— GESTAPÓ —
Pönnukökur
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Ísbjörn 28/1/04 23:50

Upp kom sú umfæða í hópi fólks um það hvort fljótlegra væri að baka 10 þykkar pönnukökur eða 20 þunnar.

Mín kenning er sú að það taki svipaðan tíma þar sem þessar þunnu þurfi mun skemmri tíma en þær þykku.
En auðvitað þarf að taka inn í myndina hvort viðkomandi pönnukökubakari er vön manneskja í þessum bakstri eður ei, Og miða ég að sjálfsögðu kenninguna við að manneskjan sé vön í þessum bakstri.

Hvað segja ráðgjafar og reiknimeistarar baggalút um þetta.

‹ÉG VILL FÁ TVÖFALDAN KLÁRA Í KÓK Á BARINA STRAX›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
SlipknotFan13 29/1/04 00:06

Ef við gefum okkur að pannan sé vel smurð og við kjörhita, þá tel ég engan vafa á því að 10 þykkar væru skjótari en 20 þunnar. Óþarfa bras getur einkennt þunnyldispönnsur, mistök eru algeng, rifnar pönnukökur og þvíumlíkt. En mér finnst þó óþarfti að ana að slíku verki eins og pönnukökubakstri.
Að baka pönnuköku er eins og að elskast með kvenmanni, sjóðheitt, sveitt-löðrandi í smjöri og fyrsta skiptið er alltaf messí og ógeðslegt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 29/1/04 00:07

Ég tel að pönnukökur séu fyrir "pansy boys" eins og engilsaxar segja.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/1/04 12:28

Hefur einhver reynt að steikja þeyttan rjóma?

Það væri athyglisvert.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 29/1/04 14:23

Hakuchi mælti:

Hefur einhver reynt að steikja þeyttan rjóma?

Það væri athyglisvert.

Hægt er að djúpsteikja ís ... á að vera hægt að steikja þeyttan rjóma.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/1/04 15:39

Stórmerkilegt! Það væri ég reiðubúinn að bragða.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 29/1/04 15:41

Við getum djúpsteikt rjómann og borið fram með vænni klípu af smjöri og hamsatólg.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/1/04 15:43

Já og hafa það síðan allt löðrandi í hituðu remúlaði.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 29/1/04 15:43

Mosa frænka mælti:

Hægt er að djúpsteikja ís

Hvernig er það gert ? Með sérstökum tækjabúnaði þar sem gera má slíkt undir miklum þrýstingi til að hindra að ísinn bráðni ??

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 29/1/04 16:30

Náttúrlega er ísinn ekki steiktur í gegn.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 29/1/04 17:08

Náttúrulega.

Einnig er hægt að djúpsteikja Mars-súkkulaði, en ég held að það sé ólöglegt, nema í Skotlandi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 29/1/04 17:09

Skotar eru ágætir djúpsteiktir.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Úrsus Akureyrensis 29/1/04 17:46

Þú ert nú alveg djúpsteiktur.

Si hoc legere potes, operis boni in rebus Latinus alacribus et fructuosis potiri potes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 29/1/04 17:47

Alveg ... en í gegn?

[pottar í Blástakk með gafli]

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 29/1/04 17:48

Mosa frænka mælti:

Náttúrulega.

Einnig er hægt að djúpsteikja Mars-súkkulaði, en ég held að það sé ólöglegt, nema í Skotlandi.

Mig minnir að eldabuskan geðþekka, Nigella, hafi boðið bústnum vinkonum sínum upp á djúpsteikt Mars. Í sama þætti bjó hún til samloku að hætti Elvis, mjög svo matarmikla. Hnetusmjör kom þar mjög við sögu, minnir mig.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 30/1/04 10:57

Einnig ku vera hægt að djúpsteikja gúmmibirn(Nammið það er að segja)En annað mál hvort hægt sé að borða svoleiðis vibba‹Hleypur út í sjoppu til að kaupa bland í poka en villist og kaupir bland í poka í Á.T.V.R›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 30/1/04 13:11

Ég frábið mér alla djúpsteikingu. Hef fengið nóg af slíku eftir bardagann á Korriban. Hvers vegna heldurðu að ég sé í þessum búning?

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 31/1/04 17:51

Blástakkur mælti:

Við getum djúpsteikt rjómann og borið fram með vænni klípu af smjöri og hamsatólg.

Þetta minnir mig talsvert mikið á hinn yndæla þynnkudrykk volgt brennivín og majones.

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: