— GESTAPÓ —
Ég mótmæli!
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 25/11/03 17:26

Þar sem ég er krónískur íhaldsmaður með bíótískar geðraskanir og lpaltílkar tilhneigingar til gíslatöku, þá leyfi ég mér að mótmæla því að sumir hafa breytt auðkennismyndinni sinni. Ég hélt að Vladimir Fuckov væri með mynd af Vladimír þeim er við Lenu var kenndur (drakk sig blindfullan) og Frelsishetjan væri enginn annar en Ariel Ultra (Sharon) og nú bættist Hakuchi í hópinn! Hvað næst? Skyldi Glúmur vinur minn hætta að vera þjóðskáldið, eða skyldi Tony breytast í Andy og skyldi ég breytast í Andrés frænda minn (sem er meira en ég fæ afborið)!? Hvað ef við lítum okkur nær og hættum að vilja breyta öllum sköpuðum hlutum?! Ég hef bara áhyggjur af þessu, ég verð að segja það!

Þökk þeim er hlýddu (í báðum merkingunum).

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/11/03 17:51

Mér til varnaðar, kæri Jóakim, get ég upplýst þig um að nýja myndin af mér er af mér, bara við annað tækifæri. Sú fyrri var tekin á sakebúllu í Kyoto, örskömmu áður en 8 ninjur réðust á mig úr skuggunum, útskýrir það alvarlegt yfirbragð mitt. Ninjurnar dóu allar. Þessi nýja er af mér á góðri stundu í fagnaði í litlu sjávarþorpi við vesturströnd Hokkaido.

Þó þó sumir kvikmyndafróðir gætu séð glitta í hinn stórkostlega leikara Toshiro Mifune á báðum myndunum (úr hlutverkum hans í myndunum Sanjuro og Shichinin no Samurai) fullyrði ég að líkindin milli okkar er tilviljun ein.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 25/11/03 18:09

Þykir mér eðlilegt að við gestirnir þróumst og eldumst og ættu því myndirnar að vera uppfærðar reglulega. Vona ég þó ekki að þú Jóakim farir að yngjast og líkjast honum frænda þínum Andrési. Besti væri nú samt að menn héldu sig við sama tón á myndum við skiptingu, til að valda minni ruglingi.

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 25/11/03 20:26

Vér mótmælum harðlega öllum aðfinnslum varðandi breytingar á mynd vorri. Vér tókum oss einfaldlega Vladimir Lenin til fyrirmyndar en hann skipti að vísu eigi um útlit heldur nafn, hét upphaflega Vladimir Uljanov. Þar að auki er rétt útlit bráðnauðsynlegt hér á GESTAPÓ eins og öllum ætti að vera ljóst.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 25/11/03 22:00

Þessar breytingar eru mjög varhugaverðar. Þið sáuð hvað gerðist þegar Tony missti skeggið. Andleg heilsa hanns fór upp um strompinn og hvar er hann núna?Sennilega teljandi flugur á vegg í einangrunarklefa syngjandi fyrir rotturnar.Að skipta um mynd í vegabréfinu ætti að vera bannað eða a.m.k. skylt að auglýsa slíkt fjórum sinnum á fréttavef Baggalúts og hafa báðar myndirnar í einu í minnst mánuð. Og ég verð að minnast á hann Rauðbjörn, einhvern skemtilegasta mann Gestapó, eftir að hann skipti um andlit sjást vart frá honum annað en stuttlegar andlausar athugaemdir. Á þessu sést vel að það að skipta um haus er ekki það sama og að skipta um nærbuxur og ekki er hægt að henda bara þeim gamla og fá sér nýan upp á punt. Og þótt sumir myndu engu tapa nema andlitinu ef höfuðið færi þá er svona toppstykja víxl stórhættulegur leikur.[api3]

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/11/03 22:11

Maður verður nú að taka áhættu og lifa lífinu á ystu nöf Dordingull minn. Hættulaust líf er leiðinlegt líf.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 25/11/03 22:58

Rétt,en að svissa um haus án nægs undirbúnings er að fara fram af nöfinni og þá er ekki víst að það verði nokkurt líf meir.Auk þess er slíkt vægast sagt grunsmlegt og mætti ætla að þeir sem leggja í slíkt glæfraspil hafi einhverju mjög skuggalegu að leyna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/11/03 17:06

dordingull mælti:

Rétt,en að svissa um haus án nægs undirbúnings er að fara fram af nöfinni og þá er ekki víst að það verði nokkurt líf meir.Auk þess er slíkt vægast sagt grunsmlegt og mætti ætla að þeir sem leggja í slíkt glæfraspil hafi einhverju mjög skuggalegu að leyna.

En finnst þér ekki í lagi að ég setji aðra mynd af mér í stað þeirra gömlu. Þessi nýja mynd er af sama karakternum. Það hlýtur að vera í lagi og innan siðferðislegra marka.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 26/11/03 20:16

Jú, vissulega má segja að þú sért afsakaður Hakuchi. Þó líst mér vel á hugmynd dordinguls um að auglýsa breytingar fyrirfram. ‹Ljómar upp›

Hafið góðan dag.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 28/11/03 00:54

Ja hugsanlega fyrst þú ert leikari þá má vera að þér sé leyfilegt að skipta um gerfi en það á ekki við um hina sem reyna að dulbúast með skurðaðgerðum og skipta um haus og jafnvel kyn! Og það að reyna að afsaka það með því að Uljanov hafi skipt um eftirnafn sýnir að sennilega eru þetta laumukommar að smygla sér inn á einn fjölmiðilinn enn.
‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 4/12/03 15:51

Ég vil benda á að ég er ávalt jafn unglegur og ferskur og vil ég þakka það þeirri staðreynd að ég er með PétursPan heilkenni sem lýsir sér þannig að ég einfaldlega eldist ekki. Mæli ég með því að fólk kræki sér í svoleiðis ef það hefur áhuga á að viðhalda æskublómanum.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 4/12/03 15:56

Limbri mælti:

Ég vil benda á að ég er ávalt jafn unglegur og ferskur og vil ég þakka það þeirri staðreynd að ég er með PétursPan heilkenni sem lýsir sér þannig að ég einfaldlega eldist ekki. Mæli ég með því að fólk kræki sér í svoleiðis ef það hefur áhuga á að viðhalda æskublómanum.

Þeir okkar sem eru ekki að reyna að heilla Mikljál Jakkson teljum það nú kosta að okkur vaxi skegg.

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 5/12/03 19:52

Svo ekki sé nú minnst á barta...

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 22/2/05 17:32

Ég endurtek mótmæli mín!

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 22/2/05 17:33

Alltaf gaman að endurvekja svona 14 mánaða gamla þræði. ‹Stekkur hæð sína›

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 22/2/05 17:34

Spurning um að starta leiknum, finndu Jóakim.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 22/2/05 17:41

FUNDINN!

Á ég leik?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 22/2/05 17:43

Enter mælti:

Spurning um að starta leiknum, finndu Jóakim.

‹Styður báðum höndum á mjaðmir, hallar sér aftur og hlær eins djúpum hlátri og unnt er›

Það hljóp einhver púki í mig. ‹Hlær púkahlátri›

Seztur í helgan stein...
     1, 2  
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: