— GESTAPÓ —
Fallegasti staður í Íslandi
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 9/3/04 22:52

Það er til fólk sem heldur því fram að Ísland sé fallegt, en sú fullyrðing hefur að vísu aldrei verið sönnuð. Þó er til einn staður á Íslandi sem er fallegur en það er Reykjavík vestan Snorrabrautar. Allt hitt er ljótt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Fúll á móti 9/3/04 22:54

Skil ekki hvernig Reykjavík eða nokkur partur af henni, getur á einhvern hátt talist fallegur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 9/3/04 22:56

Hefur það kannski eitthvað með skort á trjám að gera?

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Fúll á móti 9/3/04 22:59

Tré eða ekki tré. Illa formaður bær og leiðinlegt að búa hér.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 9/3/04 23:02

Lifandi og skemmtilegur, dásamlegt útsýni og krár á öðru hverju horni. Betra en bölvað grjótið og hraunið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 9/3/04 23:05

Ég er bara nokkuð sammála þessu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Fúll á móti 9/3/04 23:05

Jú, þarna komstu með ljósan punkt: krárnar. ‹Ljómar upp› En það vegur vart upp alla ókostina þó dvölin hér verði betri með tilveru kránna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 9/3/04 23:07

Hinsvegar er landslag á Íslandi með því ljótara sem þekkist. Þunglyndislegt og lífvana.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 9/3/04 23:08

En hvað með Smiðjuveg í Kópavogi?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 9/3/04 23:09

Utan siðmenningar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Fúll á móti 9/3/04 23:13

Kópavogur er já, utan siðmenningar. Nokkuð til í því. ‹Starir þegjandi út í loftið›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 9/3/04 23:15

Já, mig hefur lengi grunað að Ísland sé nú bara forljótt, andstætt því sem mér hefur verið sagt frá því ég byrjaði að skilja mælt mál. Grunsemdir mínar hafa vaknað upp úr því að hafa séð ótal margar myndir af öðrum löndum sem virðast vera mun fallegri.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 9/3/04 23:29

Við erum alltaf að monta okkur af þessum hrikalegu fjöllum sem eru í rauninni bara þúfur miðað við t.d. fjöll á Nýja Sjálandi og Klettafjöllin. Ísland liggur eiginlega utan marka hins byggilega.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 9/3/04 23:58

Nákvæmlega. Jafnvel Noregur tekur Ísland í vinstri horstíflaða nös hvað varðar fegurð.

En ef fólk fær kikk út úr póstapokkaliptýsku landslagi þá er Ísland ágætis valkostur, en fjarri því að skara fram úr hvað það varðar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
SlipknotFan13 10/3/04 00:44

Víst er þó fagurt á Granda, og ekkert stenst Örfirisey snúning þegar kemur að fallegu sólarlagi, ekki einu sinni blóðrauð sólarupprás í Minsk.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Vossi 10/3/04 09:32

Persónulega fynnst mér fallegt hér sem ég er núna, held ég sé á Íslandi ‹Horfir í kringum sig› en er samt ekki alveg viss.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 10/3/04 09:33

Eigi er hér náttúrufegurð mikil enda vér staddir innandyra.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Númi 10/3/04 10:28

Haraldur Austmann mælti:

Það er til fólk sem heldur því fram að Ísland sé fallegt, en sú fullyrðing hefur að vísu aldrei verið sönnuð. Þó er til einn staður á Íslandi sem er fallegur en það er Reykjavík vestan Snorrabrautar. Allt hitt er ljótt.

Ég tek undir með málshefjanda, en vil þó ganga lengra og segja Reykjavík vestan Suðurgötu. Jafnast til dæmis nokkuð á við að ganga með stúlkunni sinni um steinum prýddan, skógi vaxinn Hólavallakirkjugarðinn um hábjarta sumarnótt í logni og fuglasöng?

LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: