— GESTAPÓ —
Spesaleikur Órækju: Hvað er málið?
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 11/11/09 23:42

Venjulegar reglur, já og nei spurningum svarað, öðrum spurningum líka svarað.

Um hvaða mál er spurt?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 12/11/09 01:00

‹Byrjar á því augljósasta› Er spurt um drykkjarmál?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 12/11/09 03:01

Nei, því miður er málið ekki svo smátt

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 12/11/09 05:44

Aha, þú veist ekki í hverju þú ætlar að vera í dag?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 12/11/09 09:24

Er staðsetning skeggsnyrtisins nokkuð á huldu? Eða hringirðu frekar í meindýraeyði?

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 12/11/09 12:58

Nei og nei.
Málið er eilítið klassískara en mitt daglega amstur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 12/11/09 12:59

Hænan eða eggið?

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 12/11/09 14:11

Er málið ekki bara það að þú ert mættur aftur, herra Órækja?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 12/11/09 15:30

Nei og nei.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 12/11/09 16:03

Er málið ál eða álið mál eða er um að ræða álmál, málál eða jafnvel álmálm ?

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 12/11/09 23:59

Vladimir Fuckov mælti:

Er málið ál eða álið mál eða er um að ræða álmál, málál eða jafnvel álmálm ?

Nei og það er ekki fugl heldur ‹Dæsir mæðulega og strýkur sér um lendar›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 18/11/09 00:13

Latina est, quid loqueris?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 18/11/09 00:48

Er þetta áþreifanlegt mál?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 19/11/09 15:32

haud
Nei. Þó er þetta mjög áþreifanlegt mál í óeiginlegum skilningi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 19/11/09 15:37

Er þetta þá semsagt eigi óáþreifanlegt mál í eiginlegum skilningi ?

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 19/11/09 17:24

Annað hvort ummál,
eða þvermál?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 19/11/09 21:20

Já!
Nei

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 20/11/09 12:02

Fjallar málið um ál í zoológísku samhengi eða um mál í fílólógísku samhengi?
Hefur náðst niðurstaða um málið?

     1, 2  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: