— GESTAPÓ —
Lýtaaðgerðir
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 12/2/04 17:12

Til að lýsa yfir stuðningi við Ruth Reginalds og vegna afar slælegs gengis í kvennamálum upp á síðkastið,ákvað ég að skella mér í lýtaaðgerð. Ég lét fitusjúga á mér hnakkann,brenna af mér geirvörturnar, skipta um augu og líma hvíta pappírsrúllu í munninn á mér. Fyrst ég var nú að þessu á annað borð og var kominn þarna inn,ákvað ég líka að drífa loksins í að láta klippa af mér naflastrenginn og þvo mér um hendurnar. Hvernig líst ykkur á?

Semmning Semmningsen, • Formaður knattspyrnu- og gríðarreykingasambands Baggalútíu (K.G.B.)
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 12/2/04 17:23

Ekki slæmt...kannski maður kítti í hrukkurnar...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 12/2/04 17:38

Mjög flott. Þú hefur vonandi drukkið saltpéturssýru í 100% spíra til að gera röddina nógu hrjúfa til að passa við bóhem rónaútlitið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 12/2/04 18:06

Ég þarf enga bölvaða lýtaraðgerð til þess að lýta vel út.

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 12/2/04 18:35

Það eru orð að sönnu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 12/2/04 18:37

Hakuchi mælti:

Mjög flott. Þú hefur vonandi drukkið saltpéturssýru í 100% spíra til að gera röddina nógu hrjúfa til að passa við bóhem rónaútlitið.

Það þarf nú varla að taka það fram...og fékk mér meira að segja fjóra Drakúla mola með!

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 12/2/04 18:38

plebbin mælti:

Ég þarf enga bölvaða lýtaraðgerð til þess að lýta vel út.

Some (guys/girls/people) have all the luck

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 12/2/04 18:42

Mér finnst þessi sígaretta samt ekki gera neitt fyrir þig. Reykingar eru ekki góðar fyrir nýstrekkta húðina. En ertu ekki miklu ánægðari með þig núna? Ég tók eftir því að útlitið versnaði dag frá degi þegar þú fórst að vera svona virkur í netmiðlunum. ‹Starir þegjandi út í loftið›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 12/2/04 18:44

Reyklausir bóhemar eru ekki merkilegir bóhemar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 12/2/04 18:46

Júlía mælti:

Mér finnst þessi sígaretta samt ekki gera neitt fyrir þig. Reykingar eru ekki góðar fyrir nýstrekkta húðina. En ertu ekki miklu ánægðari með þig núna? Ég tók eftir því að útlitið versnaði dag frá degi þegar þú fórst að vera svona virkur í netmiðlunum. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Er þetta sígaretta?!?! ‹Passar sig að kveikni ekki í andlitinu á honum›
Fannst ég kannast við þetta. Ja,veitir víst ekki af að malbika aðeins í sér lungun. Útlitshrökunin hefur sennilega eitthvað að gera með það að tölvuskjárinn minn sendir frá sér svo rosalega af baneitruðum rafsegulbylgjum. Enda belgískt módel frá árinu 1975.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 12/2/04 19:01

Mmm, ég þekkti einu sinni belgískt módel frá árinu 1975.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 12/2/04 19:12

Ég líka, óli píka, alveg satt! Þekkti einu sinni konu sem lét dæla sílíkoni í varirnar á sér, til þess að gera þær kyssilegri, en eitthvað fór úrskeiðis og var útlit konunnar líkara því að Mike Tyson hafi veit því nokkur kraftmikil hnefahögg...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 12/2/04 20:22

Lýtaraðgerð er bara fyrir kellingar og löggur.

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 12/2/04 23:38

Spurning hvort maður láti slag standa og skipti líka um nafn?

Nei,fjandakornið...eða hvað finnst ykkur?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/2/04 00:07

Þetta er nú ekki meðfærilegasta nafn í heimi. Ég mæli með því að þú skiptir líka um nafn til að hæfa þessari nýju og svölu ímynd. Hvað segir þú um: Tom Waits?

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 13/2/04 03:27

Ég var nú svona meira að spá í eitthvað í líkingu við

Jósafat B. Elentínusarson Scheving,

eða eitthvað í þeim dúr (Bje-ið þá sennilega fyrir "Bjarnfreður",til heiðurs látnum föður eins af okkar allra bestu fréttamönnum í gegn um tíðina.

Svo kom sterklega til greina: Ingólfur Kakarías Eysteinsson Adams,svona bara uppá skammstöfunina að gera‹Fær sér smók,heldur honum niðri›eða hvað finnst ykkur?‹blæs frá›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 13/2/04 09:37

hvað um...

Hakuchie
eða...
Júlían
eða...
Plebbinn
eða...
Blástakkurinn
eða...
Haraldur Vestmann
eða...
Mjá
eða...
Tinna
eða...
Sverfill Guntmann
eða...
Valdimar Fuckoff
eða...
Antifeministi
eða...
Leibbi Djass.
eða...
Mosi Frændi
eða...
Skabbi Skrimmari
eða...
Skammkelling
eða...
Aldamót
eða...
Ívar Sívertson.
eða...
Backspace (þessi var nú fyndin)

Þá held ég bara að þetta sé komið.

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 13/2/04 11:14

Hvað um nafnið Slagbrandur Þvergirðingsson?

LOKAÐ
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: