— GESTAPÓ —
Dánarleiðrétting
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 3/12/03 12:52

Komið þið hjartanlega sælir félagar,

mikið sem það hlýjar manni um hjartaræturnar að ganga hér um baggalútinn á ný.
Mörg ykkar muna sjálfsagt eftir mér en önnur ekki og verð ég að biðja þau síðarnefndu að fyrirgefa mér að ég beini orðum mínum til þeirra sem til mín þekkja.
Eins og þið munið væntanlega þá hvarf ég sjónum fyrir nokkru síðan og hef verið fjarri góðu gamni síðan. Þetta var allt hið vandræðalegasta mál og vonast ég til að varpa hér nokkru ljósi á atburðarásina.
Þetta byrjaði í raun allt í Köben, danska krúnan hafði þá nýverið meinað mér að stunda viðskipti í Danmörku og greip ég þá til þess ráðs að hefja framleiðslu "ÚltraKóbalts" fæðubótarefnis sem á sér engan sinn líka. Það seldist vægast sagt vel og sem ötull neytandi þess fékk ég fljótt hinn fagurbláa ljóma sem sést vel á mynd minni hér til hliðar. Þessi fagurblái ljómi er til kominn vegna þess að líkaminn er svo gott sem ófær um að hreinsa "ÚltraKóbalt" úr blóðrásinni og því safnast það upp í líkamanum. Það hafði þó aldrei komið að sök í mínu tilviki og hafði skapast nokkurs konar mettunarjafnvægi í líkamanum svo að "ÚltraKóbalt" magnið jókst eigi meir.
Síðan fór að síga á ógæfuhliðina, kvöld eitt rankaði ég úr roti með töluverðum verkjum, með höfuðið í skrúfstykki og með óttalegan verk í belgnum. Við nánari rannsókn kom í ljós að einhver hafði stungið spannar langt gat á belginn á mér og síðan rumpað saman aftur. Til að gera langa sögu stutta þá kom í ljós að Limbri hafði af framtakssemi sinni selt úr mér annað nýrað til að fjármagna F.Á.U.Á.U.Ú.G. og þótti mér það hið besta mál. Grunlaus var ég þá um að það voru nýrun sem sáu um að halda kóbalt magninu í líkamanum í jafnvægi við þennan mettunarþröskuld sem það hafði náð og tók það því að safnast upp með ógnvænlegum hraða eftir að nýrað var fjarlægt.
Tóku þá við magnaðir dagar, tilvera mín varpaðist öll á æðra stig og ég fann lífseterinn þjóta um mig líkt og risaeðluhjörð. Þessu fylgdu miklar sýnir og vitranir og leið vart sá dagur að astral verur af einhverju tagi kæmu ekki að heimsækja mig. Hvert sem ég fór voru framliðnir að væflast um og var af þeim stöðug truflun, enda óðu þeir ýmist í gegnum mig eða ómökuðu mig um að reyna að tilkynna ættingjum þeirra eitt og annað smálegt eða ómerkilegt. Allan tímann jókst magnið af "ÚltraKóbalti" í blóðrásinni og ég sá að það stefndi í óefni, því eins hratt og ég var að hækka í tilverustigum þá nálgaðist óðfluga sú stund að ég myndi standa augliti til auglitis við skapara minn. Ég var nefnilega ekki neitt gríðarlega áfjáður að hitta hann alveg strax þar sem ég skulda söfnuðinum í Háadal enn töluvert fjármagn og hafði ég grun um að blessaður skaparinn væri ekki mjög fljótur að gleyma og væri hann vís með að senda mig í vist til kollega síns í undirheimum. Ég sá því mitt óvænna að ég yrði að grípa til eigin ráða til að hindra frekari uppsöfnun "ÚltraKóbalts" í blóðinu sem á þessu stigi var orðið svo mikið að ég var dökkblár að sjá. Ef einhverjum mætti finnast að auðveldasta leiðin til að hindra frekari uppsöfnun hefði verið að hætta að neyta efnisins þá hefur hann augljóslega ekki kynnst "ÚltraKóbalti" af eigin raun og þar með ástæðu þess að "ÚltraKóbalt" er svo ákaflega arðvænleg söluvara. En þarna var ég semsagt staddur, heima hjá mér, eins og aðalbláber að lit, staðráðinn í því að minnka magn "ÚltraKóbalts" í líkamanum og lá beint við að spretta mér blóði í þeim tilgangi. Ég náði mér því í stórann bala, lagði hægri fótinn yfir hann og spretti blóði úr hnéspótinni, kolblátt blóðið tók að streyma í balann og ég fylltist ánægju um að nú þyrfti ég ekki að hitta skapara minn alveg í bráð og einnig vegna þess að töluverð verðmæti væru fólgin í öllu því "ÚltraKóbalti" sem þarna streymdi í balann, raunar má segja að græðgin hafi náð tökum á mér og því tók ég mér líklegast full mikið blóð. Brátt fór mig því að syfja og lognaðist ég að lokum út af.
Leið nú einhver stund áður en ég rankaði við mér, en þegar ég komst á fætur, við illan leik, þá var ég af blóðskorti ekki alveg með sjálfum mér. Ég skakklappaðist að spegli sem var þar nálægt og er ég leit mig augum náfölann af "ÚltraKóbalt" skorti hugsaði ég með mér "Ja, hvur andskotinn, ég hlýt að vera dauður!". Í flónsku minni kom ég hér inn á Baggalút og tilkynnti öllum þetta með virktum og tók til við að hefja nýjan kafla lífs míns sem framliðinn einstaklingur. Liðu þannig nokkrir dagar þar sem ég óð um í villu og svima, reynandi að ganga í gegnum veggi og hrella fólk að næturlagi. Veggja gangan reyndist erfið en hrellingarnar að sama skapi vel, raunar svo vel að eina nóttina var ég yfirbugaður af lögreglumönnum, færður í járn og stungið í steininn. Fannst mér það hin mesta hneisa, ég væri áreiðanlega eini draugurinn sem gæti eigi forðað mér úr fangelsi með því að ganga gegnum veggina og reyndi ég því tvíefldur að vaða í gegnum þá með góðu eða illu, án árangurs. Með jöfnu millibili komu þarna til mín einhvurjir menn sem vildu eitthvað við mig ræða en ég vildi ekkert með þá hafa, reyndi frekar að hrella þá eins og sannri afturgöngu sæmdi. Kom þá að því að ég var færður á annan stað, öllu vistlegri, þar voru margir menn í hvítum sloppum og ég var settur í nýjan klefa, í þetta sinn bólstraðan. Átti ég þar nokkur ævintýr en innan nokkurra vikna fór að renna upp fyrir mér, með hjálp strangrar lyfjagjafar og raflosta, að hugsanlega væri ég ekki dauður eftir allt saman. Á þeirri ögurstund bar þar að fyrrum viðskiptavin minn sem þekkti mig samstundis, tjáði hann læknunum að ég væri augljóslega haldinn "ÚltraKóbalt" skorti á háu stigi og var það laukrétt. Það var nefnilega þannig að þegar ég var með sem mest kóbalt í blóðinu og hitti framliðna dag hvern þá reyndi ég vitanlega af miklum mætti að selja þeim "ÚltraKóbalt" en það var sama hvernig þeir reyndu, þeir gátu ekki neytt þess, heldur féll það rakleiðis í gegnum þá og lenti á jörðinni. Svo sannfærður sem ég var, um að ég væri afturganga, þá hafði ég hætt "ÚltraKóbalt" neyslu og var því ekki fær um hálfa hugsun. Læknarnir voru snöggir til og settu mig á neyðar kúr og tók ég þá skjótum bata, áður en varði var ég farinn að geta kíkt hingað inn á Baggalútinn og flýtti það batanum enn fremur. Ég þorði þó ekki að sýna andlit mitt hér alveg strax, svo viðurstyggilega hvítt sem það var, heldur fylgdist ég með úr fjarlægð - og hló jafnan hjartanlega.
Í dag hef ég að fullu náð mér, hörundið hefur aftur tekið á sig heilbrigðan bláan ljóma og það er með mikilli gleði í hjarta sem ég rita þennan lengsta póst á Baggalút til þessa (reyndar var draumurinn sem frk. Ormlaug ritaði afar langur en ég tel að ég hafi vinninginn). Vissulega hefði farið vel á því að hafa póstinn styttri og þá jafnvel kjarnyrtari en til þess hafði ég því miður ekki tíma. Það er nefnilega svo að ég komst að því í samskiptum mínum við allar þær astral verur er ég komst í samband við þá tilverustig mitt var hvað hæst, að þar er fólginn gríðarlegur markaður fyrir "ÚltraKóbalt" og fer því megnið af mínum tíma í að markaðssetja það í stórum stíl.
Enn og aftur undirstrika ég ánægju mína með ykkur öll sömul og með að vera mættur hér aftur.

Lifið heil,

-Glúmur Angan

Gagnvarpið er komið til að vera
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 3/12/03 12:54

‹vaknar með andfælum› já.. sæll!

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 3/12/03 12:58

Þvílíkar gleðifréttir höfum við ekki fengið síðan Limbri áttaði sig á því að nýrun á þér eru úr hreinu kóbalti. Farðu varlega nálægt honum, hann er flóttalegur til augnanna.

Skrifandi undir síðan 2004
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Fröken Fix 3/12/03 13:05

Kóbaltnýru glymja sem súkkulaði í höfði mínu.

ég hef fundið nýjan mann

Hákon, ég vinn aftur ‹tekur eitt sjálfstætt indverskt-araba bardagastökk›

quod principi placuit, legis habet vigorem
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 3/12/03 13:24

Glúmur lifi - Húrra! ‹Aðrir bæta við sínum húrrahrópum›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/12/03 13:51

Tíðindi þessi gleðja oss mjög og eftir lestur innleggsins frá Glúmi efumst vér á ný stórlega um tilvist drauga ‹Fær sér stóran sopa af kóbaltblönduðu tei›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 3/12/03 14:11

Gaman að sjá merka menn rísa upp frá dauðum. Ég reyni eftir fremsta megni að snerta ekki þetta últrakóbalt en tek það oft á hestinn minn, hann blesa gamla. Ég sjálfur reyni að halda mér stanslaust fullum svo að þörfin í últrakóbalt sé ekki mikil.

Fjórfallt húrra fyrir Glúm: HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA!!

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 3/12/03 14:16

Já já velkominn aftur góði, ég tók raunar ekkert eftir því að þú hefðir farið ‹Starir þegjandi út í loftið og reynir að muna hverju hún var að gleyma›

Nenntuð þið hin annars að lesa allt bréfið frá honum?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 3/12/03 15:10

Auðvitað nennti ég að lesa það. Þetta eru býsna merkileg skrif og ekki margir sem geta nefnt svona í sínum ævisögum.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/12/03 15:16

Það er mikill heiður að fá að njóta þessarar sögu, það er vöntun á fólki með aðra eins frásagnargleði. Þú lengi lifir...húrra húrra Húrra HÚRRA.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Grimmis 3/12/03 15:21

Gætum við lesblindu fávitarnir fengið útdrátt úr þessari langloku.
Það er ekki nokkur leið mér takist að stauta mig fram úr þessu öllu fyrir lok dags.
‹Snöggtir lágt›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 3/12/03 15:34

Grimmis mælti:

Gætum við lesblindu fávitarnir fengið útdrátt úr þessari langloku.
Það er ekki nokkur leið mér takist að stauta mig fram úr þessu öllu fyrir lok dags.
‹Snöggtir lágt›

Ekkert væri ánægjulegra Grimmis, lesbildna er leiðinda kvilli.
Hér kemur útdrátturinn

1. Glúmur dauður...?
2. Glúmur ekki dauður.
3. Glúmur kátur!

ég þakka hlý orð í minn garð, þó það laumist að mér sá grunur að þau séu óverðskulduð.

Gagnvarpið er komið til að vera
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 3/12/03 16:12

Skál fyrir framliðnum og framkomnum! ‹Sötrar viský á klaka af áfergju›
Það eru mikil gleðitíðindi að þú hafir séð þér fært að mæta enn á ný á Gestapó. Einkum þykir mér gleðilegt að ég var ekki að sjá neinar ofsjónir þegar ég sá nafn þitt í hópi Innipúka, var ég farinn að hallast að því að ég væri að missa vitið, eða jafnvel væri farið að renna af mér, sem hefði verið amalegt með meiru. Því skála ég fyrir þér Glúmur ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu þegar viskýglasið er tómt›

Júlíus prófeti • Félagsmálaráðherra Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 3/12/03 17:08

Glúmur framdi sjálfsmorð.
Guð vildi hann ekki.
Skrattinn vildi hann ekki.
Hann kom aftur á Baggalút.

Velkominn aftur,en mikið assskoti varstu heppinn að heita ekki Glámur eins og sumir sjónlitlir og/eða lesblindir héldu þegar andlátsfréttin spurðist út.Það væri að mínu mati full gróft af þér sem uppvakningi að ganga um og kynna þig sem Glám, Glúmur er ill skárra.

Baggalútur - Baggi hinna ódauðlegu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/12/03 22:36

Vertu velkominn Glúmur, gamli vin, þín hefur verið saknað. Megi speki þín og viska veita gestum innblástur til frekari afreka eins og forðum daga. Lengi lifi hinn nýji Lazarus!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 3/12/03 23:32

Jæja, það fór þó aldrei svo að ekki fengist staðfesting á því, sem ég sagði hér einhverntíma um daginn: GLÚMUR LIFIR!
Velkominn aftur blessaður karlinn og vonandi fá gestir Baggalúts að njóta skrifa þinna hér um ókomin ár.
SKÁL!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 4/12/03 14:57

Jæja, fyrst Glúmur er kominn aftur, þá held ég að ég hafi engar forsendur fyrir því að skrópa meira.

Velkominn aftur Glúmur.

‹Hristir lúkur er að er rétt›

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Grimmis 4/12/03 15:09

‹réttir lúku›

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: