— GESTAPÓ —
Furðulegustu orðin
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð
exit 8/2/04 20:37

Ég áhvað að búa til einn flokk til að margir gætu sett inn furðuleg orð þar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 8/2/04 20:38

ha

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð
exit 8/2/04 20:39

ÉG var að búa til flokk sem hægt er að setja inn furðulegstu orð sem maður finnur!

 • LOKAР•  Senda skilaboð
exit 8/2/04 20:40

Heiladauður og heilgagur hænuskítur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 8/2/04 21:50

Mér hefur alltaf þótt orðið "me" heilla.

Skjóða
Frethólkur
Klakklaust

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 8/2/04 21:54

Exit, eixt, xeit, teix, eista, ixte

allt nokkuð óþolandi orð

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð
exit 8/2/04 22:05

fer ég í taugarnar á þér leibbi?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 8/2/04 22:05

Leibbi er viðkvæmur fyrir ófrumlegum hlutum. Ég reyndar líka en þú hefur séns á að bæta þig.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð
exit 8/2/04 22:07

Ég veit það, allir fá séns

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 8/2/04 22:08

exit mælti:

fer ég í taugarnar á þér leibbi?

Ég skal gefa þér einn séns litlu dúllíbossi, en einungis ef þú spyrð þessarar spurningar aldrei aftur, cappish.

Fólk ætti að vita betur!
‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð
exit 8/2/04 22:10

ég skal gera það

 • LOKAР•  Senda skilaboð

Hef aldrei skilið hvers vegna íslenska orðið yfir "door" er "hurð? ‹klórar sér í höfðinu› Hvaða snillingur fann upp á því? Er þetta nokkuð úr dönsku? Ekki ætla ég nú að fullyrða að ekkert sé að baki þessu orði en nokkuð viss er ég um að nóg er til af orðum í íslenskunni sem eiga sér enga hliðstæðu í öðrum tungumálum og þess vegna spyr maður í sumum tilfellum,hvaðan í ósköpunum menn fái þessi hugskeyti. Tökum til dæmis seinni hluta orðsins "hjól-BARÐI....???? ‹Starir þegjandi út í loftið›

Semmning Semmningsen, • Formaður knattspyrnu- og gríðarreykingasambands Baggalútíu (K.G.B.)
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 9/2/04 11:09

Semmning Semmningsen mælti:

Hef aldrei skilið hvers vegna íslenska orðið yfir "door" er "hurð? ‹klórar sér í höfðinu› Hvaða snillingur fann upp á því?

Hér kemur fram sú ótrúlega hugmynd að enska sé upphaf alls. Nær væri að spyrja hví íslenska og danska hafi svo ólík orð yfir einn og sama hlutinn.

Auk þess legg ég til að Exit hafi sig hægan!

Skammkell sýra. Æsti prestur og Guðafræðingur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð

Hér var einfaldlega valið af handahófi. Hefði eins getað spurt hvers vegna íslenskan yfir "Tsá-sa-háv" er "Góðan daginn" en hélt að enskan væri öllu þekktari meðal Bagglýtinga enda töluverð meiri áhersla lögð á hana í skólum en Mandarískan, hvaðan sem sú merkilega hugmyndafræði er nú uppsprottin. Mætti nú alveg gera sér þráð um okkar blessaða menntakerfi. Virðist þar víða pottur brotinn.

En getur einhver svarað þessu um orðið "hurð"?

Semmning Semmningsen, • Formaður knattspyrnu- og gríðarreykingasambands Baggalútíu (K.G.B.)
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 9/2/04 15:47

Semmning Semmningsen mælti:

En getur einhver svarað þessu um orðið "hurð"?

Orðið "hurð" er langt frá því að hafa enga hlíðstæð í öðrum tungumálum. Orðið er indo-germanskt.

Hurð (Færeyskt)
Hürde (Þýskt)
Hyrd (Forn-engelskt)
Hurð (Forn-saxiskt)
Hurd (Forn-háþýskt)
Horde eða Hurde (Mið-nederlanskt)

Rótin er sú sama og í latínska orðinu "cratis."

Verði ykkur að góðu.

Heimild: Jan de Vries, Altnordisches etymologisches Wörterbuch

 • LOKAР•  Senda skilaboð

‹Les grein Mosu og kinkar rólega kolli á meðan› Þetta var vel gert,Mosa frænka mín. En hvað með seinni hluta orðsins "hjól-barði". Hefurðu skýringar einnig á reiðum höndum þar?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 9/2/04 16:01

Tókuð þið eftir að skv. altnordísku orðabókinni er sama orð yfir hurð í Íslensku, Færeysku og Forn-Saxnesku. Sem þýðir þá að færeyingar og íslendingar hljóta að vera afkomendur forn saxa sem kollvarpar alveg öllum hugmyndum um að þeir hafi komið frá Noregi og Írlandi eins og lygakverið Landnáma lætur í veðri vaka!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 10/2/04 11:32

Hægan nú Voff. Orðið "hurd" er einnig til í ýmsum norskum mállýskum.

Hvað varðar hjólbarða ...

"Barði" er skjöldur. Skylda orðið "barð" þýðir rönd, brún eða skorpa. Til er gamalt orð á ensku yfir herklæði fyrir hesta: barding

Dekk er skjöldur eða brynja hjólsins: hjólbarði.

Nokkurn veginn sambærilegt er orðið "járnbarði", sem er skip með járnvarið borð. Svo er barðfiskurinn (beinhákarlinn, Cetorhinus maximus) Skinn hans er göddótt og nafnið "barðfiskur" lýsir honum nokkuð vel sem brynjuðum fisk.

LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: