— GESTAPÓ —
Ein andstyggðarvísnagáta að hætti hundsins
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3, 4
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 30/1/04 20:53

Ég vil taka fram að ég sagði ekki að mið væri nálægt, heldur að eitt af þeim "svörum" sem fram er komið væri mjög nálægt hinu rétta. Reyndar fáránlega nálægt, en samt svo fjarri [faraway, so close]. Og já, spurt er um hvorugkynsorð.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 31/1/04 14:35

Horn?

Fyrrum stolið frá oss var. - drykkjarhornum úr Skálholti var stolið í den
Frábær skapar hljóðin. - skemmtileg hljóðfæri, hornin
Sum á skjótum, sum í mar. - skjótar (fljótar) skepnur eru sumar hverjar hyrndar, fiskar og önnur sjávarkikvendi eru einhver hyrnd, sbr. háhyrningur
Sum þau grætur þjóðin. - hmmm...svo misjafnt hvað grætir fólk

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 31/1/04 14:45

Þetta var ég hér að ofan...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 2/2/04 11:42

Þetta eru ekki horn og ekki sjávarspendýr. Góðar tilgátur engu að síður.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 2/2/04 15:53

Fæturnir

Fyrrum stolið frá oss var. - Einu sinni gátum við ekki labbað
Frábær skapar hljóðin. - Klikk klakk klikk klakk
Sum á skjótum, - Sumir labba hraðar
sum í mar. - sumir fara í fótabað
Sum þau grætur þjóðin. - Já það er ekki gott þegar einhver missir fæturna

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 2/2/04 16:22

Ég skal viðurkenna það að það er talsvert til í því sem hlewagastiR segir. Ég hafði bara hreinlega ekki fattað hvað vísbendingarnar gætu átt við margt. Skal það skrifast á mína eigin heimsku og skort á hugmyndaflugi. En það er bara um tvennt að velja, að menn haldi áfram að giska eða ég komi fram með svarið að eigin frumkvæði, en þá eyðilegg ég ef til vill eitthvað fyrir öðrum sem eru ennþá að reyna sig við gátuna.´

Og blástakkur, nei það voru ekki fæturnir sem ég spurði um.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 2/2/04 16:23

Bölvað svindl!

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 2/2/04 16:31

Algert svindl X-)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 2/2/04 16:33

Það er kominn tími til að maðurinn sem þú manst aldrei hvað heitir komi og taki í hnakkadrambið á þér!

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 2/2/04 16:50

Það furðulega er að svarið er í raun komið sem hluti af stærra orði. En sá sem þar giskaði var svo Clueless að ég bara gat ekki gefið honum rétt fyrir það. Og stóra orðið átti bara við um eina vísbendinguna. Skoðið því innkomin svör. Svarið er hérna á þræðinum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 2/2/04 16:56

Færi!!
Það er svarið ‹Stekkur hæð sína - sem er svosem ekki neitt umtalsverð›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 2/2/04 16:57

Er þetta orðið færi?

Fyrrum stolið frá oss var. - tækifæri?
Frábær skapar hljóðin. - hljóðfæri
Sum á skjótum, - að skjóta á færi
sum í mar. - veiðarfæri
Sum þau grætur þjóðin. - tækifæri

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 2/2/04 17:01

Ég var svo spennt að ég gleymdi að rökstyðja svarið:

Fyrrum stolið frá oss var. - það var vinsæl iðja að stela færum og snærum
Frábær skapar hljóðin. hljóð-færi skapa frábær hljóð
Sum á skjótum, sum í mar. -menn skjóta ef færi gefst og dorga í sjó á færi
Sum þau grætur þjóðin. -þjóðin grætur glötuð tæki-færi

Svo er hljóðfæri eitt af þremur samsettum orðum sem fram hafa komið - þetta getur ekki annað en verið rétt, Voffi minn! Hvað fæ ég í verðlaun?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 2/2/04 17:02

Ég var fyrstur með rökstuðninginn!!!

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 2/2/04 17:20

Já svarið var færi og rökstuðningurinn nokkuð réttur hjá báðum. Ég þarf varla að taka fram að færin sem þjóðin grætur eru í hinum ýmsu landsleikjum, nú síðast úti í Slóveníu. En það eru víst engin verðlaun núna, nema það að ég mun vanda mig extra vel næst þegar ég kem með vísnagátu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 8/2/04 01:39

Iss ég vissi það allan tímann.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 9/2/04 19:22

nú, af hverju komstu þá ekki með svarið?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 26/2/04 16:15

Mér finnst ljótt þegar menn svara ekki spurningum!!!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: