— GESTAPÓ —
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Guðmundur hinn góði 14/12/03 12:02

Í eftirfarandi sögu er ein rökleysa, þrautin er að finna rökleysuna.

Sendið mér einkaskilaboð með svarinu til að eyðileggja ekki skemmtunina fyrir öðrum sem að vilja spreyta sig við þrautalausn.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Tilvitnun:

Þessi saga gerist í Frakklandi á tímum fallaxarinnar:

Það var sunnudagur og kona bað mann sinn um að koma með sér í kirkju, eitthvað var maðurinn tregur til vegna þreytu en á endanum fæst hann til þess að koma með.
Í kirkjunni sofnar maðurinn og fer að hrjóta, konan sem að fer að skammast sín fyrir manninn og slær hann aftan á hálsinn með regnhlíf en svo heppilega/óheppilega vildi til að á nákvæmlega sama tíma var manninn að dreyma að hann væri undir fallöxinni og hún féll á hann í draumnum á sama tíma og konan sló hann. Manninum brá svo að hann fékk hjartaáfall og lét lífið samstundis.

Hvað er rökleysa í þessari sögu. Svör sendist til mín í einkaskilaboði.

Kveðjur, • Guðmundur hinn góði. • Saddam hefur verið handtekinn
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 14/12/03 12:32

Vinsamlega taktu myndina úr undirskriftinni, hún dregur athyglina frá umræðuefninu.

Skrifandi undir síðan 2004
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 14/12/03 20:09

xxxxxxxx og xxxxxxxxx voru ekki í notkun á sama tíma.

Láttu svo höggva af þér þennan haus.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 14/12/03 21:24

Það var nú löngu búið að finna upp regnhlífina í Kína og Japan amk. og alls ekki ólíklegt að slík fyrirbæri hafi getað verið til staðar í Frakklandi seint á 18. öld þar sem Frakkar stunduðu nokkur viðskipti við Asíu, annað hvort beint eða í gegnum aðrar og merkilegri þjóðir á borð við Englendinga, Hollendinga eða jafnvel Portúgala.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Guðmundur hinn góði 15/12/03 11:23

Vinsamlegast giskið í gegnum skilaboð.

En hvað hefði ekki GETAÐ gerst, segjum bara að þetta hafi verið frjálslynd kirkja sem að hafi ekki kynjaskipt og já regnhlífar voru til þarna.

Kveðjur, • Guðmundur hinn góði. • Saddam hefur verið handtekinn
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 15/12/03 14:47

Ertu nokkuð að reyna að fá okkur til að leysa eitthvað skólaverkefni fyrir þig? Lúmski bastarðurinn þinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 15/12/03 14:55

maður deyr ekki í kirkju, hvaða endemis rugl er þetta!

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Guðmundur hinn góði 15/12/03 17:21

Nei hakuchi þetta er ekki skólaverkefni...Enda veit ég lausnina á þessu hehe....

Kveðjur, • Guðmundur hinn góði. • Saddam hefur verið handtekinn
GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 15/12/03 18:17

sneru menn ekki upp í loft þegar þeir fóru í fallöxi => kemur framan á hálsinn en ekki aftan á?

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Von Klinkerhofen 15/12/03 19:00

Regnhlífar á að skilja eftir í anddyrinu því þær eiga ekki heima inni í kirkjum

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 16/12/03 09:14

Það er vísundalega ekki hægt að hrjóta í krirkju.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 16/12/03 18:45

Mann getur jú ekki dreymt sinn eigin dauðdaga - ef það er það sem þú ert að fiska eftir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/12/03 22:52

Ég hef verið skotinn og drukknað í draumi, þannig að ég hlýt að lifa lengi...

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
EyjaSkjeggur 17/12/03 06:44

Sagan getur ekki gerst í Frakklandi því það land var ekki til á tímum regnhlífarinnar. Og svo átti maðurinn enga konu af því að fallöxin hafði þegar drepið hana.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 17/12/03 09:11

Konan var ekki með hendur???

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/12/03 09:22

Jæja Guðmundur, er enginn farinn að nálgast réttu lausnina?

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Smali 17/12/03 09:28

Þetta er nú ekki sérlega flókið strákar mínir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Albert Yggarz 17/12/03 09:37

Karlar elta ekki konur sínar í kirkju, slíkt er ekki merki um karlmensku, en æji fyrirgefiði við erum að tala um Frakka en rétt eins og krakka en ekki alvöru karla. Kona skipar ekki karli fyrir!

‹Fer og ryksugar heimili skúringakonunnar áður en unnið er að uppvaski í húsi heimilishjálparinnar›

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: