— GESTAPÓ —
Víddir
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 15/5/10 18:33

Nú er það alkunna, að vér lifum öll í fjórvíðum heimi, með einni tímavídd og þrem rúmvíddum. Aftur á móti fýsir oss að vita, hverja þér teljið fimmtu víddina? Er hún rúmvídd, tímavídd eða eitthvað allt annað, jafnvel þyngdarafl?

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 16/5/10 00:50

Einhverntímann sá ég þátt um svokallaða Fjölvíddarkenningu. Að heimurinn er samansettur úr óendanlega mörgum víddum sem samanstanda af öllum hugsanlegum útkomum alls sem skeður alltaf... ég þarf varla að taka það fram að álit mitt á "vísindamönnunum" sem fram komu í þættinum og báru þetta rugl á borð var og er ekki sérlega mikið.

Annars veit ég að fimmta og sjötta víddin er TARDIS.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 16/5/10 11:27

Getið þér útskýrt TARDIS?

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 16/5/10 11:36

Tardus disselus? ‹Klórar sér í höfðinu›

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 16/5/10 15:00

Fergesji mælti:

Getið þér útskýrt TARDIS?

Ertu alveg úti að skíta ?
Time And Relative Dimension(s) In Space.

Þetta eiga allir nördar að vita, meiraðsegja ég.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 16/5/10 16:31

Vér gátum eigi gengið út frá þeirri niðurstöðu. Ávallt skal biðja um skýringar á öllum skammstöfunum, hafi þær eigi verið áður notaðar á þræði.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 16/5/10 16:51

Viðurkenndu það bara, þú ert ekki nörd.
‹Hrökklast aftur á bak, hrasar við og bendir á Fergesja›

Hann er ekki nörd !!!
‹Hrökklast aftur, aftur á bak og hrasar einnig aftur við›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 16/5/10 21:26

Jæja, á meðan Tetrisfræðingarnir útkljá mál sín, þá langar mig að spyrja hvað „Time And Relative Dimension(s) In Space“ merkir. Nú er enska með endemum óskýrt mál í framsetningu, - þýðir það „Tími og afstæð(ar) vídd(ir) í rúmi“?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 17/5/10 19:12

Já, ég myndi telja þyngdarafl sem fimmtu víddina - að því gefnu að menn vilji kalla tíma sem fjórðu víddina.

Þyngdarafl er jú sveiging á tímarúminu og til að svegja víddir þarftu óháðan vektor, nýja vídd.

Baunir

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 17/5/10 19:48

Það er nokkuð augljóst að þyngdin skiptir máli þegar menn velja sér vídd.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 17/5/10 21:32

Og tíminn þegar þú mælir sídd.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 20/5/10 22:08

Texi Everto mælti:

Já, ég myndi telja þyngdarafl sem fimmtu víddina - að því gefnu að menn vilji kalla tíma sem fjórðu víddina.

Þyngdarafl er jú sveiging á tímarúminu og til að svegja víddir þarftu óháðan vektor, nýja vídd.

Baunir

Á slíkum nótum hugsuðum vér, er vér stofnuðum þráðinn.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 21/5/10 11:04

Ef þyndin er 5. víddin þá hlýt ég að teygja þá vídd alveg óskaplega.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 22/5/10 14:32

Nú teljum vér yður rugla saman þyngd og massa.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sannleikurinn 3/10/10 14:30

Það hlæja allir að því bulli í dag að menn lifi í fjórvíðum heimi þar sem tíminn er fjórða víddinn.
Við lifum í margvíðum heimi - einum af óendanlega mörgum öðrum þar sem engin takmörk eru möguleg , ekki einu sinni takmörk fyrir ljóshraðanum.

..
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 3/10/10 17:50

Einungis eru fjórar víddir sýnilegar því kolefnislífformi, er byggir plánetu þá, sem af íbúum hennar kallast Jörð. Ef til vill fimm, sé þyngdarafl talið með. Slíkt er umfjöllunarefni þráðarins.
Eigi þökkum vér yðar útúrsnúning.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sannleikurinn 3/10/10 18:09

útúrsnúning? Get ekki annað en hlegið. Mikið er ég feginn að vita þó að heimurinn sé eins margvíður og hugsast getur. Og var ekki einmitt búið að ákveða pólitískt að það mættu vart vera fleiri en tvær víddir í dögun þessarar aldar?
Fjórða víddin er ekki einhver tími heldur einfaldlega tíðnisvið sem er kallað ´density´. Googleraðu bara ´multidimensional universe´eða ´skammtafræði´eða ´quantum physics´ og svo geturðu lifað í þínum fjórvíða heimi eða kosið að fylgjast með.
Það er ekki til neitt sem heitir efni. Ef þú skoðar hvernig atóm líta út sérðu að þau eru ekki efnisagnir.

..
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 3/10/10 21:20

Þyngdarafl verður nú vart skilgreint sem vídd, allavega ekki skv. mínum kokkabókum. Hann veldur þó ákveðinni brenglun á rúmvíddunum þremur eins og Steinn nokkur sýndi eftirminnilega á fyrri hluta síðustu aldar.

Þó hef ég nú heyrt kenningu sem á að útskýra ástæðu þess að þyngdarkrafturinn er svo mun veikari heldur en hinir þrír frumkraftarnir. Einhverjir heimsfræðingarnir vilja þá meina að til sé fjöldinn allur af samhliða alheimum og að þyngdarkrafturinn deilist á einhvern hátt á milli þeirra. Téðir fræðimenn viðurkenna þó fúslega að þetta er algerlega ósannanleg tilgáta (miðað við núverandi tækni í það minnsta) og er hún sett fram aðallega vegna þess hversu kúl hún er, í þeirra augum alltént.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: