— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra sveita sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, ... 455, 456, 457  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 12/1/04 12:39

upp í loftið flýgur fugl
fyrir utan glugga
Sorgmæddur hann syngur rugl
sjálfsagt má hann hugga.

Vel mér líst á þennan þráð
það er bót af honum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Úrsus Akureyrensis 12/1/04 12:58

Vel mér líst á þennan þráð
það er bót af honum.
Allt er þetta skjalfest, skráð,
af skáldelskandi konum.

Nú býð ég öllum glögg í glas,
gaman er að drekka.

Si hoc legere potes, operis boni in rebus Latinus alacribus et fructuosis potiri potes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 12/1/04 13:07

Nú býð ég öllum glögg í glas,
gaman er að drekka.

Það skerpir lund og skreytir fas.
Skál! í átt til Mekka.

kannast kvæðasmiðir við
klámvísur um fræga menn?

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Lyra 12/1/04 13:52

Tilvitnun:

kannast kvæðasmiðir við
klámvísur um fræga menn?

Heyri nokkrar við og við
vísnafáki á ég renn.

Hannes Giss, já vertu viss
veldur risi litlu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Úrsus Akureyrensis 12/1/04 14:09

Hannes Giss, já vertu viss
veldur risi litlu.
Ekkert 'jizz', pínu piss
potast út úr titlu.

Þjóðarskútan, mastra mjóa,
mjakast út á hlið.

Si hoc legere potes, operis boni in rebus Latinus alacribus et fructuosis potiri potes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 12/1/04 16:53

Þjóðarskútan, mastra mjóa,
mjakast út á hlið.
Stefnir út í Faxaflóa,
ferst þar; líka við.

Orðtök eru einskis nýt
oft má saltkjöt liggja

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 12/1/04 17:46

Orðtök eru einskis nýt
oft má saltkjöt liggja
haggis því af hörku bít
hamast við að tyggja

tópaki ég treð í nös
tað ó! kostaríka!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 12/1/04 18:23

tópaki ég treð í nös
tað ó! kostaríka!
Veitist einnig ímis gös
út ég glaður fríka.

Nú er úti ofsahríð
ísing línur sligar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Úrsus Akureyrensis 12/1/04 18:44

Nú er úti ofsahríð
ísing línur sligar.
En stjórnin áfram landsins lýð
lætur þola lygar.

Hún segir veðrið vera gott,
og vor á næsta leiti.

Si hoc legere potes, operis boni in rebus Latinus alacribus et fructuosis potiri potes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 12/1/04 20:49

Hún segir veðrið vera gott,
og vor á næsta leiti.Mánin uppi með sitt glott
myrkar lítur sveitir

Á gulum snjónum gæddu þér
gæðin muntu finna

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 12/1/04 20:58

Á gulum snjónum gæddu þér
gæðin muntu finna
Skrifa nafn og skemmti mér
í skafl með gleði pinna.

Gullna reglan Grænlands mun
gulan snjó að varast

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 12/1/04 22:19

Gullna reglan Grænlands mun
gulan snjó að varast
ef þú hefur illa grun
eta skalt sem sparast

eskimóinn yfir snjó
elti mjóa bráð

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 12/1/04 22:39

eskimóinn yfir snjó
elti mjóa bráð
oní vök hann datt og dó
dæmigert ó ráð.

Veiðimannsins víti ber
varast eftir föngum

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 12/1/04 22:45

Veiðimannsins víti ber
varast eftir föngum
vök ef sér þá vitur fer
varlega í göngum

hált á svelli svögu er
svelgir hafið marga

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/1/04 22:57

hált á svelli svögu er
svelgir hafið marga
Efað björn í fjarska fer
farðu þá að garga

Náðí riffil hladdu hólk
hætta erí fjarska

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 12/1/04 23:37

Náðí riffil hladdu hólk
hætta erí fjarska
Varst skalt að skjóta fólk
slíkt er talið hjarska.

Miða vel og vanda val
veiðimanns er siður

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 13/1/04 00:29

Miða vel og vanda val
veiðimanns er siður
áður en hann skjóta skal
skarfinn yngsta niður.

Best er þó að kaupa ketið
kaupmanninum hjá

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 13/1/04 09:34

Best er þó að kaupa ketið
kaupmanninum hjá

fara með það beint í fletið
festa tönn þar á

hangikjöt er herrafæða
hitt er verra

LOKAÐ
        1, 2, 3, ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: