— GESTAPÓ —
vísnagáta fyrir helgina
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 6/2/04 15:14

‹Þá er kominn föstudagur og rétt að leyfa ykkur að spreyta ykkur á enn einni vísnagátunni. Hér er spurt um nafnorð.›

Margur hér á landi lá
Langaði heim til Heiðu.
Ef að ríkir eitthvað þrá
er hann strax til reiðu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 6/2/04 16:13

Áttu við Pétur (Blöndal)?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 6/2/04 16:34

Ekki er það Pétur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 7/2/04 16:47

Skil ekki alveg þriðju línuna:
„Ef að ríkir eitthvað þrá“
Getur nokkuð verið að þarna sé einhver innsláttarvilla?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 7/2/04 17:16

Skammkell mælti:

Skil ekki alveg þriðju línuna:
?Ef að ríkir eitthvað þrá?
Getur nokkuð verið að þarna sé einhver innsláttarvilla?

Mig grunar að það sé bara skilningsvilla hjá þér

Annars sýnist mér svona í fyrstu að um Bakkus eða vínanda sé yrkt. Líklega er það frekar helgarandinn á Baggalút en nokkur góð rök sem fá mig til að halda það.

Skrifandi undir síðan 2004
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 7/2/04 22:28

Órækja mælti:

Mig grunar að það sé bara skilningsvilla hjá þér

Fullkomlega rétt hjá þér. Skilningsvilla og innbyggð heimska. Uppgötvaði það eftir að ég skrifaði þetta og yfirgaf netheima.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 9/2/04 11:23

Hver er þessi Heiða sem um er rætt? Er þetta stytting úr lengra nafni?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 9/2/04 15:57

Ekki er orkt um Bakkus.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
HeMan 10/2/04 15:25

Karlmannshold! eða lillimann í stuði!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 10/2/04 15:25

Neibbs.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 10/2/04 15:55

Þessi gáta er nú frekar snúin, villt þú gefa okkur vísbendingu?
Hvað eru annars margar vísbendingar, ein í hverri línu?

Annars fannst mér svar Júlíu passa mjög vel.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 10/2/04 16:24

Gátan er snúin þvi það er einmitt hlutverk gátu að vera snúin. Vísbendingarnar eru yfirleitt jafnmargar og setningarnar. Það er þó ekki alger regla.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 10/2/04 17:03

Fyrirmenni prýða flesta slíka.
Fyrrum var hann grænn.
Áin bláa silast áfram líka.
Er í gengi vænn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 10/2/04 17:05

Framsóknarflokkurinn?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 10/2/04 17:07

Nei

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Güber 11/2/04 19:51

Þetta hlýtur að vera peningaseðillinn.

Ég biðst þó forláts á því að svara í miðri viku.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 11/2/04 20:20

Var ekki hundraðkallinn grænn? ‹Sé bara ekki alveg hvað Heiða ætti að gera við pening, klórar sér í höfðinu›

Dr. Zoidberg heilbrigðisráðherrann sem er hættur að skrifa með uppsilóni
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 12/2/04 09:38

Ekki peningaseðillinn. Ekki hundraðkallinn.

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: