— GESTAPÓ —
Draumaráðningar.
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 21/11/03 13:57

Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að láta undan og ráða drauma hérna á þessum þræði.

Ef þú lumar á skrítnum draum skal ég ráða hann og þá munt þú vita hvað framtíðin ber í skauti sér.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Ormlaug 21/11/03 15:08

gaman að heyra.
Mig dreymdi einmitt skrítinn draum fyrir nokkru.

Tilvitnun:

Hann byrjaði þannig að ég var stödd uppi á hálendi gangandi norður yfir kjöl, er mér þá litið í austur og sé ég reykjarstrók mikinn rísa og hugsaði ég í draumnum að þar myndi eldgos vera að hefjast og betra væri ef ég myndi herða ganginn. Tók ég þá eftir því að hjörð af hvítum refum kemur æðandi fram af sandöldu í vestri og virtust þeir stefna á mökkinn, mikill dynur heyrðist er þeir hlupu fram hjá mér og var ekki laust við að nokkuð færi um mig. Gekk ég þá nokkru lengra og byrjaði þá aska að falla, hún var hin versta óáran og sveið mig undan henni, hugsaði ég þá til refahjarðarinnar sem áður hafði ætt framhjá mér og að hún væri að öllum líkindum í þungu öskufalli og væru þeir vart mjög hvítir lengur.
Þá bar svo við að brestur mikill heyrðist og á milli fóta mér byrjaði sandurinn að þverra líkt og hann væri í efra gleri stundaglass, tók ég þá til fótanna, svelgurinn stækkaði þó ört og var sem að allur sandurinn og askan sogaðist hreinlega niður. Ég tók rásina að bjargi nokkru sem stóð upp úr sandinum í nokkurri fjarlægð, og gersamlega örmagna náði ég festu í bjarginu á meðan sandurinn og askan allt umhverfis það sogaðist niður í þennan gríðarstóra svelg sem nú var eigi minna en míla í þvermál og vafalaust mörg hundruð metrar á dýpt. Sá ég þá hvað varð um sandinn, neðst í svelgnum kom í ljós sauðkind, ógurleg ásýndum, með appelsínurauða ull, fimm kolsvört horn og græn augu, virtist mér hún vera álíka stór sem Keilir og man ég að ég hugsaði með mér að þessi kind væri að öllum líkindum af forustukyni. Rak þá kvikindið upp ógurlegt jarm er nísti í gegnum merg og bein og tók hún svo að míga. Flæddi gríðarlega frá henni og fljótlega var hún öll komin á kaf, mikinn brennisteinsfnyk lagði af keytunni og þótti mér illt að sjá að holan í sandinum, sem nú var orðin svo stór að erfitt var að gera sér grein fyrir hvar hún tók enda, var að fyllast óðfluga. Mér var þá hugsað til þess að það væri illur dauðdagi að drukkna í elg þessum og fór með faðirvorið mitt. Þess hafði þó ekki verið þörf því hlandvatnið hætti að stíga þegar sandholan var sem næst slétt full, og var ég þá umflotin þar sem ég stóð á bjarginu. Nú þóttu mér góð ráð dýr og hugði ég að ef ég kæmist eigi burt myndi ég þarna deyja úr hungri. Veit ég þá ekki fyrr en ég heyri óm í fjarska, líkan kríugargi, ég skyggnist um og sé að í hlandhafinu nálgast lítið fley. Var ég þá ánægð og hugði að þar kæmi einhver mér til lífsbjargar, að sama skapi varð mér um og ó er skipið nálgaðist og ég sá að þetta myndi vera naglfar. Voru á því engar mennskar verur heldur var það yfir fullt og umtroðið af verum sem ég taldi fullvíst að væru Mörur og væri þar komin skíringin á kríugarginu sem ég áður hafði talið mig heyra. Brá ég þá á það ráð að fletta mig klæðum, maka mig ösku af bjarginu og stökkva um ópandi og gólandi svo þær mættu ekki vita að ég væri mennsk. Það virtist bera árangur því naglfarið stöðvaðist þegar það var í um 50 feta fjarlæð frá bjarginu. Tók ég þá eftir því að bjargið tók að bifast, og svo mjög að stórar öldur hófust upp í hlandvatninu, ein svo mikil að hún skall á naglfarinu og sást eftir það ekkert meira, hvorki af fleyinu né áhöfn þess. Bjargið hóf að rísa æ hærra og færðist nær bökkum hlandvatnsins með miklum dynkjum. Þá skildi ég að það var að ganga á land og að það sem ég hafði talið vera bjarg var í raun bergþurs og hafði ég væntanlega vakið hann með góli mínu. Ég sá að mér var ómögulegt að forða mér frá honum því fallið niður til jarðar var það hátt að ég hefði sannarlega lamist dauð við lendinguna. Ég gat því aðeins reynt að láta lítið fyrir mér fara á höfði hans svo hann tæki eigi eftir mér, því hann myndi áreiðanlega þröngva mér til samræðis ef hann yrði var við mig. Gekk þursinn rakleiðis til Eyjafjarðar og fékk sér þar kók í bauk og pylsu með kokteilsósu, hvíslaði ég þá blítt í eyra hans að ég skyldi svosem alveg ala honum erfingja ef hann endilega vildi ef hann myndi í staðinn gefa mér kóksopa, enda hafði ég eigi drukkið deigan dropa svo tímum skipti. Hann gaf mér kóksopann og ... og skömmu síðar vaknaði ég í svitakófi og áttaði mig á því að mig hefði verið að dreyma.

Hvað þýðir þetta allt saman??

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 21/11/03 15:21

Varaðu þig á lágvöxnum svertingja, hann á eftir að reyna að tæla þig til samræðis og svo mun hann reyna að sannfæra þig til þess að flytja með honum til hans heimalands. Sem er að miklu leiti í eyðimörk. Hann mun þar reyna að selja þig til höfðingjans í staðinn fyrir geit. Höfðinginn er spólgraður og tengist þetta hornunum á kindinni. Naglfarið er þrælaskip höfðingjans. Með þetta að vilja ala bergrisa barn tengist því að þú munt sætta þig við undirlægjuhátt bara svo að þú getir fengið skítugt vatn að drekka. Þetta tengist kókinu sem er dökkur vökvi. Mörurnar eru mennskar konur bara mikið lamdar og svelltar.

Verði þér að góðu.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Ormlaug 24/11/03 13:46

Þakka þér,

þetta hljómar spennandi, hvar finn ég svo þennan lágvaxna svertingja, dugar lágvaxinn Svíi?

Fegurðin kemur að innan! • Heimska anórexíu beyglan þín!!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 24/11/03 13:59

Dugar lítill gulur api?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 24/11/03 15:58

Frelsishetjan mælti:

Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að láta undan og ráða drauma hérna á þessum þræði.

Ef þú lumar á skrítnum draum skal ég ráða hann og þá munt þú vita hvað framtíðin ber í skauti sér.

Firir nokkrum dögum dreimdi mig að ég væri staddur á ritsjórnarfundi baggalúts, ekki get ég líst miklu sem fram fór, enda vaknaði ég upp með andfælum í þann mund sem Spesi var að hefja reiðilestur.

Heldur þú að þessi draumur sé firirboði firir einhverju?

Dr. Zoidberg heilbrigðisráðherrann sem er hættur að skrifa með uppsilóni
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 24/11/03 16:32

Dr. Zoidberg:

Minn kæri Zoidberg þessi draumur segir í rauninni það sem allir eiga að vita. Varaðu þig á Spesa. En ef við svo tökum pælingunga með ritstjórnarfundinn þá get ég sagt með hann að það býður upp á góða lukku, þú ert greinilega á uppleið og ert virtur maður í samfélaginu. Fólk mun leita til þín til leiðsagnar.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 24/11/03 16:34

Ormlaug mælti:

Þakka þér,

þetta hljómar spennandi, hvar finn ég svo þennan lágvaxna svertingja, dugar lágvaxinn Svíi?

Þú þarft ekki að leita að honum hann mun finna þig.

Gulir apar eru allt annað mál, þannig að þeir duga ekki.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 25/11/03 15:41

Takk firir, ‹Ljómar upp›

‹Farinn að semja leiðsagnir›

Dr. Zoidberg heilbrigðisráðherrann sem er hættur að skrifa með uppsilóni
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 27/11/03 15:56

Jæja, best að sitja ekki þegjandi hjá

1.
Nú, mig dreymdi að ég væri heima hjá vini mínum í tölvunni. Ég brá mér rétt aðeins frá til þess að sækja kex og þegar ég kom til baka, þá var forritið winamp að troða sér út um USB-tengið. Mér var vitanlega brugðið en þó ekki nógu mikið því Winamp hljóp yfir þvert herbergið, sótti vínilplötu þar, braut hana í tvennt og ætlaði að skera mig með henni. Ég forðaði mér hið skjótasta upp á efri hæðina og fór þaðan út. Þar stökk ég upp á þakið sem var þakið sápu og stóð hún konan mín, Dorrit, þar líka. Ég rann yfir þvert þakið og datt niður hinum megin og ofan í bíl. Búinn

2.
Ég var niðri í kjallara í húsinu mínu að gera ekki neitt. Síðan sendi vinur minn mér SMS sem á stóð "VRV" og á eftir fylgdu nokkur þúsund eins skeyti.
Ekki leið á löngu þar til annar vinur minn hringdi í mig og sagðist vera að koma að sækja mig, ég jánkaði og fór að lesa bókina "Sendiboði Churchills". Ég kláraði hana á 10 min og þá var þessi vinur minn kominn fyrir utan með fullan bíl af vinum mínum (svona 30 manns inni í einum Golf). Nú, ég settist inn í bílinn og þar var þessi vinur minn sem hafði sent mér skeytin þúsund sem á stóð "VRV". Ég spurði hann hvað þetta ætti að þýða. Hann spurði mig hvort að það væri ekki í lagi með mig og sagði þetta þýða "Vinstri RassVasi". Nú, ég athugaði í vinstri rassvasann minn og þar var Bounty súkkulaði. Draumurinn búinn.

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 30/11/03 17:07

eeee[c:\api2.jpg][/img]

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 30/11/03 18:16

Ég dreymdi um daginn draum um mann sem að er ekki mér að skapi og reyndar jókst vanþóknun mín á manninum við þennan draum. Þannig var að við sátum að snæðingi og hann kláraði viljandi restina af bökuðu baununum sem við vorum að borða...hvað merkir þetta mikli Hakuchi?
með fyrirfram þökk
Skabbi skrumari

P.s hvað lestu út úr skriftinni hjá mér?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 30/11/03 19:17

Hakuchi? Ég hélt það væri Frelsishetjan sem hefði tekið að sér draumráðningar hér. En fyrst þú spyrð þá er augljóst að draumurinn táknar óvæntan fund þinn á kínaskóm en jafnframt mun besti vinur þinn stinga þig í bakið og senda ninjusveit á eftir þér til að ráða þig af dögum. Blessunarlega ættir þú að geta varið þig með því að nota kínaskóna. Sjáðu bara hvað það gerði fyrir Bruce Lee.

...hmm...hann dó reyndar.

Úr skriftinni les ég að þú ert bráðgáfaður bindindismaður sem gegnir millistjórnendastöðu í vel stæðu innflutningsfyrirtæki.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 30/11/03 21:46

Hakuchi mælti:

Úr skriftinni les ég að þú ert bráðgáfaður bindindismaður sem gegnir millistjórnendastöðu í vel stæðu innflutningsfyrirtæki.

Láttu nú Frelsishetjuna um það sem hún tók að sér.Þú ert alsendis óhæfur á þessu sviði. Þú ræður ekki drauma heldur býrð þá til!

‹Ég á mér draum›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 30/11/03 22:52

Ég hlýt að vera fullur, mér sýndist þetta vera Hakuchi sem tók þetta að sér...Skál og takk fyrir ráðninguna, þó mér veitti ekki af ráðningu fyrir að rugla ykkur saman ‹Roðnar og flissar eins og nátttröll›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 1/12/03 09:40

Mikill Hákon mælti:

Jæja, best að sitja ekki þegjandi hjá

1.
Nú, mig dreymdi að ég væri heima hjá vini mínum í tölvunni. Ég brá mér rétt aðeins frá til þess að sækja kex og þegar ég kom til baka, þá var forritið winamp að troða sér út um USB-tengið. Mér var vitanlega brugðið en þó ekki nógu mikið því Winamp hljóp yfir þvert herbergið, sótti vínilplötu þar, braut hana í tvennt og ætlaði að skera mig með henni. Ég forðaði mér hið skjótasta upp á efri hæðina og fór þaðan út. Þar stökk ég upp á þakið sem var þakið sápu og stóð hún konan mín, Dorrit, þar líka. Ég rann yfir þvert þakið og datt niður hinum megin og ofan í bíl. Búinn

2.
Ég var niðri í kjallara í húsinu mínu að gera ekki neitt. Síðan sendi vinur minn mér SMS sem á stóð "VRV" og á eftir fylgdu nokkur þúsund eins skeyti.
Ekki leið á löngu þar til annar vinur minn hringdi í mig og sagðist vera að koma að sækja mig, ég jánkaði og fór að lesa bókina "Sendiboði Churchills". Ég kláraði hana á 10 min og þá var þessi vinur minn kominn fyrir utan með fullan bíl af vinum mínum (svona 30 manns inni í einum Golf). Nú, ég settist inn í bílinn og þar var þessi vinur minn sem hafði sent mér skeytin þúsund sem á stóð "VRV". Ég spurði hann hvað þetta ætti að þýða. Hann spurði mig hvort að það væri ekki í lagi með mig og sagði þetta þýða "Vinstri RassVasi". Nú, ég athugaði í vinstri rassvasann minn og þar var Bounty súkkulaði. Draumurinn búinn.

númer eitt. Winampinn er í raun náunginn varaðu þig á náunganum hann mun reyna að nýta sér "vald" þitt til hans nota. Þú ert greinilega orðinn leiður á Dorrit og hefur verið að hugsa um að losa þig undan þessu með því að fremja sjálfsmorð, ekki gera það reyndu frekar að koma henni fyrir kattarnef. Því þá muntu fá peninga hennar og einnig svo gætirðu spanderað þessum auðæfum í yngri stúlkur.

númer tvö.
Vinir þínir og þjóð standa greinilega á bakvið þig og því ekki til setunnar boðið en að ganga rakleiðis frá máli númer eitt. Bounty súkkulaðið er tákn fyrir umbun sem geta verið svo verðmæti hennar og hamingjusamara líf.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 1/12/03 09:47

Skabbi skrumari mælti:

Ég dreymdi um daginn draum um mann sem að er ekki mér að skapi og reyndar jókst vanþóknun mín á manninum við þennan draum. Þannig var að við sátum að snæðingi og hann kláraði viljandi restina af bökuðu baununum sem við vorum að borða...hvað merkir þetta mikli Hakuchi?
með fyrirfram þökk
Skabbi skrumari

P.s hvað lestu út úr skriftinni hjá mér?

Það kemur þarna skýrt fram að vald þitt hefur stigið þér til höfuðs. Varaðu þig á lítilmagnanum því að hann er búinn að fá nóg af þér. Kæmi mér ekki á óvart að þú sért náunginn sem Mikli Hákon þarf að vara sig á.

Ég mæli með taumlausu kojufilleríi í tvo mánuði. Það ætti að láta lítilmagnann gleyma þér og þú munt þá aftur geta látið hendur þínar í vasa valdamanna óáreittur í smá tíma.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 4/12/03 15:16

Mig dreymdi að ég væri staddur á hóteli í útlandinu Spánn. Þar var ég til þess að passa lottó-miða sem yrði gildur við útdrátt komandi helgar. Lottó-miðinn umræddur var geymdur í glerkassa á koparborði í miðju herbergi mínu og var mitt eina hlutverka að gæta hans. En vandamálið var að ég hafði það einhvernvegin á tilfinningunni að ég yrði að drekka allt það brennivín sem ég kæmist í... og herbergið var fullt af víni. Svo vaknaði ég áður en nokkuð kom fyrir miðann og áður en dregið var í lottóinu.

Hvað ætli þetta merki ?

-

Þorpsbúi -
LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: