— GESTAPÓ —
Stafrófstjattið
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 6/2/04 15:04

Ókei, mig langar að reyna að koma á framfæri nýjum leik hér og er markmið hans að efla ritfærni notenda. Ég hef reynt þennan leik inn á hinum ýmsu spjallsíðum svona sem "maður á mann" en finnst forvitinlegt að prófa þetta "mann fram af manni".

Reglur:
-Málshefjandi nefnir orð sem byrjar á bókstafnum -a og sá sem svarar ritar niður fyrstu hugrenningar í nokkrum setningum, ekki er verið að biðja um neinar langar ritgerðir.

Dæmi: Ég fæ orðið "Auglýsingar" og ég svara: Ég man þegar ég var lítill, þá kallaði stóra systir eða mamma á mann stundum inn á kvöldin: "Krakkar, Auglýsingarnar eru að byrja!" og við það rauk allur skarinn, inn því þetta var fyrir daga nútíma skemmtiefnis. Ég man líka að maður sagði alltaf "Öflýsingar" í barnslegri ambögu.
Ofangreind lýsing er dæmi um endurminningu sem kviknar hjá notanda við að heyra orðið, en einnig er mjög algengt að sá sem svarar þurfi að lýsa einhverskonar skoðun sem tengist viðkomandi orði.
Dæmi um slíkt gæti verið: "Hrikalega er skemmtileg auglýsingin þarna frá Flugleiðum (og síðan fylgir einhver rökstuðningur fyrir því).

Þegar ég er búin að svara þessu þá varpa ég orði sem byrjar á -B á næsta og sá hinn sami varpar -C orði á þann þarnæsta og síðan koll af kolli.

Til þess að byrja með, á meðan við erum að koma þessu af stað, væri betra að við mundum halda okkur við hlutkennd nafnorð, því ég þekki það af gamalli reynslu að ef við notum t.d. hugtök eða lýsingarorð þá má búast við alltof löngum ritgerðum. En, að öðru leyti getur t.d. verið mjög skemmtilegt að prófa þennan leik með eintómum mannanöfnum.

Þið sem ekki skiljið leikinn, verið alls ófeiminn að koma með spurningar.
Ogö til þess að koma okkur af stað þá langar að biðja einhvern að varpa á mig orði sem byrjar á bókstafnum -A. Ég reyni að svara því eftir bestu getu og síðan vel ég mér einhvern notanda sem svarar orði sem byrjar á bókstafnum -B og síðan kolla af kolli....

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 6/2/04 15:07

Appelsína, gjörðu svo vel.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 6/2/04 15:18

Appelsína minnir mig eiginlega fyrst fremst á hin fjölmörgu málverk sem teiknuð hafa verið af ávaxtaskálum, en slíkt er ósjaldan skylduverkefni á myndlistarnámskeiðum...

Við höldum okkur við matvælin og ég sendi þér, Heiðar, orðið BJÓR og ekki gleyma að senda næsta manni enskt orð sem byrjar á -C og sá hinn sami þarf síðan að senda næsta -D orð osfrv.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 6/2/04 15:34

Sorrí, Haraldur, ég hef einhvernveginn haft þann óþolandi útvarpsmann Heiðar Austmann í hausnum þegar ég ávarpaði þig, en Sumsé: HARALDUR AUSTMANN, ritaðu hugrenningar sem tengjast orðinu BJÓR á þessum drottins degi....

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 6/2/04 15:40

Bjór tel ég vera eina af forsendum þess að líf þrífist sómasamlega hér á jörðu. Að vísu er bjór misjafn að gæðum en aldrei þó svo vondur að ódrekkandi megi teljast því slæmur bjór hefur þann eiginleika að batna með glasi hverju. Það er mér með öllu óskiljanlegt hvernig við komumst af án bjórs hér á landi svo áratugum skipti en líklega má að einhverju leyti þakka það duglegum og framtakssömum sjómönnum. Bjór sé lof og dýrð.

Ég vil svo biðja hina skeleggu Mosu frænku að skrifa um cucumbers.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 6/2/04 16:44

Cucumbers! Þetta ágæta grænmeti minnir mig á kappa. Nei, ekki á hetjur, en heldur á þjóðsagnaverur, sem nefnast kappa og eru eins konar nykrar þeirra Japana. Þó að kappa birtast ekki í hestslíki, eru þau samt vatnaverur með samanberlega lífshætti: þau drekkja t.d. börnum og éta þau, eða sjúga að minnstu kosti úr þeim allt blóðið, og lifa á því. Þau svipa aðeins til apa, en bara aðeins. Mynd af kappa má finna hér:

http://www.pantheon.org/areas/gallery/mythology/asia/japanese/kappa.html

Hver eru þá tengslin? Sushi með gúrku heitir kappa maki og er í raun kennt við kappa, en ekki gúrkur. Tilfellið er að þessum verum finnst gúrkur ofboðslega ljúffengar. Svo ljúffengar, reyndar, að ráð til að minnka hættunni að því að kappa drekki manni, er að gefa þeim gúrkur, þ.e.a.s. kasta nokkrum gúrkum í vatnið áður en maður stingur sér sjálfur til sunds.

Nú að allt öðru.

Næsta orðið er drottning. Og á ég nefna hverjum orðið sé ætlað? Vladimir Fuckov, þá, gerðu svo vel.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 6/2/04 22:11

Semsagt má maður ekki taka þátt í leiknum nema maður sé boðið. Gott mál, finnst alveg hafa vantað svona bjúrókrataleik að mínu skapi. Enda vanur að bíða eftir að vera boðinn í partý fyrir skólaböll. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 7/2/04 00:10

Þetta er reyndar bara á tilraunastigi eins og er. Kannski stefnir þetta í það að öllum sé boðið að svara og valið sé frjálst. Það væri kannski hugmynd að byrja á réttri röð Heimavarnarliðsins, þ.e. byrja á Hakuchi og síðan á Skabba og koll af kolli. Ég veit hinsvegar að Vladimir Fuckov er tengdur og getur bara verl verið að hann sé að semja ódauðlegt ritverk þessa stundina....
ogö Leibbi síst skyldum við skilja dugnaðarfork og spéóhræðslu eins og þig útundan...það kemur að okkur öllum....okkar tími mun koma!!!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 7/2/04 00:12

Það er sérkennilegur munur á drottningum eftir því hvort um er að ræða drottningar í bókstaflegri merkingu eða óeiginlegri merkingu og mikill munur sé slíkt borið saman við konunga. Algengast hefur verið að drottningarnar séu nokkuð til hliðar við eiginmenn sína, konunga, en margar undantekningar má þó finna. Í merkingu sem eigi er bókstafleg er staða drottninga á hinn bóginn sterkari, jafnvel sterkari en staða kónga. Menn tala um drottningu drauma sinna en það er örugglega eigi algengara að konur tali um konung drauma sinna. En besta dæmið er e.t.v. skákborðið þar sem drottningin er hinn sterki maður er ver kóng sinn sem yfirleitt er meira og minna ósjálfbjarga þar til komið er upp endatafl.

Næsta orð er elding og óskum vér umfjöllunar frá samráðherra vorum Júlíu.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 8/2/04 12:25

‹Bíður enn og starir þegjandi út í loftið›

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 8/2/04 13:32

Þar sem það er nú helgi, þá skulum við gefa Júlíu morgundaginn til þess að svara og ef ekkert bólar á henni, þá mun mikill frelsisandi umlykja stafrófstjattið....

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 8/2/04 15:49

Reyndar er Júlía í helgarferð, eftir því sem ég best veit, en hún hefur örugglega gaman af að setja inn næsta innlegg á morgun. Bíðum aðeins.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 8/2/04 17:22

Er hún á fótboltamóti á Akureyri?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 8/2/04 17:28

piff OJJJJJJJJ

‹ælir áhuga sínum á öllu kvenkyns›
‹Starir þegjandi út í loftið›

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 8/2/04 19:25

Hakuchi mælti:

Er hún á fótboltamóti á Akureyri?

Ég leyfi henni að segja eigin sögu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 9/2/04 14:27

Hinn ágæti kollegi minn Vladimir bað mig að fjalla um eldingar.

Hvernig er hægt að hugsa um eldingar án þess að fara að raula þekkta diskóslagara? Eldingar eru leiðarstef í ljóðum diskóskálda. Raul maður gamlan lagstúf er hætt við að hugurinn leiti til baka að liðnum skólaböllum. Þar gat maður orðið skotin(n) á einu augabragði, ástinni sló niður eins og eldingu í óhörnuð unglingshjörtun. Æskuástir og eldingar eru því náskyld fyrirbrigði, en þó er sá grundvallarmunur á að eldingu slær sjaldnast tvisvar niður á sama stað, en maður er alltaf pínu skotin(n) í gömlum kærustum - eða hvað?

Gaman væri nú að heyra hvað Hakuchi finnst um freyðivín.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 9/2/04 15:52

Freyðivín leiðir hugann óneitanlega að níunda áratugnum. Áratug smekkleysu og ömurlegrar tónlistar. Ég sé fyrir mér partí með fullt af glyðrulegum tískumódelum með bleikan augnskugga drekkandi freyðivín með hallærislegum uppum, klædda í uppbretta mittisjakka, með sítt að aftan og sokkalausir í mokkasíum. Í bakgrunninum er síðan heit tónlist með Duran duran eða Human League. Oj bjakk.

Næst vil ég biðja Blástakk um að tjá sig um tilfinningar sínar varðandi orðið Grill.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 9/2/04 19:31

Þurfti bara aðeins að ryðjast hérna inn til að setja met. Látið sem þið sjáið mig ekki.

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: