— GESTAPÓ —
Hvernig fannst ykkur svo?
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 8/2/04 19:07

Þá er loksins byrjað að sýna Lost in Translation á Íslandi.
Nú er spurt: Er ég geðveikur eða er þessi mynd ein sú allra versta sem ratað hefur í kvikmyndahús í langan tíma?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Áramót 8/2/04 19:12

ef ég væri svo heppinn að hafa séð hana þá myndi ég segja að þetta sé ein af lélegustu myndum ársins

 • LOKAР•  Senda skilaboð
froskur_uje 8/2/04 19:22

Lost in Translation er ein af mínum eftirlætis myndum!! sýnið smá virðingu!!!

Ögmundur Jónsson heiti ég og er talinn vera vöruflutningaprammi!!!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Áramót 8/2/04 19:23

ef þér fanst það og ef ég hefði séð hana þá myndi ég nú bara segja að þú værir alveg kolklikkaðslegabrjáluð og hefðir ekkert vit á svona myndum

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 8/2/04 19:33

Ég sá hana Magnús minn og verð ég að vera hjartanlega ósammála þér. Myndin var frábær. Hins vegar skil ég vonbrigði þín afar vel. Sá sem ætlar sér að sjá Bill Murray mynd með skemmtilegheitum og ærslum mun sannarlega verða fyrir vonbrigðum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð

Bill Murray er einn af mínum uppáhalds svo ég ætla örugglega að sjá þessa mynd.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 8/2/04 19:54

Hann fer á kostum í myndinni. En varaðu þig, hann er lágstemmdari en vanalega, enda er þetta léttdrama.

 • LOKAР•  Senda skilaboð

Bill Murray var stórkostlegur í hinni háalvarlegu þjóðfélagsádeilu "What About Bob?" og jafnvel enn betri þegar ég horfði á hana aftur eftir að öldruð tengdamóðir mín hafði bent mér á að um grínmynd hafi verið að ræða. Synd að maðurinn skuli ekki heita Robert

Semmning Semmningsen, • Formaður knattspyrnu- og gríðarreykingasambands Baggalútíu (K.G.B.)
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 8/2/04 21:34

Semmning Semmningsen mælti:

Synd að maðurinn skuli ekki heita Robert

Hlæhlæ. .

Já, ég verð að vera sammála Hakuchi varðandi þetta. Fannst Bill Murray vinna þarna leiksigur án þess að glata trademarki sínu sem hinn sívinsæli og ótrúlegi Bill Murray.

Bill Murray borðar Cocoa Puffs.
Cocoa Puffs fyrir alvöru karlfólk.

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð

Bestur var Murray þó sennilega sem Ernie McCracken. Munið þið í hvaða mynd það var?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 8/2/04 22:45

Ghostbusters?

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/2/04 22:58

Mjög góð mynd, þó ekki eins og ég bjóst við, en það er alltaf gaman að láta koma manni á óvart...

 • LOKAР•  Senda skilaboð

Kingpin

sem var leikstýrt af Robert og Peter Farrelly.. haha!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 8/2/04 23:05

‹ekur útá tún á stórum traktor og byrjar að múa í skafrenningi›

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Áramót 8/2/04 23:07

‹kemur hlaupandi út á tún og stoppar Leibba og spyr hann hvurn djöfulinn hann sé að gera það er hávetur›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 8/2/04 23:08

Heyrðu karlinn, ertu til í að fara uppí skúr og sækja hinn traktorinn og fara og sækja beljurnar, ha? kallinn?

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Áramót 8/2/04 23:11

jújú hvar eru beljurnar eiginlega

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 8/2/04 23:13

Ferð austnorðan við norðsuður, og þaðan til hægri við Eikarholt, svo þaðan niður Laumustíg þangað til þú sérð olíublett. Beljurnar eru þá alveg í hina áttina. ..

HLAUPTU STRÁKUR, HLAUPTU!

‹Starir þegjandi út í loftið›

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: