— GESTAPÓ —
Vínklúbbur Baggalúts
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Úrsus Akureyrensis 9/1/04 20:01

Held það sé kominn tími á að stofna vínklúbb, sem er sérstaklega fyrir áfengi í fínni kantinum.
Hverskonar áfengi er á boðstólum hjá yður?
Er að hugsa um að opna Cabernet Sauvignon frá Chile (Santa Ines 2001) til að hafa með flatbökunni.

Si hoc legere potes, operis boni in rebus Latinus alacribus et fructuosis potiri potes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 9/1/04 22:40

AHH ´79 Stoli fyrir mig.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 10/1/04 00:40

‹Ljómar upp›
Rúðuúði og frostlögur, fyrir mig, þvílíkar lystisemdir!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 10/1/04 01:40

Ég fæ mér bara kaffi...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 10/1/04 08:02

Brennivín.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Brenjar 10/1/04 11:39

Cordier Collection Privée Bordeaux er einstaklega gott hvítvín frá Frakklandi. Ég mæli með árgerð 1997. Auk þess má nefna Johnnie Walker; Black Label þegar talað er um góð vín.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Blámann 10/1/04 11:46

Ég er reyndar útnesjamaður og drekk því allt sem er á boðstólum. Hinsvegar get ég bent á að allt það sem kemur frá hinum ástraslska Lehman er fjári gott - þó ótækt sé að drekka vín sem er kennt við markmann Nallana.

Að lokum; hefur fólk gert sér almennilega grein fyrir hversu góð hljómsveit Red hot chili peppers er. Veit t.a.m Enter það?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
SlipknotFan13 10/1/04 13:14

Ískaldur Túborg í plasti á diskinn minn!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 10/1/04 13:19

Einmalta viskí eða gamalt koníak. Bregðist það má notast við hvað sem er.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarfi 10/1/04 13:35

Tequila fyrir mig takk.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/1/04 14:17

Álaborgar ákavíti fyrir mig, en ég er svo sem til í að drekka flest það sem yrði í boði.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 10/1/04 17:15

Nei, bara meira kaffi handa mér

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 10/1/04 18:37

Haraldur Austmann mælti:

Einmalta viskí eða gamalt koníak. Bregðist það má notast við hvað sem er.

Tek undir með Austmanninum, eða réttara sagt tók undir með honum. Það er búið að setja mig í koníaksbann eftir neyslu síðasta fimmtudags. Missti úr næstum 2 daga á Baggalút eftir það koníakskvöld. Einmalta viskí verður áfram drukkið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 10/1/04 18:44

Gleymdi aðalatriðinu; Hvannarótarbrennivíni. Ég heyrði í fréttum að í Noregi (minnir mig) stæði til að búa til heilsuvörur úr íslensku hvönninni. Getið þið þá ekki ímyndað ykkar hvers konar heilsudrykkur Hvannarótarbrennivín er? Það verður einhver að fara að brugga það aftur. Getum við ekki stofnað áfengisframleiðslumálaráðuneyti Baggalútíu?

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Klobbi 10/1/04 20:36

Ég ef einfaldan smekk, ég vil aðeins það bezta.
Ég drekk bara landa frá Kópavogi sem ég fæ sérlega sendan úr Hamraborg. Landi þessi hefur afar höfugan keim og skemmtilegt eftirbragð, sér í lagi blandaður í Diet Appelsín. Það er ekki hja´því komist ða þvílíkt fagurfræðilegt þrekvirki sem Hamraborgin er inspíreri landabruggarann minn, og ég segi að ég bergi á sjálfum anda Hamraborgarinnar þegar ég drekk landann minn. Já þetta er póetískur landi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 10/1/04 20:38

Ert þú arkítekt?

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Klobbi 10/1/04 22:49

Við erum öll arkitektar á einn eða annann hátt.

Ég er kanski ekki með próf í arkitektúr, en ef svo væri þá myndi ég hanna allt líkt og Hamraborgina í Kópavogi.

Guð blessi Kópavog og Hamraborgar landann.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 10/1/04 23:04

Hamraborgin rís há og fögur
held mig inni eftir fjögur...

LOKAÐ
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: