— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra sveita sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 446, 447, 448 ... 455, 456, 457  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/4/06 15:50

Fuglar skríkja skrækum rómi
skallapopp og rokk.
Finnst að brátt á flugi sómi,
fjaðravængjalokk.

Ég er stirður, stend mig ei,
í stuðladansi ljóða.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 19/4/06 17:03

Ég er stirður, stend mig ei,
í stuðladansi ljóða.
Skundum þá saman, skrattagrey,
í skóla Ara fróða.

Margir kunna mikinn leir
að möndla sér í gríni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/4/06 21:42

Margir kunna mikinn leir
að möndla sér í gríni.
Þeir láta flakka ljóðageir,
svo ljúft í eggjum hvíni.

Rímnahviðan, hvöss sem sverð
hvín svo beitt og fín.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 19/4/06 21:44

Rímnahviðan, hvöss sem sverð
hvín svo beitt og fín.
Vísan er af Guði gerð
görótt líkt og vín.

Spjalla hérna spjátrungar
spaklega á kvöldin.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/4/06 21:47

Spjalla hérna spjátrungar
spaklega á kvöldin.
Kyrja ákaft kvöldpungar,
sá kaldi tekur völdin.

Kalda bjórin kneifa hratt,
kjarnadrykkjasæla.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 19/4/06 21:51

Kalda bjórinn kneifa hratt,
kjarnadrykkjasæla.
Haraldur á hausinn datt
heilaslettuæla.

Vitið farið varla tjón,
verra þó með pelann.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

"Vitið farið, varla tjón,
verra þó með pelann"
segir gamli séra Jón
& sýnir á sér delann.

Vildirðu ekki hafa botninn einhvernveginn svona, Haraldur ? :
-------------------------
Frost & snjó sig framaní
funans geislar byrsta

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
lappi 20/4/06 13:32

Frost & snjó sig framaní
funans geyslar birsta
það er lífsins lotterí
er læki og tjarnir frista.

Fögur mér byrtist fjallasín
fannarák í efstu hlíðum,

lappi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 20/4/06 15:18

Gnýstuðlarnir lappi.

Jú Z. Natan, akkúrat svona.

Frost & snjó sig framaní
funans geislar byrsta.
Sólin mætt að sunnan í
sumardaginn fyrsta.

Göngum saman glöð og kát,
gegnum bæinn vinir.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
lappi 20/4/06 17:41

Göngum saman glöð og kát
gegnum bæinn vinir
lappi karl er bar'á bát,
en bagsar eins og hinir.

Lotinn gamal gengur maður
göngustiginn heim á leið,

lappi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 20/4/06 20:04

Gæla hér við góða botna
gumar býsna hýrir
Vondir menn í víti rotna
verða heldur rýrir

Fyrripörtum fylgja oft
furðuvondir botnar

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
lappi 20/4/06 20:37

Fyrripörtum fylgja oft
furðulegir botnar
svo er í þeim lítið loft
læri sá er drottnar.

Dagur senn að kveldi kominn
kostulegt er viðhorf hér.

lappi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 20/4/06 20:57

Bannað að breyta!

Fyrripörtum fylgja oft
furðuvondir botnar
Hlebbi fer í háaloft
hérna reiður drottnar.

Þessi var víst þokkalegur,
þykist ég nú viss um.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 21/4/06 01:02

Þessi var víst þokkalegur,
þykist ég nú viss um.
jafnan vagninn Jarmi dregur
játast aðeins hryssum.

pjakkar vilja píku fá
perrar rassa þyggja

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 21/4/06 01:12

pjakkar vilja píku fá
perrar rassa þyggja
(ef að taka' á aftan frá
að ýmsu þarf að hyggja)

býð ég dónum bara að
botna þennan partinn

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 21/4/06 02:18

býð ég dónum bara að
botna þennan partinn
Kvenfólk hingað kom í hlað,
en kerlur litu vart inn.

Yfir kaldan eyðilút,
einn um nótt ég sveima.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/4/06 10:58

Yfir kaldan eyðilút,
einn um nótt ég sveima.
Gambra hef ég góðan kút,
Gestapó er heima.

Rætur vísna vísa djúpt,
vaxa kvæðablöðin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 21/4/06 15:28

Rætur vísna vísa djúpt,
vaxa kvæðablöðin.
Höfði mínu hef ég drúpt,
hnífsins- fyrir -blöðin.

Listinn núna langur er
af ljóðum allra sorta.

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 446, 447, 448 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: