— GESTAPÓ —
Málfar nú til dags.
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 31/1/04 16:56

Á einum þræði hérna á Baggalúti er gerð athugasemd við amböguna "að spá í þessu" og ég segi bara; það var mikið að menntamálaráðherrann vakti máls á þessu. "Ef það sé" er önnur málvilla sem fer í mínar fínustu og ég gæti tínt til fleiri en þreyti ykkur ekki með því. En það eru ekki bara þessar hreinu og kláru málvillur sem fara í taugarnar á mér, heldur líka einstaka orð sem brúkuð eru af ungdómnum, s.s. "geðveikt" (frb. gett). Þetta er notað í staðinn fyrir miklu hentugri og fallegri orð eins og "afar," "mjög," og "einstaklega." Það er ekki til að hafa í flimtingum að vera geðveikur og ég hef stundum spurt unglinga sem nota þetta, af hverju þau noti ekki líka orðin "hjartveikt," "krabbameinssjúkt" eða "lamað" og það hefur komið á suma sem eiga vini eða ættingja, hverja þessir sjúkdómar hrjá. Mér finnst íslenska kúl.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 31/1/04 17:32

Haraldur Austmann mælti:

Mér finnst íslenska kúl.

Ég vona að Austmaðurinn eigi hér við að íslenskan sé svöl.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 31/1/04 18:12

Það var núna bara síðast í dag þegar ég sá auglýsingu frá [ónafngreindu fyrirtæk]
Auglýsingin hljómaði eitthvað í þessa áttina „GEÐVEIKT góðar pizzur“

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 31/1/04 19:29

Ýkt mar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 31/1/04 21:08

Hakuchi mælti:

Ýkt mar.

Exaggerated ocean?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
SlipknotFan13 1/2/04 04:48

,,Björgunarsveitin styttir sér stundir með Tarsanleik meðan þeir biðu fyrirmæla."

Þetta setningarskrípi faldi sig undir mynd er fylgdi frétt Enters í gærdag. Sýnist mér á öllu að hreintungustefnunni hafi verið gefið klofspark frá þeim sem síst skyldi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 1/2/04 10:53

Þörf umræða. Hvað finnst ykkur þá um "það var sagt mér" delluna? Það eru alveg ótrúlega margir sem tala þannig, er þetta eðlileg þróun?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

"Það var gefið mér tveir bjórar" sagði maður eitt sinn við mig. Kostulegt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 1/2/04 12:50

Og hvað á sá málhreinsunarfasismi RÚV að þýða að banna "síðasta" í ákveðnu samhengi ? Þar er ávallt sagt "á fyrra ári", "í fyrri viku" o.s.frv. Þetta eru örgustu sænskuslettur og mótmælum vér þessum ósóma hér með harðlega. Heimur (málfar) versnandi fer.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 1/2/04 17:54

Þróun á máli og breyting er ekki það sama. Breytingar virðast verða hjá hverri kynslóð, frasar dagsins í dag eru úreltir á morgun. Þróun málsins felst í því sem eftir stendur.

Í dag er allt "geðveikt". Fyrir stuttu var allt "ýkt". Fáir nota það í dag, þannig að ég nenni ekki að ergja mig of mikið á "geðveikinni". Hún feidar út (ég er að skrifa um málfar (úff!)).

"Það var sagt mér" er að sjálfsögðu algjör hryllingur, en af einhverri ástæðu er þetta eðlilegt mál hjá börnum þegar þau byrja að tala. En mér finnst ömurlegt að heyra þá sem eiga að hafa smá þroska tala svona.

Á að kalla það þróun þegar nógu margir éta sömu vitleysuna hver eftir öðrum? Sumir íslenskufræðingar halda því fram. Með þeim rökum verður fljótlega rétt að segja "spáðu í þessu". Ef einhver sem les þetta heldur að það sé rétt bendi ég viðkomandi á að hlusta á lag Megasar "spáðu í mig".

Með þessum sömu rökum verður löglegt að keyra á (móti) rauðu ljósi ef nógu margir gera það!

Menntamálaráðherra Baggalútíu

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 1/2/04 22:08

Fólk þorir heldur ekki að leiðrétta vont mál nú á dögum því slíkt þykir smámunasemi og bregðast menn oft illa við.

Með áframhaldandi þróun verðum við farin að hljóma eins frummenn.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 1/2/04 22:34

Ég hef litlar athugasemdir við tökuorð s.s. prestur, krókódíll eða banani. Reyndar þykir mér við stundum vera of fljót á okkur að búa til nýyrði sem svo oftar en ekki gleymast. Nægir þar að nefna "sjálfrennireið" og "togleðurshring" sem nú kallast formlega hjólbarði þótt í daglegu tali notum við dekk.

Eðlilegri þróun málsins hvorki getum við né eigum við að sporna gegn. Hinsvegar fara þessar ambögur og beygingarvillur sem virðast vera orðnar fastar í málinu, verulega í taugarnar á mér. Sama á við um það þegar einhverjir ofur svalir útvarpsmenn endursemja orðtök og málshætti; taka fyrri hlutann úr einum seinni hlutann úr öðrum.

Svo gætum við líka lagt niður íslensku og tekið upp ensku.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 1/2/04 22:36

Ég hef tekið eftir því að Íslendingar tala almennt betri ensku en Bandaríkjamenn. Íslendingar virðast reyndar tala ensku betur en sitt eigið móðurmál.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 1/2/04 22:39

Það tala allir betri ensku en Bandaríkjamenn. Meira að segja Danir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 1/2/04 22:46

Og nær öll heimsbyggðin talar betri dönsku en Danir því besta danskan er ótöluð danska og hana kunna fæstir, nema Danahyskið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 1/2/04 22:51

Gott mál, danskan. Kann hana að vísu ekki en mér þykir hún hljómfögur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 1/2/04 22:51

Sammála seinsast ræðumanni! Okkar fyrsta verk sem sigurvegarar Danaveldis mun verða að uppræta dönskuna.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 1/2/04 22:56

Danir standa Íslendingum framar að öllu leyti, nema kannski í skreiðarverkun.

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: