— GESTAPÓ —
Ráðgátan í lestinni..
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
GESTUR
 • LOKAР• 
Gaui litli 20/11/03 23:16

var hann í matador?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 20/11/03 23:27

Átti maðurinn, blessuð sé minning hans, ekki annarra kosta völ en að skjóta sig í hausinn?

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Güber 21/11/03 00:08

Var maðurinn blindur áður en hann fór á sjúkrahúsið?
Var blindan læknuð þar?
Hélt hann að hann hefði misst sjónina þegar lestin fór í gegnum undirgöng?

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Schultz 21/11/03 09:29

Nykur minn þetta verður að fara að skýrast.

Hann sá eitthvað út um gluggann á lestinni og ekki var það maður og ekki var það merki.

Voru það veðrabrigði?
Var það dýr?
‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

Var fötlun mannsins tengd útliti hans?
Tengdist hún útlimum hans?
‹Starir þegjandi út í loftið›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 21/11/03 11:02

voff
"sá hann klukku eða eitthvað sem sagði honum hvað klukkan væri?" Nei enginn var þar klukkan Rattattinn minn

Gestur
"var maðurinn hluti af sértrúar-söfnuðu og hélt að eina leiðinn til þess að getað "lifað" eðlilegu "lífi" að handan þyrfti hann að skjóta sig í lest á ferð á leiðinni í burtu frá spítalanum þar sem hann fær umönnum fyrir "fötlun" sinni um leið og hún fer undir stiga þar sem svartur köttur er að breima og tengdamóðir hans er að hengja upp þvott? Nei Gestur þú ert ekki einu sinni volgur!

Gaui litli
"var hann í matador?" Nei (hvurslags matador átt þú!?)

Haraldur Austmann
"Átti maðurinn, blessuð sé minning hans, ekki annarra kosta völ en að skjóta sig í hausinn?" Jújú (hinn kosturinn væri þá að skjóta sig ekki í hausinn)

Güber
"Var maðurinn blindur áður en hann fór á sjúkrahúsið?" Já
Var blindan læknuð þar? Já
Hélt hann að hann hefði misst sjónina þegar lestin fór í gegnum undirgöng? Já
(Þetta er nánast lausnin viltu koma með alla söguna Güber snillingur?!)

Schultz
Nykur minn þetta verður að fara að skýrast. Já (sýnist Güber vera að leysa þetta)

Hann sá eitthvað út um gluggann á lestinni og ekki var það maður og ekki var það merki. Neinei

Voru það veðrabrigði? Nei
Var það dýr? Nei
Var fötlun mannsins tengd útliti hans? Nei
Tengdist hún útlimum hans? Nei

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lómagnúpur 21/11/03 11:03

Nykur mælti:

Nei þetta var algjör sakleysingi
Nei ekki var það vegna iðrunar

Skaut hann sig til að fyrirbyggja einhverjar yfirvofandi gjörðir sínar?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 21/11/03 11:16

Maðurinn fór inní lest, lestin fór inní göng, maðurinn taldi sig blindann og skaut sig, líklega af sorg.

Skrifandi undir síðan 2004
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Schultz 21/11/03 11:21

Já, þú ruglaðir mig í ríminu þegar þú svaraðir einhvers staðar spurningunni: "Var hann blindur?" neitandi. Þú hefðir nú mátt setja þar örlítinn fyrirvara Nykur minn. Því auðvitað var hann blindur (áður en hann fékk sjónina á sjúkrahúsinu).

Landi minn Guber á sumsé kollgátuna en ég leyfi mér að orða hana í staðhæfingarformi til þess að lemja endanlega á þennan gordíonshnút:

Eftir að hafa fengið langþráða sjónina aftur stígur okkar maður inn í lestina. Er hún fer í gegnum undirgöngin heldur hann að lækningarmátturinn sé þvorrinn og hann orðinn blindur aftur. Þá tilhugsun fær hann ekki afborið og tekur upp framhleypuna, ber að gagnauganu og hleypir af.

Hvers vegna hann skyldi nú hafa tekið pístóluna með sér í lestina er ekki gott að útskýra. E.t.v. er hér um bölsýnismann að ræða og er mórall sögunnar því sá að myrkrið innra með okkur sé háskalegra heldur en það sem umlykur okkur á alla kanta. ‹Ljómar upp›

Schultz
GESTUR
 • LOKAР• 
Hálviti 21/11/03 11:22

Nykur mælti:

Maður fer upp í lest tekur upp byssu og skýtur sig í hausinn ! Afhverju?

Nykur mun aðeins svara: JÁ - NEI - SKIPTIR EKKI MÁLI

Þeir sem kunna skil á þessari gátu fyrir alla muni haldið því fyrir ykkur sjálfa og gefið öðrum kost á að reyna!

Þessi gáta er drasl. Ömurlegar leiðbeiningar. Samkvæmt þessu má vel lesa að hann hafi skotið sig um leið og hann fór um borð í lestina. Sem svo passar ekki við lausnina.

Gátan hefði átt að vera svona : Maður fer upp í lest. Lestin leggur af stað. Fljótlega tekur maðurinn upp byssu og skýtur sig í hausinn! Afhverju?

Af hverju vandar sig enginn við neitt sem hann gerir lengur. Ekki skrítið að allt sé fullt af lélegum örbylgjuofnum og kattaskít út um allt. Árans drasl. Ef ég fengi að ráða væri herskóli starfræktur á Íslandi. Engan þurfum við herinn, bara skólann. Svo geta menn bara farið til útlanda ef þeir vilja skóta fólk. Drasl út um allt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Schultz 21/11/03 11:26

Já, þetta var nú ekki voðalega sanngjarnt. Hér sit ég í vinnunni og hef ekki komið nokkrum hlut í verk í 29 klukkustundur.

Nykur, blessaður apinn minn, ekki gera okkur þetta aftur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 21/11/03 11:28

Hálviti mælti:

Gátan hefði átt að vera svona : Maður fer upp í lest. Lestin leggur af stað. Fljótlega tekur maðurinn upp byssu og skýtur sig í hausinn! Afhverju?

Til að vera nákvæmur ætti gátan raunar að vera: "Maður stígur uppí lest, lestin leggur af stað, keyrir inní undirgöng og maðurinn skýtur sig". Undirgöngin eru svolítið lykilatriði í sjálfri gátunni.

Skrifandi undir síðan 2004
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Schultz 21/11/03 11:30

Nei, það hefði þetta verið of ljóst ef undirgöngin hefðu verið tilgreind. Svo tek ég það aftur að ég hafi spurt í þátíð um blindu mannsins spurning mín var víst í nútíð - sem er náttúrulega alveg út í hött því maðurinn er nánast höfuðlaus er hér er komið við sögu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 21/11/03 11:34

[quote="Schultz"]Já, þú ruglaðir mig í ríminu þegar þú svaraðir einhvers staðar spurningunni: "Var hann blindur?" neitandi. Þú hefðir nú mátt setja þar örlítinn fyrirvara Nykur minn. Því auðvitað var hann blindur (áður en hann fékk sjónina á sjúkrahúsinu)

Ekki var nú ætlunin að rugla þig í ríminu Schultz mín hvað þá að halda þér í gíslingu í 29 tíma ! En rétt skal vera rétt! Þú spurðir: Er hann blindur en ekki var hann blindur. Er hann blindur er að sjálfsögðu Nei. Hefðir þú sagt var hann blindur hefði þú fengið Já, kæra Schults.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 21/11/03 11:34

Schultz mælti:

Nei, það hefði þetta verið of ljóst ef undirgöngin hefðu verið tilgreind.

Í enskri útgáfu gátunnar er tekið fram að lestin fari í undirgöng:

Tilvitnun:

A man is in a train. The train goes into a tunnel. The train comes out of the tunnel. The man is dead.

Skrifandi undir síðan 2004
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 21/11/03 11:40

Hálviti mælti:

Þessi gáta er drasl. Ömurlegar leiðbeiningar. Samkvæmt þessu má vel lesa að hann hafi skotið sig um leið og hann fór um borð í lestina. Sem svo passar ekki við lausnina.
Gátan hefði átt að vera svona : Maður fer upp í lest. Lestin leggur af stað. Fljótlega tekur maðurinn upp byssu og skýtur sig í hausinn! Afhverju?

Svona svona..
Það má endalaust ræða það hversu mikið ætti að gefa upp í byrjun gátunnar Hálviti minn. En hún leystist nú samt og það dró fljótlega einn þátttakandinn þá ályktun að lestin væri á ferð.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 21/11/03 11:48

Órækja mælti:

Schultz mælti:

Nei, það hefði þetta verið of ljóst ef undirgöngin hefðu verið tilgreind.

Í enskri útgáfu gátunnar er tekið fram að lestin fari í undirgöng:

Tilvitnun:

A man is in a train. The train goes into a tunnel. The train comes out of the tunnel. The man is dead.

eflaust einhver enskur sem gekk undir nafninu "idiot" kvartað: "there is no mention of the gun in the beginning, this is bullshit!" Mér finnst líka fulllangt gengið að tilgreina göngin í byrjun gátunar en þessi útgáfa er líka gerð fyrir enskumælandi ekki bráðgáfaða íslendinga!
En eins og fyrr segir gátan leystist og þar við situr.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 21/11/03 11:52

Nú hann var semsagt blindur og hafði verið blindur alla ævi. Hann fer til læknis (sjúkrahús) og fær lækningu, þar er honum jafnframt tjáð að þetta gæti brugðið til beggja vona og að hann gæti misst sjónina aftur. Hann ákveður því að ef það gerðist myndi hann binda endi á líf sitt og tekur með sér byssu, til þess arna. Nú á heimleið eftir aðgerðina, nú orðinn sjáandi, tekur hann lestina, við getum aðeins ímyndað okkur hvernig lokaför þessa ólánssama manns hefur verið, en þarna var hann í fyrsta skipti að sjá það sem hingað til hafði aðeins verið lýst fyrir honum. Þvílík unaðsstund hefur þetta verið. Nú eða þartil lestin keyrir inní göng! Búmm, allt SVART! Hann hafði aldrei upplifað göng og dró því þá röngu ályktun að sjónin væri horfin, aðgerðin hefði misheppnast og tók því sitt eigið líf eins og hann hafði lofað sjálfum sér að gera ef til þess kæmi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 21/11/03 11:53

Til hamingju Güber þetta var vasklega gert ! Og fyrir þessa glæsilegu
frammistöðu þá hlýtur þú hérmeð hina virtu nafnbót, Ráðgátumeistari
Baggalúts ! Þrefalt húrra fyrir Güber! Húrra ! Húrra Húrra ! ! !

Og að sjálfsögðu fylgir með vískíflaska að eigin vali, hvað má
svo bjóða herranum ?

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: