— GESTAPÓ —
tvöföld tenging? - tilraun til UMVÖNDUNAR
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 15/11/03 16:26

Sælir kæru landsmenn.
Þannig er mál með vexti að ég þarf ávalt að skrá mig tvisvar inn til að það nái í gegn. Engin villuboð koma í fyrra skiptið, en sem dæmi, kemur ekki ,,Aftengjast [Jóakim Aðalönd]" dálkurinn fyrr en í síðara skiptið.
Vænt þætti mér um að fá leiðréttingu, eða a.m.k. skýringu á þessum vankanti.
Virðingarfyllst, Aðalöndin

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 15/11/03 19:20

‹Ég á við sama vanda að stríða...Er engin lausn í sjónmáli?›

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
EyjaSkjeggur 16/11/03 01:34

Ég veit ekki hvað vandamál er og hef flúið öll mín vandamál mað klofnum persónuleika, ég mæli með því sama fyrir þig.

GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Sjálfur Guðjón 16/11/03 11:54

Betra er ótengt en tvítengt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 16/11/03 12:44

Ætlaði að bæta mér við og segja 'já, ég líka' .... en innskráning tókst nú strax í fyrstu tilraun -- merkilegt. ‹Starir þegjandi út í loftið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Úrsus Akureyrensis 18/11/03 00:36

Einn enn tvískráður fáráður.

Si hoc legere potes, operis boni in rebus Latinus alacribus et fructuosis potiri potes
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 18/11/03 10:41

Vér (!) þurfum ávallt að tvískrá oss inn nema stöku sinnum þegar skammt er liðið frá því að vér (!) aftengdumst. Einnig er athyglisvert að við fyrri innskráningu birtist nafn vort í lista yfir innipúka en vér (!) hættum eigi að vera gestur fyrr en að lokinni seinni innskráningu.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 18/11/03 10:49

Svo er líka óþolandi að þurfa að gefa upp reikningsnúmer, banka og leyninúmer. Þegar að maður er að logga sig inn.

Á EKKERT AÐ LAGA ÞETTA!!

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Stórfótur 18/11/03 12:04

Það er jú gaman að skrá sig á Baggalút ‹Ljómar upp›
því oftar, því betra... ‹Odder was›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Albert Yggarz 18/11/03 12:08

Stórfótur mælti:

‹Ljómar upp› því oftar, því betra...

En ekki hvað

Kvæði:

Betra er tvítengt
en ótengt
nema veltengt

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 18/11/03 17:41

en ef maður afskráir sig ekki?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/11/03 17:43

feministi mælti:

en ef maður afskráir sig ekki?

Nú þá verður þú föst í stafrænu limbói, milli veruleika og sýndarveruleika í abstrakt quasisameindaheimi firrtrar tillveru.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 19/11/03 08:13

Hakuchi mælti:

feministi mælti:

en ef maður afskráir sig ekki?

Nú þá verður þú föst í stafrænu limbói, milli veruleika og sýndarveruleika í abstrakt quasisameindaheimi firrtrar tillveru.

Villt þú útskýra þetta aðeins betur, ég sé ekki vandamálið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 19/11/03 10:09

Þér (!) verðið hugsanlega í óstöðugu ástandi sem eigi ætti að geta verið til, þ.e. í hópi innipúka en þó eigi innskráð (eða var það öfugt ?).

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/11/03 22:11

feministi mælti:

Hakuchi mælti:

feministi mælti:

en ef maður afskráir sig ekki?

Nú þá verður þú föst í stafrænu limbói, milli veruleika og sýndarveruleika í abstrakt quasisameindaheimi firrtrar tillveru.

Villt þú útskýra þetta aðeins betur, ég sé ekki vandamálið.

Jú sjáðu til, með aðskilnaði verufræðilegs grundvallar og sýndarveruleika er firringin óhjákvæmileg. Sálmögnunaruppbygging tilfinningakvaðranta þinna sker úr um það hvort órjúfanlegt ferli magnandi firringar fari af stað eður ei. Flestar mannsálir eru þannig uppbyggðar að ferlið fer óhjákvæmilega af stað. Með aukinni firringu lækkar persónuleikaviðmótið í réttum hlutföllum og sálarvitundin fjarlægist astralplan samvitaðrar mónadakjörstöðu persónuleika þíns sem veldur hnignandi árunærveru í raunheimum. En með lokuðum gáttum í platónskri sýndarveröldinni nær sálarvitundin þín ekki fullmagnast í hliðarveruleika andasviðsins og eykst því ekki í réttu hlutfalli við hnignun í raunheimum. Úr þessu myndast asymmetrískt ójafnvægi í kosmískri vitund þinni sem getur leitt til endanlegs hvarfs þíns á báðum tilverustigum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 19/11/03 22:28

Einmitt það sem vér vildum sagt hafa í skeyti voru að ofan en tókst eigi að koma frá oss á skiljanlegu formi.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 20/11/03 18:30

Þetta er nú allt gott og blessað, en fýsir mig að vita hvort persónur með kunnáttu í tölvunarfræðum og jafnframt með skrifréttindi í grunn þann er við gögn er kenndur hafi nokkuð lesið þennan þráð? (Kannski búnir að fá nóg af umvöndunum. Lái þeim hver sem vill!)

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/11/03 21:24

Ja ég veit jafnmikið um þessi efni og flest önnur. Það er, sama og ekki neitt.

     1, 2  
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: