— GESTAPÓ —
Kjarnyrtasta köpuryrðið
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Afbæjarmaður 18/12/03 11:24

Sagt á sjó við skipstjórann: Þú ert bara BÓNDI.

Áhöfnin fölnaði og sagði í hálfum hljóðum að svona mætti ekki tala.
Þetta væri fullgróft.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 18/12/03 12:59

Anonymous mælti:

Sagt á sjó við skipstjórann: Þú ert bara FÆREYSKUR BÓNDI.

Áhöfnin fölnaði og sagði í hálfum hljóðum að svona mætti ekki tala.
Þetta væri fullgróft.

Þetta er nú grófara.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 18/12/03 16:24

En hvað með orð sem eru venjulega ekki skammmaryrði, nema þegar þau eru sett saman. Sbr. t.d. orðin Gísli og Marteinn. Sitt í hvoru lagi virka þau ekki, en saman eru þau mjög niðurlægjandi fyrir þann sem þeim er beint að sbr: "Þú ert bara alger Gísli Marteinn"

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 18/12/03 22:09

voff mælti:

En hvað með orð sem eru venjulega ekki skammmaryrði, nema þegar þau eru sett saman. Sbr. t.d. orðin Gísli og Marteinn. Sitt í hvoru lagi virka þau ekki, en saman eru þau mjög niðurlægjandi fyrir þann sem þeim er beint að sbr: "Þú ert bara alger Gísli Marteinn"

Þetta gildir líka um nöfnin Hannes og Hólmsteinn. Jafnvel enn verra en Gísli og Marteinn. Hvernig væri svo að bæta Færeyjum við, t.d: Þú ert alger Hannes Hólmsteinn, Færeyingurinn þinn!
Eða: Færeyski Hannes Hómsteinn!!!!!!
Verður það mikið verra?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 18/12/03 23:36

Hérna hlewagastiR minn er vasaklútur, sníttu þér og reyndu að anda djúpt.
Það dregur úr ekkasogonum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 19/12/03 03:31

Horgemlingur hefur mér ætíð þótt einkar niðrandi. Best er þó að stuðla það og segja helvítis horgemlingur. Ágætisorð yfir foringjasleikju er síðan dindilmenni

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Smali 19/12/03 08:59

Þegar ég var að alast upp fyrir margt löngu var sænskur maður illur.

Þegar ég var að alast upp...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 19/12/03 11:45

Ég hallast að orðunum "bölvaður drulluháleisti".

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 19/12/03 17:13

Styggðaryrði eru væntanlega nötuð til þess að koma viðkomandi persónu úr augsýn sinni, sumir eru t.d of uppáþrengjandi og eru þá "Viðloðunarviðbjóðslegir" en einhverntímann sagði maður: "Blessaður farðu og rokkaðu með þroskaheftum í Tónabæ!" Man einhver eftir þessu???

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 19/12/03 19:39

Já, ég man líka þegar við Kolbeinn fundum þrælaskipið í Rauðahafi eins og segir í ferðasögu minni "Kolafarmurinn". Þá gargaði Kolbeinn á eftir einum kaupmanninum: "Gráloðna, grútskítuga, grindhoraða grásleppa og skemmdi skyrhákarl" og þegar við vorum í stofufangelsi Inka í Perú, þá uppgötvaði ég hvernig sólmyrkvi gæti veitt okkur frelsi og við það féll á mig værð og ég lét mig falla ofan í dúnflet. Kolbeinn verður forviða og spurði: "Hvernig geturðu legið þarna í makindum eins og á Mæjorka?"

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 19/12/03 19:45

mér hefur alltaf fundist "spéfugl" hæfa sem köpuryrði þegar menn eru að rökræða á hámenntuðu nótunum

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Klobbi 22/12/03 15:09

Það er eru mörg snöfuryrðin sem koma til greina.

Vil ég benda á eftirfarandi orð:

Skitugemsi

Kjánaálfur

Hórkarl

Hórkerling

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 23/12/03 06:09

Hvað með tvö gömul og góð:

Kúkalabbi og gerpi!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 23/12/03 11:39

Ef leita á svosem eins og 1000 ár aftur í tímann má benda á taðskegglingur

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Klobbi 23/12/03 13:23

Nei, nei, nei kæri Vladimírþað má alls ekkinota Té-orðið. Það verðru að sýna Enter nærgætni, því hann er jú einn Té-orðið

Vladimir Fuckov mælti:

Ef leita á svosem eins og 1000 ár aftur í tímann má benda á taðskegglingur

Og þá er hin heilagasta hátíð rennur í garð þá er best að vitna í Einar Ben.

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti,sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka

hvað Vladímír myndirðu til dæmis gera ef hann Enter gengi framfyrir ætternisstapa, vegna óvarlegrar orðnotkunnar þinnar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 23/12/03 15:53

Enter er harður af sér enda maður með virðulega og karlmannlega rödd eins og heyrist af upplestri jólakveðja. Hann mun ekki taka þetta nærri sér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 23/12/03 18:49

einhver maður er fuglslegur

Hann Enter var nú einusinni bassinn í drengjakór Kirkjubæjarklausturs held ég. Ætíð þekktur sem djúpraddaður maður og hýr.

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Urmull_Ergis 24/12/03 02:51

-Hvað með skammaryrði eins og "jólasveinn", "uxaskalli", "apaköttur,(ég tek það ætíð mjög nærri mér)", "þurs" ,"blöðruselur" og síðast en ekki síst "Skaftfellingur"

        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: