— GESTAPÓ —
Leikurinn Robert
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 11/2/04 13:54

Tinni mælti:

Æi. þetta var ég hér fyrir ofan að reyna að senda inn mynd af Robert Morley. Hvernig sendir maður inn mynd? Jæja myndin er inn á:

http://www.celebrity8x10s.com/Merchant2/merchant.mv
Screen=CTGY&Store_Code=SCP&Category_Code=morley

Þarna kom staðfesting á því hvaðan allir þessir Robertar þínir koma. Hnuff!!‹Andar kröftuglega út um nefið um leið og hann hnykkir höfðinu til hliðar í hneykslun›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 11/2/04 14:40

Nei nei, viðkomandi slóð inniheldur eingöngu ljósmyndir af frægu fólki

En, að sjálfsögðu er minnsta málið að finna hundruðir eða þúsundir Róberta á netinu. Spurningin er bara sú, hversu marga maður þekkir og hvort maður getur fært rök fyrir frægð þeirra.

Hérna er t.d. einn:
Robert Edwin Peary sem fyrstur manna komst út að miðjy Norðurpólsins en það gerðist árið 1909, en fram að því höfðu menn ekki haft erindi sem erfiði þangað í einar þrjár aldir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 11/2/04 16:52

Robert Burns skáld Hann er fyrir skotum það sama og Jónas Hallgrímsson er fyrir íslendinga og H.Heine fyrir þjóðverja

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 11/2/04 17:44

voff mælti:

Robert Burns skáld Hann er fyrir skotum það sama og Jónas Hallgrímsson er fyrir íslendinga og H.Heine fyrir þjóðverja

Andskotinn Ananías!! Þetta var sá sem ég var að LEITA að! ‹Steytir báða hnefa,grettir sig›‹Nær stillingu›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 11/2/04 18:47

*geysp*

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 11/2/04 23:46

Hah! Vísindaskáldsagnahöfundurinn Robert J. Sawyer

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 12/2/04 00:19

Ókei, hér koma tveir Bertar úr listaheiminum

Fyrst er það Robert Rauschenberg sem var einn af frumkvöðlum popplistahreyfingarinnar í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum. Hans frægasta einstaka er væntanlega "Monogram"(1959) en þar má sjá einhverskonar uppstoppað kindar- eða geitarafbrigði sem búið er að troða í gegnum bíldekk og stendur þessi figúra, með málningarslettur í smettinu, ofan á einhverju láréttu myndlistarverki.

Nú,síðan er það sá samkynhneigði og umdeildi ljósmyndari og myndlistarmaður Robert Mapplethorpe sem gerði allt vitlaust í Bandaríkjunum á níunda áratugnum og var sýningahald hans bannað í mörgum fylkjum landsins. Mapplethorpe fór heldur óhefðbundnar leiðir í listsköpun. Hann málaði t.d. mynd af Kristi á krossinum og náði einhvernveginn að húða myndina með mannsþvagi og kallaði hana "Hlandkrist" (Piss Christ). Hann fór heldur ekki troðnar slóðir í ljósmyndauppstillingum sínum, en ein sú frægasta "Maður í Polyesterfötum" sýnir neðri hluta blökkumanns í glerfínum jakkafötum, nema hvað að kynfæri hans hangir út um buxnaklaufina. Önnur mynd sýndi, að mig minnir, lögreglukylfu sem búið er að troða upp í endaþarm, en hvað sem því leið þá var bara svo magnað að stíllin á myndunum var í anda fágustu tískuljósmynda, þó svo að myndefnið væri svona stundum sadómasókískt. Robert Mapplethorpe lést úr alnæmi árið 1989 og árið 2000 var gerð sjónvarpskvikmyndin "Dirty Pictures" með James Woods sem fjallaði safnstjóra í Cincinnati sem er fyrir rétti ákærður fyrir að hafa misboðið sómakennd gesta með sýningum á ljósmyndum Mapplethorpes.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 12/2/04 01:19

Respect

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 12/2/04 09:04

Heyrðu ég gerði mig sekan um smá mistök hér. Myndin "Hlandkristur" er ekki eftir Robert Mapplethorpe, heldur eftir annan mann sem ég man ekki nafnið á, en það var fjallað um þetta alltsaman einhverntíma í merkri heimildarmynd sem hét "Banned In The USA".

Fysrt maður er staddur hér, þá mætti endilega bæta við myndasöguteiknaranum ástsæla, Robert Crumb sem t.d. fyrstur manna gerði myndasögur um Fritz The Cat, þeim hinum sama og Ralph Bakshi byggði fræga teiknimynd sína á.
Crumb var líka einn helsti teiknarinn í fyrstu útgáfum gríntímaritsins Mad Magazine, en þá leit það út eins og einhverskonar súrrealískt Marvelblað, en var gefið út í sama broti og þessi venjulegu "hasarblöð".

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 12/2/04 10:39

Var ekki Robert MacNamara utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Diotallevi 12/2/04 11:06

Er enn ónefndur Robert Jordan? Sá er höfundur hins endalausa bálks um Tímahjólið. Eða Tímagjörðina ef til vill?

Tollstjóri Baggalútíu. • Mottó okkar er 'Ef þú átt það, tek ég það.'
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 12/2/04 11:08

Robert McFarlane var þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna einhverntíma á Reagan-árunum.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 12/2/04 11:16

Hinir Skotakonungar Robert II og III? Þeir eiga að teljast með.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 12/2/04 15:52

Mosa frænka mælti:

Hinir Skotakonungar Robert II og III? Þeir eiga að teljast með.

Ekki spurning. Annar þeirra var reyndar kominn held ég (sá sem var í "Braveheart") en þá ekki hinn. Mosa er með hringinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 12/2/04 16:00

Hva? á bara að líta framhjá öllum mínum Bertum? Ég fæ hvorki hring eða komment fyrir einhver sex eða átta stykki sem komu á minna en sólarhring.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 12/2/04 16:17

Tinni mælti:

Hva? á bara að líta framhjá öllum mínum Bertum? Ég fæ hvorki hring eða komment fyrir einhver sex eða átta stykki sem komu á minna en sólarhring.

Að sjálfsögðu ekki,Tinni minn. Málið er bara að sá sem á síðasta löglega Robertinn....er með hringinn. Þú ert búinn að vera með hann ansi oft og sennilega oftast. Það hittist bara ekki alltaf þannig á að ég komi hér inn þegar þú ert með hann.

Semmning Semmningsen, • Formaður knattspyrnu- og gríðarreykingasambands Baggalútíu (K.G.B.)
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 12/2/04 16:32

Hið skoska tónskáld Robert Burns.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 12/2/04 16:49

Blástakkur mælti:

Hið skoska tónskáld Robert Burns.

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: