— GESTAPÓ —
Hver sagði þetta?
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/2/04 12:14

Hvaða persóna fór með eftirfarandi fleygu orð?

Þýtt og staðfært yfir á íslenska tungu.

Tilvitnun:

"Ó snjóbolti, negldur af natni,
naskur lennt'á höfuð þess
feykja skaltu frosnu vatni
frysta og bleyttu undirdress
fljúgðu hreint og hittu fast
hérna er mitt boltakast"

Svara já og nei, ef þetta er dregst á langinn, þá gríp ég kannski til vísbendinga.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 11/2/04 12:16

Sagði persónan þetta upphaflega á ensku?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/2/04 12:17

Já, rétt hjá þér Órækja.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 11/2/04 12:19

Er persónan á lífi?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/2/04 12:22

Það fer eftir því hvernig á það er litið...líf og ekki líf, ég get sagt þér að persónan er hætt að gera eitthvað nýtt, en lifir þó góðu lífi í hugarskotum manna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 11/2/04 12:28

Er persónan semsagt skálduð, annaðhvort leikin eða persóna í bók?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/2/04 12:55

Jú, persónan er skálduð og í bókum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 11/2/04 13:07

Þetta ber einhvern veginn keim af Mr. Burns í The Simpson´s.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/2/04 13:09

Nei voffi minn, þetta er ekki Burns úr Simpson.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 11/2/04 13:15

Er höfundurinn að persónunni breskur (Eng, Skotl Írl, Wales)?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/2/04 13:28

Nei, ekki er hann bretlenskur...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 11/2/04 13:38

Er höfundur bandarískur?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/2/04 13:54

Jú, bandarískur mun hann vera.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 11/2/04 13:54

Er höfundurinn á lífi?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/2/04 13:55

Jú, hann mun vera enn á lífi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 11/2/04 14:09

Er höfundurinn þekkt ljóðskáld í heimalandi sínu? Eða frægari sem söngvaskáld og textahöfundur?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/2/04 14:12

Það kemur fyrir að höfundurinn láti sögupersónuna fara með ljóð, en hann er hvorki þekktur fyrir ljóðin né texta við sönglög.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 11/2/04 14:13

Hefur þessi persóna birst á hvíta tjaldinu eða fjölum leikhúsa?

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: