— GESTAPÓ —
Langbesti leikurinn: Hvað eruð þið að fara að gera núna?
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3, 4 ... 510, 511, 512  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 12/3/04 13:33

Nei. Two left.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 12/3/04 13:35

Horfa á kærleiksbirnina í imbanum?

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 12/3/04 13:35

Eru þeir í dag? En, nei.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 12/3/04 13:37

Taka þátt í þræðinum "Langbesti leikurinn: Hvað eruð þið að fara að gera núna?" á Gestapó Baggalúts ?

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 12/3/04 13:39

Já. Alveg þangað til ég hætti að sjá á skjáinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 12/3/04 14:36

Hvernig fór með kaupstaðarferð þína Haraldur? Ertu búinn að heiðra höfuðborgina með nærveru þinni?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 13/3/04 15:00

Ég er að halda upp á að vera búinn að koma mér upp nettengingu á hraða sem sæmir árinu 2004, en ekki síðustu öld eins og ég var með.
‹Opnar langþráða bjórflösku.›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 13/3/04 15:04

Júlía mælti:

Hvernig fór með kaupstaðarferð þína Haraldur? Ertu búinn að heiðra höfuðborgina með nærveru þinni?

Ó já. Keypti mér ný föt og allt. Rétti líka við fjárhag Næsta bars og Ölstofan sér fram á betri tíð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 13/3/04 15:23

Var enginn fagnaður í boði ríkisstjórnar Baggalútíu þér til heiðurs?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 13/3/04 15:27

Uuu..nei. Ég fór reyndar huldu höfði og reyndi að láta lítið á mér bera.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/3/04 15:28

Synd og skömm Haraldur. Við hefðum tekið fram rauða dregilinn og fagnað þér sem þjóðhetju hafir þú látið okkur vita tímanlega af komu þinni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 13/3/04 15:33

Sko, það var eiginlega ekki hægt. Baggalútur var lokaður daginn sem ég kom í bæinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/3/04 15:34

Æj auðvitað. Bölvuð leiðindi. Það voru myrkir dagar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 13/3/04 15:45

'Svarta vikan' í sögu þjóðar vorrar, tvímælalaust. Þá hina sömu viku dvaldi ég í sjálfsskipaðri útlegð á Akureyri og óttaðist mjög um geðheilsu mína, vina- og Baggalútslaus.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/3/04 15:56

Akureyri? Hvað í ósköpunum fékk þig til að fara á Akureyri? Ef farið er á Akureyri er lágmark að fara með tvö pillubox af gleðipillum með sér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 13/3/04 16:01

Ill örlög og heilsuleysi í fjölskyldunni. Hafði ekki komið til Akureyrar í áratug og þar hefur öllu farið mjög aftur. Jafnvel pizzurnar á Greifanum, sem voru í den sérlega góðar eru nú ekkert annað en vatnskennd ostaklessa.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 13/3/04 16:45

ahh..klára að hlaða diskasafnið mitt í tölvuna og skeiða síðan í partí í kvöld...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/3/04 16:46

Ég er að hugsa um að fá mér eggjasalatssamloku og Dr. Pipar.

        1, 2, 3, 4 ... 510, 511, 512  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: