— GESTAPÓ —
Vantar loftpressu, loftnet, loftskip, loftbyssu og loft
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 26/11/03 17:58

Vér viljum byrja á að vekja athygli á að þar eð "KAUP-KAUPS" umræðuflokkurinn er horfinn þá er "ALMENNT SPJALL" að sjálfsögðu eðlilegur staður fyrir slíkt þar eð það er augljóst að það á eigi heima í neinum hinna flokkanna nema ef vera skyldi "FYRIRSPURNIR" en sá flokkur hefur þann galla að öðrum en Baggalútsmönnum er eigi heimilt að svara þar og það þyrfti sérstaka heppni til að þeir ættu allt það er öllum dettur í hug að auglýsa eftir.

En að kjarna málsins, oss vantar m.a. eftirfarandi, vér erum að smíða geimskip, stofna her og leyniþjónustu og ætlum að fremja bankarán ásamt nokkrum fastagestum hér (m.a. til að fjármagna kaup á hlutum er meðal annars verða notaðir til að fremja bankarán):

* 2-3 stk. loftpressu til að nota við bankarán
* 4 stk. loftnet (disk; a.m.k. 30 metra í þvermál) til að eiga fjarskipti við njósnagerfihnetti, til að hlera merki frá óvina(gerfi)hnöttum og til að hlera fjarskipti lögreglu
* 3 stk. loftskip til að sveima hljóðlega og án þess að vekja grunsemdir yfir ránssvæðinu til að fylgjast með ferðum lögreglu og annarra truflandi aðila
* Loft til að hafa um borð í geimskipinu þar eð lofttæmi er eigi heppilegt umhverfi fyrir farþega þess. Verður að vera dauðhreinsað þ.a. það beri eigi með sér óáran af neinu tagi.
* 5 stk. loftbyssu af kraftmestu gerð til að nota sem vopn í bakaránum o.fl. (bætt við eftir góðfúslega ábendingu frá Steinríki)

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
GESTUR
 • LOKAР• 
Sjálfur Guðjón 26/11/03 18:06

Ég get boðið fullt af lofti, enda er ég húnvetningur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 26/11/03 19:26

Er ekki vissara að vera vopnaður í svona framkvæmdum? - Get boðið lítið notaða loftbyssu fyrir slikk...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 26/11/03 19:50

Þetta er hárrétt og þökkum vér ábendinguna. Vér höfum nú bætt loftbyssu á innkaupalistann og jafnframt breytt heiti þessa þráðar til að endurspegla þetta.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/11/03 22:42

Ekki gleyma að okkur vantar líka nokkra svarta nælon samfestinga og svartar lambúshettur. Auk þess þurfum við amk. að athuga hvar amk. 80mm fallbyssur fást, ef mér tekst ekki að klára þessa fjandans leiserkristalsbyssu sem á að geta skorið í gegnum peningahvelfinguna. Jú og vasaljós, ekki gleyma þeim.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarfi 27/11/03 00:21

Á eitt stykki loftriffil sem ég smyglaði til landsins frá danmörku... búin að fá leið á honum svo þið megið hirða hann ef þið nennið að sækjann.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 27/11/03 01:08

Fallbyssu á ég öngva, né þá annað sem er á listanum, en á ég þó fallbyssukúlu sem þarfnast smávægilegrar aðhlynningar. Bæta þarf púðri í skothylkið, því púðrið var víst tæmt úr hylkinu eftir að ljóst varð að Bretar þyrðu ekki að vera með neinn derring þarna um árið. ‹Klórar sér í höfðinu og undrast hvaðan kúlan kemur, ekki var sallað á Bretana í þorskastríðinu?› Humm, hvað í fjandanum er á seyði. ‹Nennir ekki að pæla í því lengur og sest aftur niður og skenkir sér viskýi í glas› Skál..

Júlíus prófeti • Félagsmálaráðherra Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 27/11/03 09:53

Júlíus prófeti mælti:

Fallbyssu á ég öngva, né þá annað sem er á listanum, en á ég þó fallbyssukúlu sem þarfnast smávægilegrar aðhlynningar.

Góði eigðu þín apparöt fyrir sjálfan þig! Við hlöðum fallbyssuna með hafnfirðingum, eins og sönnum sjentilmönnum ber og þá sem afgangs verða er hægt að nota sem ódýrt vinnuafl.

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 27/11/03 11:28

Nykur til þjónustu reiðubúinn, enda koma Jól og mig fer að vanta aur. Það væri hægt að nota mig sem einskonar "Trójuhest" nú eða sem vopn, nykur gæti boðið gjaldkerum bankans á bak. Það hefur nú reynst mörgum skeinuhætt! ‹tekur bakföll og hlær hryssingslegum hlátri›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 27/11/03 11:48

Nykur mælti:

Nykur til þjónustu reiðubúinn, enda koma Jól og mig fer að vanta aur. Það væri hægt að nota mig sem einskonar "Trójuhest" nú eða sem vopn, nykur gæti boðið gjaldkerum bankans á bak. Það hefur nú reynst mörgum skeinuhætt! ‹tekur bakföll og hlær hryssingslegum hlátri›

Þú ert velkominn í hópinn. Smæð þín er einmitt tilvalin þar sem þú getur falið þig í loftræstistokknum rétt fyrir lokun bankans og opnað fyrir okkur um nóttina.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 27/11/03 11:58

[/quote]

Þú ert velkominn í hópinn. Smæð þín er einmitt tilvalin þar sem þú getur falið þig í loftræstistokknum rétt fyrir lokun bankans og opnað fyrir okkur um nóttina.[/quote]

Hakuchi þú hefur greinilega ekki orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá Nykur því ekki erum við smáir og alls ekki það smáir að við komumst fyrir í loftræstistokkum. Bendi á sannar sögur Jóns Árnasonar því til sönnunar:

Svo er mælt að einu sinni voru þrjú eða fjögur börn að leika sér á bæ einum. Skammt frá bænum var vatn eitt mikið og eyrar sléttar með vatninu. Börnin voru nú á eyrum þessum. Þau sáu hest gráan á eyrinni og fóru að skoða hann. Fer þá eitt barnið á bak og svo hvert af öðru þangað til það elzta var eftir. Þau báðu það að koma líka því þau sögðu að nóg væri langur hryggurinn á klárnum þó þau kæmu öll. Barnið vildi ei fara og sagðist ei nenna því. Fór þá hesturinn þegar af stað og hvarf hann út í vatnið með öll börnin á bakinu. Barnið sem eftir var fór heim og sagði frá þessum viðburði svo sem hann er sagður, og vissu menn þá að þetta hafði verið nykur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 27/11/03 12:21

Ég gerði augljóslega þau mistök að dæma stærð þina eftir þeirri mynd sem birtist af þér, þ.e. af litlum meðfærilegum apa. Ertu þá að gefa í skyn að myndin af þér sé fölsuð?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 27/11/03 12:47

Hakuchi mælti:

Ég gerði augljóslega þau mistök að dæma stærð þina eftir þeirri mynd sem birtist af þér, þ.e. af litlum meðfærilegum apa. Ertu þá að gefa í skyn að myndin af þér sé fölsuð?

Nei ekki er myndin fölsuð en ef gengið er útfrá því að birtar myndir hér séu í raunstærð þá erum við allir hér á Gestapó þumallingar. Þá vandast nú málið ef við hyggjum á bankarán, ættum þó leikandi létt að geta rænt stöðumæli.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 27/11/03 13:48

Nykur mælti:

Þau báðu það að koma líka því þau sögðu að nóg væri langur hryggurinn á klárnum þó þau kæmu öll.

Noh! Jesu kross, hvé langt hross!

[glottir]

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Grimmis 27/11/03 15:11

Sé ég rétt það sé verið að skipuleggja bankarán baggalútsgesta á þessum þræði?
Má ég vera með?
Ég get prjónað lambúshettur á mannskapinn

‹Stekkur hæð sína af spenningi en hrasar við á niðurleiðinni og snýr á sér kálfann›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Úrsus Akureyrensis 27/11/03 16:20

Ég þekki einn Loft til að hafa í geimskipinu; hann er djöfuls snyrtipinni svo hann kemur dauðhreinsaður af hreindýrinu (ef svo má að orði komast).

Si hoc legere potes, operis boni in rebus Latinus alacribus et fructuosis potiri potes
GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 27/11/03 17:09

Grimmis mælti:

Sé ég rétt það sé verið að skipuleggja bankarán baggalútsgesta á þessum þræði?
Má ég vera með?
Ég get prjónað lambúshettur á mannskapinn

‹Stekkur hæð sína af spenningi en hrasar við á niðurleiðinni og snýr á sér kálfann›

Tilvalið! Þá þarf Vladimír ekki að kaupa lambúshettur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 27/11/03 17:10

Bölvað innskráningarkerfi. Ég skrifaði ofangreint.

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: