— GESTAPÓ —
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 8/1/04 16:29

Vestræn borg í ríkjum banda.
Bragðast mér í munni létt.
Heimsókn fékk frá helgum anda.
Höldin frægu þóttu rétt.
‹Sömu gömlu reglurnar, svörin eiga að vera rökstudd›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 8/1/04 23:18

voff mælti:

Vestræn borg í ríkjum banda.
Bragðast mér í munni létt.
Heimsókn fékk frá helgum anda.
Höldin frægu þóttu rétt.
‹Sömu gömlu reglurnar, svörin eiga að vera rökstudd›

Gæti þetta verið borgin Sacramento?

Vestræn er hún, bæði í þeim skilningi sem við oftast leggjum í hugtakið og svo er hún líka á vesturströnd Bandaríkjanna, eða ríkja banda..

Oblátur eru léttar í munni og „heimsókn fékk frá helgum anda“ gæti vísað til sakramentisins, samanber að meðtaka heilagan anda þegar gengið er til altaris.

Höldin frægu veit ég hinsvegar ekkert hvað eru eða hvers þau eiga að vísa til.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 9/1/04 10:07

Nei, ekki er það Sacramento

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Úrsus Akureyrensis 9/1/04 12:18

Er þetta kannski Nýja Jórvík, stóra eplið? Mér finnast epli svo góð.

Si hoc legere potes, operis boni in rebus Latinus alacribus et fructuosis potiri potes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 9/1/04 12:53

Ekki er það New York.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 10/1/04 00:20

Salt Lake City! Þar eru fjölmennir fylgjendur Joseph Smith sem fékk heimsókn frá helgum anda og stofnaði Kirkju hinna síðari (seinni?) daga heilögu eða Mormónasöfnuðinn. Salt er létt í munni (ef maður lætur ekki mikið af því upp í sig) og höldin munu vera öll framhjáhöldin sem mormónar stunda, þrátt fyrir að eiga margar kellingar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 10/1/04 00:27

Detroit??

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 12/1/04 10:37

Maryland.

Fylkið, kexið góða, jesúsarmamma og Maryland-réttarhöldin yfir leyniskyttunum (reyndar haldin í Virginíu).

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 12/1/04 11:07

Nei, þetta er ekki Salt Lake City, Detroit, eða Maryland. Áfram heldur því leikurinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 12/1/04 11:19

Vestræn borg í ríkjum banda. Marylin
Bragðast mér í munni létt. Marylin súkkúlaði
Heimsókn fékk frá helgum anda. María mey
Höldin frægu þóttu rétt. 90-60-90 ummál Marylin

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 12/1/04 11:22

Nokkuð góð ágiskun Nykur, en ekki það sem ég hafði í huga. Áfram er haldið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Lyra 12/1/04 15:47

Vestræn borg í ríkjum banda. Los Angeles
Bragðast mér í munni létt. Englar eru léttir
Heimsókn fékk frá helgum anda. Englar eru útsendarar
Höldin frægu þóttu rétt. Réttarhöld eru mörg fræg þar í bæ.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 12/1/04 15:55

Nei, ekki er það Los Angeles

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 12/1/04 17:40

Er þetta kannski borgin Salem?

Bandarísk, full af oftækistrú (enda bandarísk), tónakið Salem er af léttu gerðinni og höldin frægu og réttu munu vera réttarhöldin yfir nornunum sem þar áttu að vera.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 12/1/04 18:00

Glæsilegt, mjög glæsilegt Haraldur. Heimsókn fékk frá helgum anda var tilvísun í Jesú og endalok hans. Salem Lights eru náttúrulega víðfrægar sígarettur og þar er tilvísun í létt bragð í munni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 12/1/04 18:02

Takk, takk, takk.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 9/2/04 19:28

Velkomið

LOKAÐ
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: