— GESTAPÓ —
Stafrófstjattið II
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 11/2/04 19:26

Ég var að hugsa um aðeins hraðvirkari útgáfu af "Stafrófstjattinu", en þýðir ekki að fyrrnefndi þráðurinn leggst af, við látum hann bara lulla áfram í hægðum sínum, á þeim hraða sem hann þarf...

Ókei, reglurnar fyrir nýja stafrófstjattið eru mjög einfaldar:

1. Orðin koma eftir sem áður í réttri stafrófsröð
2. Svörin eiga vera frá einni og upp í fimm setningar að lengd. Frjálst val.
3. Ekki er lengur notast við þá aðferð að einhver einn ákveðinn notandi eigi að skrifa, heldur getur hver sem er svarað.
4. Sá sem ritar niður hugrenningar um viðkomandi orð þarf ávallt að passa upp á varpa nýju orði fram og passa upp að það sé í réttri stafrófsröð við þau orð sem á undan eru gengin.

Nánari upplýsingar er að finna í fyrsta innleggi mínu á fyrri þræði um stafrófstjattið.

Jæja, gæti einhver vörpulegur piltur eða stúlka varpað á mig orði sem byrjar á bókstafnum -A.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 11/2/04 19:38

Alkóhólisti

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 11/2/04 20:03

Alkóhólisti minnir mann á ónefnt fallegt hús við fallega götu hér í Reykjavík, en ég veit að þar eru haldnir AA-fundir að minnsta kosti einu sinni í viku.
Sjálfur hef ég aldrei átt við áfengisvanda að stríða, sem betur fer, en áður en það rann upp fyrir mér að alkóhólismi væri sjúkdómur, þá hélt ég að óstöðvandi drykkjuskapur væri fyrir þá sem væru persónulega bældir eða félagslega heftir.
Í gamla daga hermdi maður stundum eftir alkóhólistum og bar þá sígarettu með titrandi hendi upp að vörunum og bullaði einhverjar viðtalaklisjur eins og: "...já, maður var kominn upp á Vífilsstaði fyrir tvítugt, maður, enda allt komið í klessu, konan farin og börnin komin í fóstur maður og maður sjálfur búin að drekka allt út, maður og svo var manni trillað upp í einu snarhasti upp á læknaborðið og öllu dópdraslinu dælt upp úr manni, maður..."
Æi, maður á nú ekki að gera grín að þessu...

Enö, næsti maður, hver sem það nú er, á að skrifa um orðið: BER og ekki gleyma að varpa -C orði á næsta...hmmmm

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 11/2/04 22:14

BER. Mér ber að skrifa um ber, en ég er einmitt ber þegar ég skrifa þetta. Ég er nú ekki það vel að mér í berjafræðum, en á hinn bóginn hugsa ég oft um ber kvenkyns afbrigði af íslenska mannastofninum. Þegar ég var lítill fór ég stundum í berjamó og týndi þar bláber, eða jafnvel krækiber, sem ég hafði þó óbeit á.

Næsti maður skal gjöra svo vel að skrifa um Celine Dion.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 11/2/04 22:16

Eða þá mælikvarðann Celcius.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 11/2/04 22:16

Jafnvel cheerios.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 11/2/04 23:34

Næsti þátttakandi getur að sjálfsögðu valið sér eitt af þessum orðum, en þó er ætlast til þess að einungis eitt orð sé nefnt. Það gæti orðið mjög forvitnilegt að fylgjast með því hvernig þetta þróast...hmmm....

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 12/2/04 10:40

cheerios er litlu hringirnir sem krakkarnir vilja fá sér í tíma og ótíma.Bragðast undarlega og á ekkert skylt við mat

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 12/2/04 13:50

Ferrari, þú gleymir að koma með -D orð, ég skal taka af þér ómakið og sá næsti á að skrifa um orðið: DJÖFULL

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 12/2/04 16:14

Mættur. Þegar ég heyri orðið djöfull kemur fyrst upp í hugann kvikmyndin "Devil´s Advocate" þar sem Al Pacino fékk endanlega hlutverk sem hann var fæddur í þó hann hafi skilað þeim nokkrum góðum áður. Í framhaldi af því er rétt að nefna lag Rolling Stones,"Sympathy For The Devil", sem ég held að hljómi alveg örugglega undir stöfunum í lokin. Það lag er alveg djöfull gott.

Ekkert.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 12/2/04 16:40

Orðið ekkert minnir mig á svipinn á George W. Bush. Í hvert sinn sem ég horfi á andlit hans sé ég þetta algera vitsmunalega tóm, andlit fullt af engu.

Næsta orð er:

Fáránleiki.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 12/2/04 16:47

Þar sem að þessi þráður nýtur engra gríðarlegra vinsælda eins og er, þá barasta verður maður að skrifa um "EKKERT".

Ég er af þeirri kynslóð sem sá kvikmyndina "Maðurinn sem minnkði" (The Incredible Shrinking Man) sem barn í sjónvarpi og hafði hún mikil áhrif og ekki laust við að hún hafi virkjað svolítið ímyndunaraflið hjá manni. Sko, er mögulegt að minnka það mikið að maður hverfi einn daginn??? Þetta er kannski spurning fyrir vísindavefinn.
Síðan þegar maður var krakki þá ímyndaði maður sér að út við ystu mörk alheimisins, í Grilsentilljóna ljósárafjarlægð kæmi maður að risastórum múr sem á stæði "Ekkert" og á honum væri lítið op sem sýndi og sannaði að þarna væri alls ekki neitt á ferðinni....hmmm....

Næsta orð er: FUNDUR og vera með allir saman....og koma svo!!!

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 12/2/04 16:48

Fáránleiki kom mér sterklega í hug þegar ég kom aftur til landsins eftir að hafa dvalið um tíma við framandi aðstæður í öðru landi. Það er svo sannarlega ekkert annað en fáránleiki hvaða hlutum við getum kvartað og kveinað yfir. Hlutir sem skipta afar litlu,þegar við gefum okkur tíma í að hugsa um þá.

Gormur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 12/2/04 16:49

ókei, nú er komin sú staða að tvö orð eru í gangi, þannig að menn geta valið sér það orð sem hentar þeim og alls ekki gleyma að varpa næsta orði áfram...hmmm

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 12/2/04 17:06

Hugleikur, leikhús fáránleikans en það er ekkert fáránlegt við íslenskt samfélag um þessar mundir það er frekar margránlegt. ‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

Gabríel

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 12/2/04 17:08

Samkvæmt stafrófsereglum verður þú, Nafni, að koma með orð sem byrjar á -H...fattarðu???

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 12/2/04 17:16

Tinni mælti:

Samkvæmt stafrófsereglum verður þú, Nafni, að koma með orð sem byrjar á -H...fattarðu??

Heyrðu tinni minn. Þú ert að bjóða manni í leik sem enginn tekur þátt í og svo eyðileggur þú röðina í þokkabót. Ég skrifaði fyrst um Ekkert svo kemur þú og skrifar líka um ekkert. Hvað á það að þýða?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 12/2/04 18:14

Það er allt að verða vitlaust!

‹klæðir sig í sokka og hleypur út›

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
LOKAÐ
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: