— GESTAPÓ —
Hvar er Keisari Baggalútíu?
» Gestapó   » Baggalútía
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 18/2/04 11:55

Ég hef miklar áhyggjur af Keisara vor, sérstaklega eftir að ég skoðaði síðustu færsluna sem ég fann eftir hann...

http://baggalutur.is/viewtopic.php?p=30433#30433

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 18/2/04 12:24

Skabbi skrumari mælti:

Ég hef miklar áhyggjur af Keisara vor, sérstaklega eftir að ég skoðaði síðustu færsluna sem ég fann eftir hann...

http://baggalutur.is/viewtopic.php?p=30433#30433

Þú ert nú ekki einn um að hafa áhyggjur Skabbi minn, Nykri hefur ekki verið svefnsamt síðan Mikill Hákon hvarf svona eins og jörðin hefði gleypt hann, fyrst hafði Nykur áhyggjur af því að Keisarinn væri dauður út í skurði, en þarna þarna sést berlega að Keisarinn hverfur þ. 10.02 þ. 11.02 finnst svo lík í höfninni í Neskaupstað. Tilviljun? Er um að ræða pólitískt launmorð á einum æðsta embættismanni ríkis Baggalútíu?

Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 18/2/04 13:29

Vér höfum áhyggjur af þessu vér verðum að segja það. Það virðist vera full ástæða til að skipa afleysingakeisara í fjarvistum keisara vors og er spurning hvort einhverjar tillögur séu um keisara.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 18/2/04 14:22

Sverfill Bergmann fær mitt atkvæði! Hann hefur svo voldugt andlit.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 18/2/04 15:56

Vladimir Fuckov mælti:

Vér höfum áhyggjur af þessu vér verðum að segja það. Það virðist vera full ástæða til að skipa afleysingakeisara í fjarvistum keisara vors og er spurning hvort einhverjar tillögur séu um keisara.

Nykur leggur til að við skipum Feministan tímabundið í embættið þannig væri tryggt að Mikill Hákon sneri sem skjótast heim í ríkið aftur, jafnvel þó hann reyndist framliðinn.

Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 18/2/04 16:29

Það var greinlega ekki hans hátign sem var í höfninni á Norðfirði. Ekki það að hann gæti ekki verið frá Litháen, heldur hitt að hann er a.m.k. sjötugur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/2/04 17:21

Ég vil að gefnu tilefni taka fram að ég kom ekki nálægt hvarfi og skelfilegum dauðadaga Mikils Hákons. Það að hann skuldaði mér nokkrar milljónir í fjárhættuspilaskuldir kemur málinu ekkert við auk þess sem ég myndi aldrei svo lágt að taka fólk persónulega af lífi ef það borgar einvörðungu í innistæðulausum ávísunum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 18/2/04 23:43

Mér finnst líka hafa lítið sést af þeim hlewagastiR, Frelsishetjunni og Barbapabba. Grunsamlegt...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 18/2/04 23:58

Ég var að leita inni hjá mér en Hákon er ekki þar.

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 19/2/04 19:56

Ég sem aðalhandbendi Keisarans gef kost á mér í embætti Afleysingakeisara en þó með fyrirvara um það að ég gæti af minnsta tilefni ákveðið að ræna völdum og láta afhausa ykkur alla á mjög hrottafenginn hátt til að tryggja einræðisvald mitt yfir lýðnum.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 19/2/04 22:51

Það eru allir að tapa sér. Hvar er Hákon?
‹hendir blómavasa í vegginn›

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 19/2/04 23:01

Ekki kemur það mér neitt á óvart þótt landflótti sé brostinn á meðal stjórnarliða Baggalútíu. Mikill Hákon búinn að dæma sjálfan sig í útlegð án nokkurs samráðs við aðra ráðherra. Hver verður næstur? spyr ég bara.
Það er greinilegt að stjórnin riðar til falls og er það ekki vonum fyrr.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 19/2/04 23:23

Ég held að Herbjörn sé í raun þessi dulbúna ofurhetja sem berst gegn Fólskumálaráðuneytinu á nóttunni. Ég hef lengi reynt að komast að því hver þetta er. Viðurkenndu það bara Herbjörn þú ert maðurinn!

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 20/2/04 10:19

Nú koma berlega í ljós kostirnir við að hafa svona marga marga ráðherra, maður kemur í manns stað þegar svona atvik koma upp.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 20/2/04 11:03

Ekki vil ég nú kalla mig neina ofurhetju en vissulega berst ég með oddi og egg gegn stjórninni. Og ekki harma ég flótta Mikils Hákonar keisara og ráðherra.
Við ykkur hin í andspyrnunni segi ég: Okkar tími mun koma.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fári Egilsson 20/2/04 15:07

Herbjörn Hafralóns mælti:

Við ykkur hin í andspyrnunni segi ég: Okkar tími mun koma.

Hin hver?

En á mér brennur helst: hvernig er hægt að týna keisara?

Brunamálaráðherra og Forhirðir • If you can't beat them, burn them!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 20/2/04 15:14

Andspyrnan á sér fleiri fylgismenn en þig grunar, Fári minn.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/2/04 15:25

Í nótt sást nakinn maður hlaupa niður laugaveginn og var hann umsvifalaust handtekinn og færður í hlekki. Getur verið að keisarinn hafi verið að hlaupa þar í nýja sparifötunum sínum?

     1, 2, 3  
» Gestapó   » Baggalútía   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: