— GESTAPÓ —
Indriði Jóns
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 3/2/04 12:11

Það fer í taugarnar á mér þegar talað er um Indiana Jones þríleikinn sem stórkostlegt afrek kvikmyndanna. Vissulega er fyrsta myndin frábær og þriðja myndin líka en númer tvö er ámóta góð og Dolemite.
Sama gildir um Guðföðurinn þríleikinn nema þar er það þriðja myndin sem sýgur feitan.

Með fyrirfram þökk og von um skilning.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/2/04 12:20

Mér hefur alltaf fundist númer 2 vera vanmetin. Hinar eru vissulega frábærar.

Fyrir mér er bara til Guðfaðirinn I og II.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 3/2/04 14:04

Starwars var frábær þríleikur, ákveðinn sjarmi blundaði yfir honum öllum. Svo kuklaði George Faggi í gömlu myndunum og gerði svo úr öllusaman sex-leik. Léleg hugmynd, enda er hann búinn að skemma gildi gömlu seríunnar. Honum verður aldrei fyrirgefið. . .

Matrix var góð, en hinar myndirnar tvær skemmdu alveg dýpt og skemmtilegheit fyrstu myndarinnar. . .

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 3/2/04 15:53

Hins vegar var lokahluti trílógíunnar Blár, Hvítur, Rauður hvað bestur fannst mér.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 3/2/04 17:16

Leibbi_Djazz mælti:

Starwars var frábær þríleikur, ákveðinn sjarmi blundaði yfir honum öllum. Svo kuklaði George Faggi í gömlu myndunum og gerði svo úr öllusaman sex-leik. Léleg hugmynd, enda er hann búinn að skemma gildi gömlu seríunnar. Honum verður aldrei fyrirgefið. . .

Matrix var góð, en hinar myndirnar tvær skemmdu alveg dýpt og skemmtilegheit fyrstu myndarinnar. . .

Hafa ber í huga að George Lucas leikstýrði eingöngu myndinni Star Wars (1977). "Empire Strikes Back"(1980) var byggð á sögu eftir George Lucas sem sjálfur framleiddi myndina. Leikstjórinn var Irvin Kershner sem á örugglega metið í leikstýra eingöngu framhaldsmyndum. Á afrekalista hans eru t.d. myndirnar "S*P*Y*S" (1974) sem var framhald af M*A*S*H (1970), "The Return Of A Man Called Horse" (1976) með Richard Harris sem var framhald af "A Man Called Horse", "Never Say Never Again" (1983) sem er hluti af James Bondseríunni þar sem Sean Connery átti skemmtilega endurkomu og loks gerði hann "Robocop 2"!! Þetta hlýtur að vera algjört met í leikstjórn framhaldsmynda.

Þriðja Star Wars myndin "Return Of The Jedi" (1983) var enn framleidd af George Lucas sem í þetta skiptið skrifaði handritið í samstarfi við Lawrence Kasdan sem einnig hafði verið einn af handritshöfundum annarar myndarinnnar. Leikstjóri "Return of The Jedi" var Richard Marquand en önnur þekkt mynd eftir hann er t.d. lögfræðitryllirinn "Jagged Edge" (1985), en árið 1987 gerði maðurinn risarokkfloppið "Hearts On Fire" með Bob Dylan í aðalhlutverki. Við frumsýninguna fékk myndin þvílíkt hraksmánarlega útreið jafnt í miðasölunni og á meðal gagnrýnenda og var henni fljótlega kippt út af markaði og hefur lítið frést af henni síðan. Þessi harkalegu viðbrögð hafa örugglega hjálpað til við að Richard Marquand lést úr hjartaslagi þetta sama ár, 1987, rétt rúmlega fimmtugur aldri...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 3/2/04 17:23

Þetta finnst mér undarlegt af því að Empire Strikes Back er besta Star Wars myndin.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 3/2/04 18:23

Já hann Indriði Jóns er alveg óborganlegur, sífellt að borða lakkrískúlur ‹Hneggjar eins og smáhestur›

Skrifandi undir síðan 2004
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/2/04 19:32

Júlía mælti:

Hins vegar var lokahluti trílógíunnar Blár, Hvítur, Rauður hvað bestur fannst mér.

Það er nú alger óþarfi að blanda einhverju léttvægu lágmenningarrusli við umræður um háalvarleg menningarleg listaverk á borð við Star Wars eða Indiana Jones.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/2/04 19:36

Spys er ekki framhald af Mash. Heldur er um að ræða tilraunir hollywoodmaskínunnar að kreista út sama sjarmann úr samleik aðalleikaranna í þeirri von að fá álíka aðsókn og að Mash. Það mistókst.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 3/2/04 20:41

Mér finnst þessar stjörnustríðs myndir leiðinlegar ‹Fer fram og nær sér í mjólkurglas›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/2/04 20:49

Þú ert líka svo "spes" plebbin minn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 3/2/04 21:16

Æi, takk.

Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt við mig í dag

‹Skellir Börböru Streisand á fóninn og syngur með›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 3/2/04 21:46

 - afsakið, ég ruglaðist *endilega eyðið þessu innleggi*

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/2/04 22:15

Barbra!? Ég hélt að öllum minningum um þá vá gegn mannkyni hafi verið útrýmt með sameinuðu átaki allra þjóða jarðarinnar um miðjan níunda áratuginn.

Þér verður aldrei fyrirgefið fyrir að hafa minnst á það fyrirbæri plebin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 4/2/04 01:53

Brabra Stressönd! Ég legg til að Dómsmálaráðuneytið í samvinnu við mitt ráðuneyti og reyndar bara helst öll ráðuneyti verði fengin til að ráða niðurlögum alls sem minnt gæti á þá manneskju.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 4/2/04 11:03

Samþykkt. Ég hef þegar fyrirskipað ÖlÍS að gera rassíu hjá öllum þeim samtökum eða einstaklingum sem gætu hugsanlega haft áhuga á Barbru, þar á meðal samtökunum 78.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Andskotinn 4/2/04 12:49

Foiijjj skolið heilann á ykkur upp úr sápuvatni og klór fyrir að hugsa um BS

Ég mæli með að þeir sem minnast á þessa manneskju héðan í frá verði gerðir útlægir af internetinu

Svo fögur bein •  • Hæstvirtur Forstjóri Rannsóknaréttarins
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 4/2/04 16:23

Svei ykkur.

Hún Barbara er bara.....já, þið vitið.

BARBARA Streisand?

hvað var ég að láta útúr mér.

Ég vona að mér verði einhvertíman fyririgefið, þó það verði ekki fyrir en á næstu öld.

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: