— GESTAPÓ —
Gleðilegann föstudag, kæru bagglýtingar!
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Glaumur 6/2/04 15:41

Í dag er kominn föstudagur. Hversvegna það eru ánægjuleg tíðindi þarf varla að útlista nánar, en í tilefni föstudags vill ég gefa ykkur, kæru vinir, örlítinn fróðleiksmola að gjöf:
Orðið ákavíti er samsett ú tveimur orðum, nefninlega áka og víti. þetta vita allir. það vita þó ekki allir að fyrra orðið tengist nafninu Áki ekki neitt, og seinna orðið tengist ekki helvíti á nokkurn hátt. Ákavíti er því ekki staður í helvíti þar sem allir þeir sem eru svo óheppnir að heita Áki fara. Ákavíti hefur mun skemmtilegri merkingu (og áhrif, einsog allir þeir sem til þekkja vita). Áka er nefninlega dregið af latneska orðinu Aqua, sem þíðir vatn, og víti af orðinu Vitae, sem þíðir líf. Orðið ákavíti má því þíða sem "vatn lífsins", sem er mun nær sannleikanum en "helvítið hanns Áka"
Þessum fróðleiksmola má skola niður með vænum sopa af umræddum vökva.

þar sem hlátur lengir lífið, má þá túlka kímnigáfuleysi mitt sem sjálfsmorðstilraun?
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 6/2/04 15:47

Það fyndna er að orðið viskí (e. Wiskey) er komið úr írsku eða keltnesku og er samsett úr tveimur orðum sem einnig þýða "lífsins vatn".
Minnist þess að hann þarf að fara í Ríkið og strunsar í burtu.›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Feiti Einbúinn 6/2/04 15:48

takk takk, minn kæri Glaumur.. En ég held mig við kafteininn minn
SKÁL!
‹Tekur stóran sopa og hristist allur›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 6/2/04 15:51

Þess má geta að eftir akkúrat viku er föstudagurinn þrettándi.

Fari það að kola.

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 6/2/04 15:55

Síðan má kannski bæta því við að einhversstaðar upp á Hálendi má finna einhverja ársprænu sem nefnist hinu baðstofulega nafni: "Brennivínskvísl"...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 6/2/04 16:09

Tilviljun?

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð

Þetta er athyglisvert og minnir á það er frændur vorir Bandaríkjamenn komust að því, sér til nokkurrar skelfingar, eftir að hafa dembt sprengikúlum yfir gömlu Júgóslavíu, að Slobodan Milosevic, þáverandi forseti landsins, ætti ættir sínar að rekja til Bandaríkjanna.
Kom í ljós að langa-langa-afi hans, Daniel Milosevic, bjó í Pennsylvaníufylki og stundaði þar siglingar af töluverðum móð en var hann reyndar helst þekktur fyrir það hversu ótrúlega hægskreiður bátur hans var. Hann var þar af leiðandi aldrei kallaður annað en "Slow-boat-Dan" og af því er nafn fyrrum Júgóslavíuforseta dregið. Og.....,jú, gleðilegan föstudag

Við þetta má svo bæta að drengur nokkur fæddist hér á landi fyrir nokkrum misserum,sem hafði verið getinn í öftustu röð sals B í Háskólabíói á meðan sýningu myndarinnar "Oceans Eleven" (og væntanlega einnig hinum verðandi föður) stóð. Þarf varla að taka það fram að sá drengur var skýrður Hafliði.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 6/2/04 17:49

Ja, ekki spyrja mig. . . Ég er bara hérna á kafi í pappírsvinnu í Nefndamálaráðuneytinu, alveg inn í haus. . .

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 6/2/04 18:02

‹bakkar flutningsbíl fullum af pappír að rúðunni hjá Leibba og sturtar inn›
Þetta eru kvittanir Skabba fyrir áfengi sem keypt hefur verið í nafni ríkisstjórnar... síðustu tvo daga.

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 6/2/04 18:15

Var einmitt að velta fyrir mér hvort Skabbi væri farinn að kaupa sér sjálfur. ‹Tekur fegins hendi á móti kvittununumunm. . .›

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Glaumur 6/2/04 19:45

Leibbi Djazz mælti:

‹Tekur fegins hendi á móti kvittununumunm. . .›

mikið hrikalega ertu orðinn þvoglumæltur lebbi minn. Væri ekki rétt að fá sér einn þrefaldan "vatn lífsins" í vatn, svona rétt til að gera þig mannmæltann?

þar sem hlátur lengir lífið, má þá túlka kímnigáfuleysi mitt sem sjálfsmorðstilraun?
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/2/04 23:45

Skál fyrir því...‹grípur flösku af lífsvatni og sötrar á› ekki slæmt ;)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 6/2/04 23:48

Skál ‹Skálar í drykk sem fyrir löngu er gleymt hver er enda er það aukaatriði›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 6/2/04 23:55

Salud!
‹fær sér glas af vatni›

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/2/04 00:01

plebbin mælti:

Salud!
‹fær sér glas af vatni›

Lífsins vatn er það ekki??

Okole maluna!!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 7/2/04 00:04

Jú, lífsins vatn. Það er rétt hjá þér.

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Áramót 7/2/04 00:42

Og gleðilegann laugardag kæru vinir

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 7/2/04 00:45

Vá hvað tíminn þýtur

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: