— GESTAPÓ —
Ráðgátan í lestinni..
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Schultz 21/11/03 11:58

Lifðu heill Nykur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 21/11/03 11:59

Og til ykkar hinna sem veittuð Güber harða samkeppni, mismikla þó.. Gangi
ykkur betur næst og góðar stundir! ‹tekur í höndina á öllum þátttakendunum, stoppar við Schultz, hmm.. Schultz er það nokkuð stráka nafn?!? hnusar í tvígang af Schultz, virðist ánægður og sáttur, smellir rembingskossi á Schultz kannski óþarflega langann!› Þú varst nú alveg að hafa það!

‹hmmm.. Nykur og meindýr skildu slíkar skepnur eiga vel saman ?? Roðnar og brosir feimnislega tekur svo viðbragð og hleypur í vatnið ›

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Schultz 21/11/03 12:04

Schultz er meindýrafílus og kann vel að meta atlot nykursins. ‹hleypur á eftir nykrinum til sjávar›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 21/11/03 12:07

‹Klórar sér í höfðinu›
Hvenær svaraði Guber þessari gátu?

Skrifandi undir síðan 2004
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 21/11/03 12:23

Órækja mælti:

‹Klórar sér í höfðinu›
Hvenær svaraði Guber þessari gátu?

kannski von þú spyrð kæra Órækja. ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Güber
21/11/03 - 0:08
Var maðurinn blindur áður en hann fór á sjúkrahúsið?
Var blindan læknuð þar?
Hélt hann að hann hefði misst sjónina þegar lestin fór í gegnum undirgöng?

Þetta er nánast lausnin, vantar lítið uppá. Svörin við þessum spurningum eru öll já. Og þar með leysist gátan. Tel ekki sanngjarnt að ég svari þessu og gefi síðan öðrum kost á að hirða heiðurinn af Güber þar sem hann er ekki tengdur þegar svör Nykurs leggjast inn. Það hefur ákveðna vankanta að leggja gátu sem þessa inná spjall umhverfi sem þetta, þar sem þáttakandur eru að logga sig inn á breytilegum tímum. Vona að þetta svari þinni fyrirspurn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 21/11/03 12:24

Schultz mælti:

Schultz er meindýrafílus og kann vel að meta atlot nykursins. ‹hleypur á eftir nykrinum til sjávar›

‹Gefur frá sér vellíðunarstunu og hneggjar síðan hátt›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
spesi 21/11/03 13:03

Órækja mælti:

Hálviti mælti:

Gátan hefði átt að vera svona : Maður fer upp í lest. Lestin leggur af stað. Fljótlega tekur maðurinn upp byssu og skýtur sig í hausinn! Afhverju?

Til að vera nákvæmur ætti gátan raunar að vera: "Maður stígur uppí lest, lestin leggur af stað, keyrir inní undirgöng og maðurinn skýtur sig". Undirgöngin eru svolítið lykilatriði í sjálfri gátunni.

Nú, og til að vera enn nákvæmari ætti gátan að vera svona:

Maður sem hefir verið blindur alla ævi gengur út af sjúkrahúsi þar sem hann fékk sjónina aftur og stígur upp í lest. Hann hafði verið í þunglyndur vegna blindu sinnar og hafði ákveðið að binda enda á líf sitt ef aðgerðin tækist ekki. Því hafði hann skammbyssu meðferðis. Þegar lestin fer inn í undirgöng kemur fát á manninn því slíkt hefir hann ekki upplifað áður. Hann heldur að hann hafi misst sjónina aftur og skýtur sig í höfuðið.

En þá er nú ekki mikið eftir af henni, er það?

GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 21/11/03 13:30

Hálviti mælti:

Af hverju vandar sig enginn við neitt sem hann gerir lengur. Svo geta menn bara farið til útlanda ef þeir vilja skóta fólk. Drasl út um allt.

Þú gleymdir J í skjóta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 1/12/03 14:56

Anonymous mælti:

Hálviti mælti:

Af hverju vandar sig enginn við neitt sem hann gerir lengur. Svo geta menn bara farið til útlanda ef þeir vilja skóta fólk. Drasl út um allt.

Þú gleymdir J í skjóta.

Skítt með það þú gleymdir að logga þig inn.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Güber 5/12/03 14:49

Nykur mælti:

Til hamingju Güber þetta var vasklega gert ! Og fyrir þessa glæsilegu
frammistöðu þá hlýtur þú hérmeð hina virtu nafnbót, Ráðgátumeistari
Baggalúts ! Þrefalt húrra fyrir Güber! Húrra ! Húrra Húrra ! ! !

Og að sjálfsögðu fylgir með vískíflaska að eigin vali, hvað má
svo bjóða herranum ?

Ég þakka heiðurinn. En vískíflöskuna megið þér sjálfur eiga þar sem að gátan var af slíku kalíber að annað eins hefur vart sést, hvorki fyrr né síðar.
Hins vegar gæti verið að ég kíki í kaffi hjá þér á sunnudaginn.
Að lokum vil ég þó biðjast forláts á fjarveru minni af Baggalúti, en ég lofa því að slíkt kemur ekki fyrir aftur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 8/12/03 11:25

[
Ég þakka heiðurinn. En vískíflöskuna megið þér sjálfur eiga þar sem að gátan var af slíku kalíber að annað eins hefur vart sést, hvorki fyrr né síðar.
Hins vegar gæti verið að ég kíki í kaffi hjá þér á sunnudaginn.
Að lokum vil ég þó biðjast forláts á fjarveru minni af Baggalúti, en ég lofa því að slíkt kemur ekki fyrir aftur[/quote]

Þakkir Herr Ráðgátumeistari, ‹andar léttar og setur viskíflösku sem Nykur er búinn að burðast með þrjár vikur, inní skáp› Þú er velkominn í kaffi og með þ'í hvenær sem er! Heimilisfangið er Kumburtjörn hjá Skarði undir Skarðsfjalli í Landsveit.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 8/12/03 11:26

Þakkir Herr Ráðgátumeistari, ‹andar léttar og setur viskíflösku sem Nykur er búinn að burðast með þrjár vikur, inní skáp› Þú er velkominn í kaffi og með þ'í hvenær sem er! Heimilisfangið er Kumburtjörn hjá Skarði undir Skarðsfjalli í Landsveit.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 8/12/03 18:28

Partí hjá Nykri!!!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 9/12/03 16:29

Sverfill Bergmann mælti:

Partí hjá Nykri!!!

‹andsk.. þar hljóp ég á mig!› Nei auðvitað eru allir velkomnir!

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: