— GESTAPÓ —
 • LOKAР•  Senda skilaboð
kristleifurr 5/3/04 23:11

Ógnar öll mér manna fjöld,
af mér tekur hræðslan völd.
Þurr í munni
í rigningunni,
út er nú fyllt mánakvöld.

Þið þekkið þetta, næsti maður klúðrar spennandi byrjuninni í kjölfar misskilnings að eigin vali.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sauðfrár 8/3/04 01:31

Hljóp ég inná Hlemm í skjól,
höndum mínum andlit fól.
Einhvers afi
féll í stafi
hávært við mitt harma gól.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 8/3/04 16:59

Örvinglaður óðar sté
inn á klóset, niður hné
út úr súr
eftir túr
allt of mikið LSD

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 10/3/04 19:19

Úr mér gall í gusum stóð
örvinglaður einnig blóð
upp úr maga
allt má laga
í pípu mína taði tróð

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 10/3/04 21:24

tendruð glóð mig tók að hugga
teygað gat þar bláan skugga
þarna saug
í þoku flaug
færðist yfir andann mugga

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Smali 11/3/04 10:07

Muggan birti á myndatjaldi
úr minninganna sjóði valdi
æviskeið
sem undan sveið
í draumi mína daga taldi

 • LOKAР•  Senda skilaboð
venni vinur 13/3/04 03:12

‹Hvernig væri að fá svolítið þema í þessar limrur? Byrja á ropvatni.›

Ef leiðist þér löngum í skóla
og langt virðist enn til jóla,
þér líður samt betur
þótt langur sé vetur,
með ísköldu Kóka-kóla.

Hann varð til helzt í gríni,
hátíðardrykkurinn fíni:
Mikið er gaman
er mixar þú saman
malti og appelsíni.

Læst inni á kvennaklói
kynntust þau Nína og Jói.
Þau iðkuðu fálm
og fóru með sálm
yfir flösku af Sínalcói.

Hvað nú, ef kverkin er þurr,
hvert leitar drykkfeldur?
Lútsterkur landi
lagast með blandi
og lystin eykst, sé það Spur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
venni vinur 15/3/04 03:11

Hún Díana, vinkona Dóda
var drukkin á afgömlum Skoda
á ferð út um land
þau fengu sér bland;
flösku af Morgan Cream Soda.

Helvítis hassið var rakt
er heim kom í forgangsfrakt.
En útlitið bætir
og innrætið kætir,
ískaldur Malt Extrakt.

Er Belinda kom úr baði
beið hennar kærastinn graði
Hún fílaði í topp
ef fékk eftir hopp
flösku af límonaði.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
kristleifurr 15/3/04 16:30

venni vinur mælti:

Hvernig væri að fá svolítið þema í þessar limrur? Byrja á ropvatni.

?

Venni er vera ein sem að
vinur minn segist, nema að
við hams síns los
í gaspri um gos
yfirsást orgínal þemað.

Upphófst þá allsherjarglaumur
er anda míns brotnaði saumur.
En las milli þilja,
loks fór að skilja:
Venni var lýsergíðdraumur!

GESTUR
 • LOKAР• 
Rawiaz 18/4/04 12:15

Í grjóti ég hnaut og er gips' í
og get ekkert sagt nema "obb'sí".
Ég sit nú í kör
með svolítið rör
og svolgra náravolgt pepsi.

LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: