjarðarbotn
  • Jökulsárdalur
  • Ká rahnjúkar
  • Krísuvíkurleiðin
  • Landmannalaugar
  • Látrabjarg
  • Lómagnúpur
  • Mývatn
  • Ódáðahraun
  • Skaftafell
  • Skálafell
  • Skeiðarársandur
  • Vaglaskógur
  • Þingvellir
  • Þórsmörk

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 16/3/04 23:38

Skorradalur kannski, ha"?

Skorradalur

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 16/3/04 23:40

Þú ert mikill smekkmaður Kormákur.
Smá viðbót frá mér:

Eyjabakkar
Herðubreið og Herðubreiðarlindir
Hvannalindir
Krepputungur
Kverkfjöll
Lónsöræfi
Snæfell
Sprengisandur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 16/3/04 23:40

VATNSDALURINN

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 16/3/04 23:40

SKORRADALUR STRÁKAR!

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 16/3/04 23:42

Skorri og Flóki Reyktu Lunda í Norðurárdal.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 16/3/04 23:47

Nú var það?. .

Hvur djöfulinn strákar, hvur só´dómískur djöfulinn. ..

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 16/3/04 23:49

Djöfullinn danskur, Leibbi

VATNSDALURINN

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 17/3/04 00:02

þetta var misfærsla af minni hálfu elsku Mikill Hákon. . . Sjáðu bara 2340. .

Minn vondi.

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 17/3/04 00:27

Ég er búinn að finna út hvernig allt verður fallegt.
Búinn með slatta af rauðvíni og það er meira að segja orðið fallegt í Kópavogi!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 17/3/04 11:08

Skammkell mælti:

Skorri og Flóki Reyktu Lunda í Norðurárdal.

Fróðlegt, en hvað gerðist þá í Lundareikjadal?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 17/3/04 11:31

Í þessu tilfelli er Lundi nokkurs konar tákn fyrir Lundareykjadal og skýrir það fjarveru hans úr setningunni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 17/3/04 11:34

Mikill Hákon mælti:

VATNSDALURINN

Mæltu manna heilastur, keisari! Vatnsdalurinn er sannarlega ægifagur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/3/04 12:08

Júlía mælti:

Mikill Hákon mælti:

VATNSDALURINN

Mæltu manna heilastur, keisari! Vatnsdalurinn er sannarlega ægifagur.

Í góðu veðri kannski, en hvenær gerist það?

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: