— GESTAPÓ —
þýðing á texta lags - gáta
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 9/1/04 12:23

Nú ætla ég að þýða smá kafla úr lagi einu sem mér þykir ákaflega gott og megið þið reyna að giska á hvaða lag þetta er og eftir hvern.

Jæja, sverðgleypinn, hann kemur til þín
og krýpur á kné
hann krossar sig
og síðan smellir saman háu hælunum
og án frekari fyrirvara
spyr þig hvernig þér finnst þetta
og segir, "hér færðu kokið til baka
takk fyrir lánið"

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Úrsus Akureyrensis 9/1/04 12:27

Er þetta ekki Ballaðan um manninn magra eftir Róbert Diljan?

Si hoc legere potes, operis boni in rebus Latinus alacribus et fructuosis potiri potes
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 9/1/04 12:37

Jú, rétt er það...þetta er Ballad of a Thin Man eftir Bob Dylan...ansi skemmtilegur texti...ef þú hefðir ekki svarað þessu svona fljótt, þá ætlaði ég að þýða annan bút, sem er eftirfarandi:

Now you see this one-eyed midget
Shouting the word "NOW"
And you say, "For what reason?"
And he says, "How?"
And you say, "What does this mean?"
And he screams back, "You're a cow
Give me some milk
Or else go home"

En allavega vel gert, þú ert greinilega ekki bara vel lesinn, heldur líka vel hlustaður :)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Úrsus Akureyrensis 9/1/04 13:15

Ég fæ þá kannské að koma með annan bút (þetta held ég reyndar að hafi verið þýtt á íslensku áður, en ég á þá útgáfu ekki. Sú er eflaust betri):

Blindandi skilti blikka,
flökta, flökta, flökta, bamm! Pá, pá!
Hræðir stiginn Danna djarfa sem er þar?
Læm og gegnsæ græn, hljóðin umhverfis
ísköld vötnin neðan
Læm og gegnsæ græn, hljóðin umhverfis
ísköld vötnin neðanjarðar

Si hoc legere potes, operis boni in rebus Latinus alacribus et fructuosis potiri potes
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 9/1/04 13:42

Ég held ég verði að fá einhverja vísbendingu, ég stend á gati...hljómar samt kunnuglega þetta Pá Pá :)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Úrsus Akureyrensis 9/1/04 14:25

Lagið var gefið út á fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar sem flytur lagið, árið 1967. Hljómsveitin er bresk.

Si hoc legere potes, operis boni in rebus Latinus alacribus et fructuosis potiri potes
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 10/1/04 10:30

Astronomy Domine, eftir Syd Barrett og flutt af eðalsveitinni Pink Floyd. Platan heitir The Piper at the Gates of Dawn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Úrsus Akureyrensis 10/1/04 14:20

Akkúrat! Einhverjir tóku sig víst til og íslenskuðu allan diskinn. Kannast einhver við þetta? Ég hef aðeins heyrt brot af honum, vildi gjarnan heyra meira.

Si hoc legere potes, operis boni in rebus Latinus alacribus et fructuosis potiri potes
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 10/1/04 14:25

Nei, það hef ég ekki heyrt. Það er gaman að glíma við svoleiðis en fáum gefið að gera það vel.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 10/1/04 20:31

78 snúninga?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 10/1/04 20:35

Vaxhólkinn maður, vaxhólkinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 10/1/04 20:44

‹Edison snýr sér svo hratt í gröfinni að eigi festir á hana snjó›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Úrsus Akureyrensis 10/1/04 23:59

Úff já plötuna auðvitað. Maður er orðinn svo gegnsýrður af þessu nútímadóti öllu að maður hálfpartinn gleymir því að eitt sinn var tónlistin spiluð af plötum. Það var einmitt fyrir ekki allt of löngu síðan sem ung stúlka togaði í ermina mína og spurði mig hvaðan ortakið "eins og rispuð plata" væri komið. Hún hafði engan skilning á þessu, og þetta minnti mig á þegar ég fór sjálfur að leita að uppruna orðtaksins "að hafa tögl og hagldir".

Varðandi íslensku plötuna, þá held ég að hún sé til á Ríkisútvarpinu. Að minnsta kosti hef ég heyrt eitt eða tvö af þessum íslenskuðu lögum á Rás 2. Ef ég man rétt (og þetta er örugglega vitlaust hjá mér) þá er hljómsveitin af Austfjörðum, og platan var gefin út '68 eða '69, þ.e. nokkuð stuttu eftir að orginallinn kom út. Maður ætti kannski að bjalla á þá við tækifæri.

Si hoc legere potes, operis boni in rebus Latinus alacribus et fructuosis potiri potes
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 11/1/04 00:09

Verandi Austmann þá get ég ekki alveg áttað mig á því hvaða hljómsveit af Austfjörðum ætti að hafa gert þetta á þessum tíma. Það væri þá einna helst að hún væri frá Norðfirði (Smári Geirsson og félagar) eða jafnvel Seyðisfirði (Gylfi Gunnars og Maggi Einars). Aðrir voru frekar uppteknir af Shadows og Hermans Hermits.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 11/1/04 01:19

Má ég þá koma með texta? Ókei, hér kemur léleg þýðing:

Fyrir utan hefur annar gulur máni
markað holu í næturstund, já
Ég klifra út um gluggann og niður á götu
Ég glampa eins og ný króna
Neðanjarðarlestarnar eru fullar af öllum þessum Brooklyn stelpum
Þær rembast svo mikið við að brjótast úr þeirra litlu heimum.

Þú veifar hendi og þær tvístrast eins og krákur
Þær hafa ekkert sem mun nokkurn tíma fanga hjarta þitt
Þær eru bara þyrnar án rósar
Varaðu þig á þeim í myrkrinu
Ó ef ég væri sá sem þú myndir velja til að hafa við hlið þér
Ó elskan, heyrir þú ekki í mér, heyrir þú ekki í mér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 11/1/04 01:23

Góð þýðing. Downtown train með Tom Waits.

En þetta?

Það er ekki fölur máninn sem kveikir í mér
sem hrífur mig og heillar, ó nei..
Það er bara nærvera þín.

Það eru ekki fallegu orðin þín
sem veita þennan unað, ó nei.
Það er bara nærvera þín.

Þegar þú ert í örmum mínum og ég finn þig svo nærri mér
rætast allir mínir villtustu draumar.

Ég þarfnast ekki daufra ljósa til að hrífast
en ef þú bara leyfir mér
að halda þér svo fast
og finna í nóttinni nærveru þína.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Úrsus Akureyrensis 11/1/04 16:53

Austmannsins kvæði held ég að ungfrú Nóra Jóns hafi sungið. Er ekki með diskinn við höndina en þetta hljómar kunnuglega. Held þetta sé þó ekki eftir hana upprunalega.

Si hoc legere potes, operis boni in rebus Latinus alacribus et fructuosis potiri potes
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 11/1/04 17:57

Úrsus Akureyrensis mælti:

Austmannsins kvæði held ég að ungfrú Nóra Jóns hafi sungið. Er ekki með diskinn við höndina en þetta hljómar kunnuglega. Held þetta sé þó ekki eftir hana upprunalega.

Já, hún söng það en svo er um fleiri. Held ég geti fullyrt að þeir sem sömdu það, fluttu það aldrei.

     1, 2  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: