— GESTAPÓ —
Lost in Translation
» Gestapó   » Almennt spjall
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 28/1/04 19:44

Eftirvæningin var mikil þegar félagi minn og ég skelltum í spilarann einhvers konar sjóræningjaútgáfu af Lost in Translation, hugarfóstri hinnar ofmetnu og leiðinlegu Sofia Coppola. Eftirvæntinguna má skýra með árangri myndarinnar á nýafstaðinni Golden-Globe hátíð þar sem hún stóð sig skítsæmilega og öllum þeim tilefnislausu tilnefningum til óskarsverðlauna sem féllu henni í skaut nú í gær.
Skemmst er frá því að segja að þessi mynd á varla skilið meira en eina stjörnu. Hún er svo hryllilega leiðinleg að það hálfa væri yfirdrifið. Það er erfitt að rökstyðja stjörnugjöfina því það er enginn söguþráður í myndinni, ekkert upphaf, enginn miðjukafli og endirinn er ekkert til að tala um. Murray er ágætur og þá helst í gamansömu atriðunum (maðurinn er náttúrulega snillingur þegar kemur að því eins og hann hefur margsannað) en þau falla öll í skuggan af hinni drepleiðinlegu atburðarás, ef atburðarás skildi kalla.

Annað sem ég skil ekki er hvernig í andskotanum Golden-Globe mönnum datt í hug að setja þessa mynd í flokk gamanmynda, hún á einstaklega fátt sameiginlegt með gamanmyndum og öllu því sem skemmtilegt er.

Hakuchi og Júlía verða að bíta í það súra epli að fara á misheppnað stefnumót þegar þessi verður tekin til sýninga á Fróni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 28/1/04 22:32

Ja, ljótt er ef satt er. Er þetta ekki bara eins og í Dýrunum í Hálsaskógi? Stolnar piparkökur eru vondar, sjóræningjamyndir líka.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 28/1/04 23:39

Ertu að segja mér það að það hafa vantað öll skrípalætin í myndina. Já, hvað verður nú um gamanmyndabransann þegar menn fara að sleppa skrípalátunum og láta fólk blaðra allan tímann.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 29/1/04 00:20

Sko, hefðbundið frásagnarferli með upphafi, risi, hvörfum, hápunkti og hnigi (og hvað þau hétu nú öll þessi hugtök sem maður lærði í bókinni "Saga, leikrit, ljóð" framhaldsskóla) þarf ekki endilega að vera eini lykillinn að góðri kvikmynd. Kvikmyndir geta gefið manni innsýn inn í einhverskonar ástand eða umhverfi sem kann að þykja forvitnilegt. Einhver mesti meistarinn á þessu sviði var náttúrulega Andrei Tarkovskí og síðan má náttúrulega nefna nöfn eins og Bergman, Fassbinder, Jarmusch og Hal Hartley. Síðan má náttúruleg nefna að í flestum kvikmyndum Quentin Tarantino er allt hefðbundið frásagnarform brotið upp í einhverskonar pússluspil sem áhorfandinn þarf síðan að raða saman með smá hugsanaleikfimi.

Enö, annars var ég kvikmyndahúsi áðan á sá treilerinn úr "Lost In Translation" og það var reyndar eitthvað sem sagði mér að þessi ræma væri svosum ekki merkilegur pappír, en maður kemst náttúrulega betur að því þegar þar að kemur...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/1/04 10:04

alldrei þessu vant er ég farinn að hlakka til að sjá einhverja mynd, því Bill Murray er einn af mínum uppáhalds gamanleikurum...en hvað um það, maður hefur svo sem orðið fyrir vonbrigðum áður...ég hugsa að ég skelli mér á hana þunnur eða vel léttur, því allt verður svo fyndið við þær aðstæður.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/1/04 12:25

Ekki er gott að lesa þessa gagnrýni. Ég mun samt gefa myndinni tækifæri og gera upp minn eigin hug í þeim efnum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Klobbi 29/1/04 12:30

Skabbi minn

Besta ráðið við þynnku er að láta ekki renna af sér.

Ég er nú reyndar farinn að sakna þynnkugrínsins, en ég ætlað ekki að láta renna af mér fyrr en langt verður liðið á góu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/1/04 13:41

Jú ætli það sé ekki rétt að vera dáldið í glasi, þakka góð ráð Klobbi minn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 11/2/04 12:16

Persónulega á ég erfitt með að ofmeta Sofíu Kópóla, þar sem mér þóttu "Hreinmeyjar sjálfsmorðin" hreinlega mjög góð mynd. Ég hef miklar væntingar til þessarar nýju myndar hennar og bara neita að trúa að hún muni valda mér vonbrigðum.

Skrifandi undir síðan 2004
LOKAÐ
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: