— GESTAPÓ —
Enn ein vísnaþrautin, nú er spurt um mann
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 15/1/04 00:04

Varstu með Albínóaheilkenni? (Albino Syndrome)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 15/1/04 10:00

Hehe.

Ég hef greinilega ofgert heilasellum Gestapómanna með þessari vísnagátu. Menn eru bara að missa sig út í deilur um litarhaft eins og hópur af 15 ára stelpum að koma úr ljósum eða spray-tan.

Ok hér er þá önnur vísbending, spurt er um karlmann.

Nú hljótið þið að fara að fatta þetta.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Úrsus Akureyrensis 15/1/04 11:15

Ég held að ekkert okkar hafi grunað eitt augnablik að um kvenmann væri að ræða.

Si hoc legere potes, operis boni in rebus Latinus alacribus et fructuosis potiri potes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 15/1/04 12:27

Er tilfellið það að vísan er samin/lesin af manninum sem um ræðir, þrátt fyrir að hún fjalli um einhvern Aron (sem þá hefur líklega gert umræddum manni eitthvað) ? Sumsé, Aron er ekki maðurinn, en einhver sem þekkir hann er maðurinn ?

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 15/1/04 12:44

Þegar ég samdi gátuna hafði ég áhyggjur af því að hún væri of létt og menn kæmu strax með svarið. Ég sé nú að þær áhyggjur voru ástæðulausar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 15/1/04 12:50

Það svarar ekki spurningu minni !

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 15/1/04 12:51

Ég vil nú ekki gefa of mikið upp þá verður þetta of létt. en ég get þó sagt það að maðurinn hét ekki Aron. Og ég vil taka fram að ég samdi vísuna sjálfur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 15/1/04 13:19

Voffi er þessi persóna eigin hugafóstur hjá þér?

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 15/1/04 13:23

Nei þessi maður var og er velþekktur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 15/1/04 17:22

Jarma, væla og heimta hint.
"Er hann ekki mennskur?"
Eitt get ykkur kannski kynnt.
Karlinn var íslenskur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Güber 15/1/04 18:30

voff mælti:

Upp, upp, upp, hér Aron hleypur.
Heldur betur eftir oss.
Eftir lygar, fals og fleipur.
Fékk að bera þungan kross.

Sá látni íslenski maður sem mest hefur verið í umræðunni að undanförnu er Halldór Laxness og er hann því mín ágiskun.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 15/1/04 23:31

Aron í Kauphöllinni?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 16/1/04 09:38

Þetta var hvorki Halldór Laxnes né Hallgrímur Pétursson. Áður er fram komið að maðurinn hét ekki Aron og því kemur Aron í kauphöllinni ekki heldur til greina.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 16/1/04 09:40

Er þetta Martha Stewart.

Aron er þín þýðing á Enron??

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 16/1/04 09:44

Áður er komið fram að spurt er um íslenskan karlmann sem er látinn. Ég hef að vísu ekki gáð ofan í buxnastrenginn hjá Mörtu eða spjallað við hana, en tel þó nokkuð öruggt að hún uppfylli ekki þessi skilyrði.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 16/1/04 09:48

óóó ég sem hélt að það væri búið að nefna alla íslendinga lífs eða liðna.

Þá segji ég bara Gvendur Jaki.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 16/1/04 09:56

Ekki var það jakinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 16/1/04 15:17

Þetta virðist ætla að reynast erfiðara fyrir Gestapóliða en ég átti von á => hér er hint. Maðurinn var á sinni tíð einn af valdamestu mönnum landsins. Honum entist hins vegar ekki ævin til að njóta valdanna.

LOKAÐ
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: