— GESTAPÓ —
léleg mæting
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
ullarhaus 11/5/11 22:25

er aldrei neinn á þessari annars ágætu heimasíðu

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 11/5/11 22:42

Blómadagar hennar voru líklega veturinn 2006-2007. Þó eru hér enn einhverjar eftirlegukindur auk ágætra nýliða, er halda lífinu uppi.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 11/5/11 22:43

Það nennir enginn að mæta hér lengur. Ég mæti hér bara helst til að hengja einhvern eða láta hengja mig.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 11/5/11 23:09

Ullarhaus, kæri nýliði. Þú virkar óttalega heimskulegur núna á meðan þú byrjar setningar á litlum staf og sleppir punkti (eða spurningamerki). Með því að setja hástaf í byrjun setningar (og punkt í lokin) lítur þú út fyrir að vera gáfaður, ríkur og fallegur, hvort sem þú ert það eða ekki.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 12/5/11 23:43

ég kem hingað alltof sjaldan og rétt það sem regína segir

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 13/5/11 08:35

Fergesji mælti:

Blómadagar hennar voru líklega veturinn 2006-2007. Þó eru hér enn einhverjar eftirlegukindur auk ágætra nýliða, er halda lífinu uppi.

Ég er með frjókornaofnæmi þannig að mér líkar mun betur hérna núna.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 13/5/11 10:31

Satt er það, maður kemur hingað frekar sjáldan orðið. Ætti kannski að skella smá félagsrit?

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 13/5/11 11:52

Ég er alltaf hérna. Kannski að það sé þessvegna sem fólk flýr héðan. ‹Hugleiðir stöðu sína á meðan hann dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 13/5/11 12:09

Huxi mælti:

Ég er alltaf hérna. Kannski að það sé þessvegna sem fólk flýr héðan. ‹Hugleiðir stöðu sína á meðan hann dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Getur það ekki alveg eins verið ég sem er o.s. frv.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 13/5/11 12:58

Ég kenni Smettisskruddunni um.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 13/5/11 13:03

Grágrímur mælti:

Ég kenni Smettisskruddunni um.

Ekki trúi ég því að æruverðugir Gestapóar líti við slíkri lágkúru eins og þessari andskotans f.......... ‹Froðufellir og brýtur lyklaborðið í frumeindir með enninu, farandi með bölbænir og Passíusálmana afturábak›

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 13/5/11 15:18

Regína mælti:

Huxi mælti:

Ég er alltaf hérna. Kannski að það sé þessvegna sem fólk flýr héðan. ‹Hugleiðir stöðu sína á meðan hann dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Getur það ekki alveg eins verið ég sem er o.s. frv.

Nei, ég held ekki. Hér var allt í blóma þegar ég ruddist hingað inn, en fljótlega upp úr því fór að halla á ógæfuhliðina. En þá varst þú búin að vera hérna dágóðan tíma án þess að nokkuð slæmt gerðist.
‹Sekkur æ dýpra i bömmerinn›

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 13/5/11 22:38

Maður dettur nú hér inn við og við, en þetta var jú fjörugra hér um árið. Svo þegar ég og hún Nótta mín fórum að daðra og væmnast hvort í öðru flúði fólk umvörpum.

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 13/5/11 23:58

Ég eyðilagði Gestapó með linnulausu teningakasti. ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tígri 14/5/11 06:29

ullarhaus mælti:

er aldrei neinn á þessari annars ágætu heimasíðu

Ertu Færeyingur ullarhausinn þinn?
Setur ekki stóran staf í upphafi og endar ekki spurning með viðeigandi merki.
Réttast væri að naga af þér eitthvað mikilvægt líffæri svo þú rétta líffærið fái nægt blóðflæði til að starfa.
‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hugðir 15/5/11 00:24

Hestapestin hefur komið í veg fyrir að ég komi hingað. Hryssan mín, Sigurdula smitaðist af þessari óværu af einhverjum illa hirtum Gestapóa og hefur mátt dvelja langdvölum í fjarlægum kóbaltnámum til lækninga. (Allir vita að kóbalt drip í æð er allra meina bót).‹ Þurrkar neftóbakstaum í bakið á belgvettling sínum, lagar pottlokið og er nú ferðbúinn›

Símamynd: Reuter
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 15/5/11 01:11

Þetta er alt honum De Vito að kenna hann er svo leiðinlegur og Kargi.
‹Styður báðum höndum á mjaðmir, hallar sér aftur og hlær eins djúpum hlátri og unnt er›

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 15/5/11 01:19

Hér er það sem mér finnst um þá sem hætta... gott á þá!, þeir missa þá bara af fjörinu. Alveg er mér sama.

‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Sorglegast finnst mér þó þegar menn gera löng félagsrit um að þeir séu hættir, þá væntanlega til að aðrir grátbiðji þá um að hætta ekki og strjúka þannig egóinu þeirra. Það er svo grátbroslega pínlegt að það tekur engu tali.

En það er alltaf gaman að sjá gamla Gestapóa koma aftur, þó aðeins í stuttan tíma sé.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
     1, 2  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: