— GESTAPÓ —
Vondu-laga-keppni
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Glaumur 25/1/04 19:09

Misvitrir útvarpsdagskrárgerðarmennn hafa haldið úti svokallaðri Vondu-laga-keppni í þó nokkurn tíma. Mér datt í hug að færa þessa stórsniðugu keppni á hærra greindar plan með því að spyrja ykkur, kæru bagglýtingar, hvert er versta lag í heimi? reglurnar eru einfaldar:
1. lagið verður að vera það þekkt að hægt sé að þekkja það á titlinum ("make sweet love with me" eftir David Hasselhoff er án efa af hinu illa en það er ekki nógu þekkt til að vera gjaldgengt)
2. jólalög og evró-vision-lög eru leyfileg, en talin vera fyrir neðan beltisstað.

Þá er að brjóta ísinn: All by my self eftir Celine Dion

þar sem hlátur lengir lífið, má þá túlka kímnigáfuleysi mitt sem sjálfsmorðstilraun?
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Daman 25/1/04 19:24

Ég veit ekki hvort margir kannist við þetta, þetta er kannski fyrir ykkar tíð, en ég verð þá bara dæmd úr leik:
PMS Blues með/eftir Dolly Parton af plötunni Coat of Many Colours frá árinu 1973

Rakamottur eru sníkjudýr sem þrífast á efri vörum karlmanna og geta verið ansi hvimleiðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 25/1/04 19:24

Bíllinn minn eftir Gunnar Jökul

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Von Klinkerhofen 25/1/04 19:57

Ég vil ganga minn veg

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 25/1/04 20:22

Þó Stand by your man sé með ömurlegri lögum þá finnst mér Húsmæðragarðurinn hafa allt sem lélegt lag þarf að hafa, Þreytandi viðlag, leiðinda texti og söngurinn!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 25/1/04 20:27

Kaffið mitt eftir Gunnar Jökul

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 25/1/04 20:41

Gaggó vest er með því verra sem ég hef heyrt. Reyndar hefur 99% tónlistar 9. áratugarins elst afar illa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/1/04 21:17

feministi mælti:

Þó Stand by your man sé með ömurlegri lögum þá finnst mér Húsmæðragarðurinn hafa allt sem lélegt lag þarf að hafa, Þreytandi viðlag, leiðinda texti og söngurinn!

Hvaða hvaða. Stand by your man með Tammy Winette er sígilt lag með fallegum boðskap um að konur eigi nú að vera undirgefnar manni sínum og standa með honum í blíðu og stríðu. Hvað er fallegra en það?

‹Klæðir sig í skothelda brynju og bíður spenntur eftir æðiskasti femínista›

Hvað finnst femínista um lagið This is a Man's World eftir skáldjöfurinn James Brown?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Daman 25/1/04 21:21

Eftir ítarlegar rannsóknir á vinsældalistum hinnar svokölluðu "útvarpsstöðvar" FM957 árið 1992 hef ég komist að þeirri niðurstöðu að lagið No Limits með "hljómsvetinni" 2Unlimited með lélegri lögum sem samin hafa verið í iðrum jarðar og það eina sem náði á yfirborðið

Rakamottur eru sníkjudýr sem þrífast á efri vörum karlmanna og geta verið ansi hvimleiðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Brenjar 25/1/04 21:28

"Úlpan mín" eftir Jón Gnarr

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 25/1/04 21:52

Daman mælti:

Eftir ítarlegar rannsóknir á vinsældalistum hinnar svokölluðu "útvarpsstöðvar" FM957 árið 1992 hef ég komist að þeirri niðurstöðu að lagið No Limits með "hljómsvetinni" 2Unlimited með lélegri lögum sem samin hafa verið í iðrum jarðar og það eina sem náði á yfirborðið

Come on, ef eitthvað er barn síns tíma þá er það Hollenski dútettinn 2 Unlimited sem í upphafi tíunda áratugarins náði að blanda mjög smekklega saman bandarískri housetónlist saman við evrópskt teknó, þannig að úr urðu aðgengilegar afurðir sem runnu ljúflega ofan í pöpullinn. 2 Unlimited lagði þannig grunnin að vinsældum Eurobeat tónlistarinnar sem fram til þessa dags hefur náð mikilli hylli um veröld alla og ekki síst her á landi inn á white trash skemmtistöðum eins og t.d. Victor og Nellies og hvar man ekki eftir stemmingunni á Duus á sínum tíma???

Ég meina...leiðinleg lög..Eitt sinn var stolið vinílsafnplötu sem hét "World´s Worst Records" og ég sakna hennar mikið og þá ekki síst lagsins "Party In My Pants", en í texta þess er ákveðnum líkamspörtum kvenna og karla líkt við súkkulaðitegundir og skyndibitafæði. Ég man eftir einhverri línu sem var svona: I want to get my whooper into your gigntic tootsie roll" og textinn endar á: ...and then nine months later: Out came a baby ruth!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 25/1/04 21:54

Hljómar hressandi

Reach 4 the sky með 2 Unlimited

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 25/1/04 22:39

Ég er á leiðinni og Ó þú koma alltaf út á mér gæsahúðinni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 25/1/04 23:25

Hakuchi mælti:

feministi mælti:

Þó Stand by your man sé með ömurlegri lögum þá finnst mér Húsmæðragarðurinn hafa allt sem lélegt lag þarf að hafa, Þreytandi viðlag, leiðinda texti og söngurinn!

Hvaða hvaða. Stand by your man með Tammy Winette er sígilt lag með fallegum boðskap um að konur eigi nú að vera undirgefnar manni sínum og standa með honum í blíðu og stríðu. Hvað er fallegra en það?

‹Klæðir sig í skothelda brynju og bíður spenntur eftir æðiskasti femínista›

Hvað finnst femínista um lagið This is a Man's World eftir skáldjöfurinn James Brown?

Þegar ég svara þessu ertu einungis búinn að skipta um skoðun fjórum sinnum "Síðast breytt af Hakuchi þann 25/01/04 - 21:58, breytt 4 sinnum samtals"
Hvað varðar James Brown lagið minnir mig að sá texti endi eitthvað á þessa leið,

He`s lost in the wilderness
He`s lost in the bitterness
He`s lost, lost and .....

Kemst a.m.k. ekki í hóp 10 leiðinlegustu hjá mér.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 26/1/04 01:29

Haraldur Austmann mælti:

Ég er á leiðinni og Ó þú koma alltaf út á mér gæsahúðinni.

"Ó Þú" er náttúrulega snilld, þar sem stemming gömludansana er rifjuð upp, a.m.k. sér maður alltaf fyrir sér eitthvað lame hjónaklúbbsball þegar maður heyrir það. Karlar með saltfiskbindi að styðja við axlirnar á kerlingum í rósóttum kjólum. Karlar með kótilettugreiðslu að sjússa sig inn á klósetti og kerlingar með lagningu í hárinu að varalita sig í hnapp inn á klósetti

Ja, þegar maður fer að pæla í leiðinlegum lögum, þá er annars digra sjóði að finna í klósetti íslenskra dægurlaga. Miðjumoðið og hnoðið er með ólíkindum og ég man sérstaklega að maður stirnaði alltaf af pirringi þegar þetta hljómaði í late 80´s: "...það á byggja hérna ráðhús, stolt allra landsmannaaa...aaaha! Hvað hét þetta helvítis lag aftur???

Einnig má bæta því við að ef þið eruð svo heppin að hafa undir höndum upptökur af forkeppnum í Eurovison frá sama tímabili, þá jafnast slíkt á við bestu áramótaskaup. Ég meina: Stebbi Hilmars varalitaður og púðraður og Bjöggi með upprettar ermar á satínjakka...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Urmull_Ergis 26/1/04 06:12

Bíddu við. Eftir Geirmund Valtýsson.

-Textinn röfl, sem hefði getað dottið uppúr vegvilltu leikskólabarni með sólsting. Lagasmíðin sundurlaus hálfvelgja, sett saman af óvitagangi og kunnáttuleysi.

-Að öðruleiti, ljómandi skemmtilegt lag.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 26/1/04 10:58

Tvennu illu er erfitt að gera upp á milli:

Í kartöflugarðinum heima með Árna "Grjótmulningsvél" Johnsen

og

Sjúbídú með Önnu Mjöll Ólafsdóttur Gauks

Þessi lög eru það vond að önnur komast ekki í hálfkvisti við þau. Ekki einu sinni dónalagið "Þeir greiddu í píku" með Brimkló eða HLH flokknum kemst með tærnar þar sem þessi lög hafa hælana.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 26/1/04 23:56

Öll lögin hans Einars Bárða. Það væri dauðsynd að fara þylja upp lagaheitin hér. Allavega er ég farinn. . .

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: