— GESTAPÓ —
Hver er lykillinn
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 12/12/03 13:45

Úrsus Akureyrensis mælti:

Er lykillinn að bókmenntaverki/verkum?

Ef já: Er þetta lykill að verkum Halldórs Laxness? Eða þá Hringadróttinssögu?

nei

Hrossabrestur Lúmski mælti:

Er þessi lykill orð?

nei

Júlíus prófeti mælti:

Gengur lykillinn ef til vill að myndútsendingum?

nei, þetta er ekki neinskonar myndlykill

dordingull mælti:

Gengur hann að skrá?

Nei, þetta er ekki sú tegund af lykli sem gengur að skrá.

Gagnvarpið er komið til að vera
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 12/12/03 13:46

Golíat mælti:

Er þetta greiningarlykill td plöntu- eða skordýra?

nei

EyjaSkjeggur mælti:

er þetta lykill að útidyrahurð heimils þíns ?

nei

Gagnvarpið er komið til að vera
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/12/03 14:44

Er þetta lykill að velgengni?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 12/12/03 14:49

Er þetta huglægur lykill?

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Hrossabrestur Lúmski 12/12/03 14:54

Er þetta lykill að skírlífisbelti?

Með lymsku skal land byggja.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 12/12/03 15:45

Er likilinn í laginu eins og greiðslukort?

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Ormlaug 12/12/03 15:56

Hafa flestir séð svona lykil?

Fegurðin kemur að innan! • Heimska anórexíu beyglan þín!!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 12/12/03 16:01

Skabbi skrumari mælti:

Er þetta lykill að velgengni?

nei

Mikill Hákon mælti:

Er þetta huglægur lykill?

Nei (var ég ekki búinn að svara þessu)

Hrossabrestur Lúmski mælti:

Er þetta lykill að skírlífisbelti?

nei (ég á þá eftir að finna téð belti)

Dr Zoidberg mælti:

Er likilinn í laginu eins og greiðslukort?

nei ( hvernig er það annars með þett Y leysi hjá þér Zoidberg, klipptirðu óvart ufsilonið af lyklaborðinu þínu? Það hlýtur að vera erfitt fyrir krabbadýr að rita á tölvu)

Ormlaug mælti:

Hafa flestir séð svona lykil?

Já, ég leyfi mér að fullyrða að allir sem hér á þessum þræði hafi séð slíkann lykil! - að því gefnu að þeir hafi sjón að sjálfsögðu

(og núna hljótið þið að fara að komast á sporið)

Gagnvarpið er komið til að vera
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 12/12/03 16:17

Er likilinn úr málmi að einhverju eða öllu leiti?

Táknmind firir uppsilón er enn á liklaborði voru en ég hef tekið ákvörðum um að leggja af notkun þess enda er hinn ágæti stafur "i" sem hefur nákvæmlega sömu merkingu í íslenskri tungu. Aftur á móti þori ég hraðriturnar keppni við þig hvenær sem er þrátt fyrir að liklaborð sé hannað firir fingur en ekki klær

Dr. Zoidberg heilbrigðisráðherrann sem er hættur að skrifa með uppsilóni
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 12/12/03 17:48

Er þetta skrúflykill?
Skiptilykill?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 12/12/03 17:51

Kannski topplykill?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 12/12/03 20:06

G-lykill

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Úrsus Akureyrensis 12/12/03 20:20

Er þetta ef til vill lykilorð?

Si hoc legere potes, operis boni in rebus Latinus alacribus et fructuosis potiri potes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 12/12/03 21:01

Er lengd lykilsins meiri en 10 cm ?

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 12/12/03 21:50

Bíllykill?

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Hrossabrestur Lúmski 13/12/03 02:43

Kemst hann í vasa þinn?

Með lymsku skal land byggja.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 13/12/03 14:48

Dr Zoidberg mælti:

Er likilinn úr málmi að einhverju eða öllu leiti?

nei

Sverfill Bergmann mælti:

Er þetta skrúflykill?
Skiptilykill?

nei

Órækja mælti:

Kannski topplykill?

nei

feministi mælti:

G-lykill

nei, en þú ert að verða heit

Úrsus Akureyrensis mælti:

Er þetta ef til vill lykilorð?

nei

Vladimir Fuckov mælti:

Er lengd lykilsins meiri en 10 cm ?

nei

Hakuchi mælti:

Bíllykill?

nei (en naumast hvað þú ert orðinn fínn!)

Hrossabrestur Lúmski mælti:

Kemst hann í vasa þinn?

Já (ég gæti sett hann þangað ef ég vildi)

Gagnvarpið er komið til að vera
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 13/12/03 14:53

Da Vinci Lykillinn?

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: