— GESTAPÓ —
Hvað dreymdi þig í nótt?
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
núrgis 28/10/09 18:22

Mig dreymdi, eða dreymdi ekki að einhver snillingur ákvað að panta á mig pizzu, oftar en einu sinni, og láta einhvern útlending færa mér hana meðan ég er helst nakin. Hver er svona snjall?

Kattavinur og amma skrattans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 28/10/09 19:38

‹kemur inn með pizzukassa› Ok panttaði hier einkveer pitsu, gjörssoveel.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Miniar 2/11/09 00:31

Mig dreymdi að það lak hunang úr tölfunni minni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 2/11/09 05:52

Dreymdi að það væri ákveðin kvennpersóna að reyna að komast í upp í rúmið hjá mér og alltaf voru vonbrigðin jafn mikil þegar ég vaknaði og ætlaði að taka á móti henni.
Var svo hálf fúll við hana þegar hún hafði samband við mig þegar ég kveikti á tölvunni í morgunn.
‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 2/11/09 06:55

Mig dreymdi að ég væri aftur kominn í barnaskóla og Stephen Fry var kennarinn minn... ég ætla aldrei aftur að sofna með QI í gangi í tölvunni minni...

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 15/12/09 03:20

Mig dreymdi í nótt að ég væri upp í Eiffel turninum og skildi ekkert hvað væri svona merkilegt við hann...

Undarlegt þar sem ég hef aldrei komið til París og hvað þá upp í þennan skrambans turn...

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 16/12/09 00:26

Mig dreymdi að ég væri staddur í sjávarháska á ísbreiðunum fyrir utan strendur Suðurskautslandsins. TIl þess að létta mér lífið hafði ég þó stolið íþróttatösku og nokkrum Pólverjahúfum af leiðangri þar í grendinni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 16/12/09 09:29

Mig dreymdi að ég neyddist til að senda konuna út til að taka jólaseríuna úr sambandi vegna þess hvað tengillinn barðist í húsgaflinn og hélt þannig fyrir mér vöku. ‹Fær bakþanka› Síðan er sá möguleiki til staðar að mig hafi ekki dreymt neitt en atburðurinn hafi átt sér stað....

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 18/12/09 07:57

núrgis mælti:

Mig dreymdi, eða dreymdi ekki að einhver snillingur ákvað að panta á mig pizzu, oftar en einu sinni, og láta einhvern útlending færa mér hana meðan ég er helst nakin. Hver er svona snjall?

‹Blístrar sakleysislega›

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 28/12/09 20:13

Tja, hvað dreymdi mig ekki í nótt?

Draumfarir mínar í nótt voru ítarlegar og margvíslegar. Ég læt mér nægja að segja frá síðasta hluta síðasta draumsins. Ég stórefa að nokkur myndi nenna að lesa fulla lýsingu á öllu sem mig dreymdi - og þess fyrir utan væru súrleiki og lengd þeirrar lýsingar helst til þess falinn að vekja upp óskemmtilegar minningar um ónefndan fyrrum Gestapóa.

Draumurinn fjallaði um tvo ónefnda karaktera í svonefndu animei (það er oft þannig í draumum mínum að ég er sem áhorfandi að sjónvarpsefni eða kvikmynd - en skipti stundum yfir í hlutverk einhverrar persónu, þó skilin milli þess að vera áhorfandi og þátttakandi séu reyndar ekki alltaf alveg skýr) sem störfuðu sem einhvers konar sjálfstæðir flugvirkjar (í þeim skilningi að þeir fengust við að laga flugbíla eða geimskip eða eitthvað þess háttar) í framtíðinni. Eitthvað fleira dreif þeirra daga en það sem hér er sagt frá, en eins og fram hefur komið er meiningin einungis að segja frá því síðasta sem ég man eftir.

Flugvirkjarnir voru með gesti hjá sér sem voru nýfarnir - og hafði farið vel á með þeim og gestunum. Sem áhorfandi hugsaði ég með mér að þátturinn gæti nú ekki endað svona, því þessir þættir enduðu alltaf á einhverju drama. Þarna reyndist ég vera sannspár, því allt í einu heyrðu okkar menn í mótorhjólum koma aðvífandi. Þarna voru mættir einhverjir rustar sem hótuðu þeim með byssum og komu fyrir sprengiefni á verkstæðinu þeirra. Um þetta leyti skipti ég einhvern veginn yfir í hlutverk annars flugvirkjans, sem var skipað að taka við heldur þungum járnbút sem hann varð að halda uppi - ellegar myndi allt springa.

Leiðtogi aðkomumannanna var í fyrstu arababískur karlmaður sem stríddi mér (muniði, ég var orðinn annar flugvirkjanna) á því að reyna að fá mig til að bera fram nafnið á einhverjum arabískum rugbyþjálfara (hvers nafn ég man ekki) rétt, en það átti ég í erfiðleikum með. Áður er varði var leiðtoginn hins vegar orðin að kvenmanni sem nefndist Karen (eina nafnið sem ég man eftir úr þessum draumi). Hún upplýsti ástæðu þess að ribbaldarnir voru komnir til að kúga okkur; við skulduðum þeim einhverja aura sem við höfðum sent þeim, en þeir höfðu ekki borist. Lá þá á að reyna að sannfæra Kareni þessa um að við höfðum í raun sent peningana, og því væri það ekki okkar sök að þeir hefðu ekki borist alla leið. Í því skyni set ég fram þau rök að við værum sennilega farnir úr bænum ef ætlun okkar væri að flýja undan þessari skuld. Karen spyr félaga minn hvort það sé satt, en einhverra hluta vegna segist hann vera ósammála því.

Allt saman endar þetta í því að við erum dæmdir til þeirrar refsingar að eyða 32 dögum sem svokölluð Rebootable copy service droids (Þetta hugtak man ég mjög greinilega, þannig að eitthvað af draumnum hefur farið fram á ensku, þó ég treysti mér ekki til að segja til um að hversu miklu leyti það var - og já, 32 er 2 í öðru veldi, þannig að það er varla tilviljunarkennd tala). Í þessu felst að við erum gerðir að hálfvélmennum með nokkuð óskemmtilegum hætti. Hlutverk okkar er að taka á okkur þynnku annarra - hvernig þetta fór fram var nú ekki útskýrt í smáatriðum, enda væntanlega einhver gallsúr draumrökfræði þar að baki hvort eð er.

Ekki var þessi draumur lengri svo ég muni ...

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sannleikurinn 29/12/10 13:12

Mig dreymdi fyrir nokkrum dögum ljósmynd af sjálfum mér og fjölskyldu minni úr fyrra lífi. Jeg tala stundum umað hafa dáið 1976 og lifað í langann tíma og gert eitt og annað í Kína , og fleiri löndum. Á myndinni var jeg í miðju , ásamt nokkrum öðrum fjölskyldumeðlimum úr þessu lífi , og svo var mjer tjáð að þetta hafi verið jeg. En jeg álýt fyrri líf ásamt lífinu sem við lifum í hjerinu og núinu vera skynvillur , þar eð jeg tel ótakmarkaðan kærleik hinn eina sanna raunveruleika , ásamt eimhverjum skömmtum af visku.......
Mjer finnst draumur Þarfagreinis vera einn af merkustu draumum sem jeg hef skoðað og tel að Þarfagreinir sje einhver vitrasta manneskja sem jeg hef talað við á hinu íslenska neti.
Mjer finnst að það sé þörf á að menn eins og Þarfagreinir láti heyra í sjer opinberlega í raunheimum og að þeir eigi skilið miklu meiri athygli og áhlustun en þeir hafa hingað til hlotið. Ljósmyndin kom einhvern veginn stórt og áberandi fyrir sjónir. Jeg spái velgengni hjá Þarfagreini og velti fyrir mjer hvort Þarfagreinir ætti að taka upp að aðstoða menn við gerð anime mynda í raunheimum. Það gæti kannski reynst erfitt í fyrstu en um leið og menn komast upp á lagið með það er það svona eins og að læra að veiða á trillu........

..
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 14/2/12 15:08

Ef værum vér svo heppnir, að muna drauma vora, þá byggjum vér vel.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 14/2/12 23:56

Mig dreymdi að klettur rynni fram hjá æskuheimilinu, kom að vestan, fór norðurfyrir en ég sá hann ekki fyrr en hann var kominn austurfyrir.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 16/2/12 09:21

Aldeilis dreymdi oss yndislega í nótt sem leið. Snemma nœtur þótti oss sem vér athuguðum, hvort einkunn hefði komið fram í námskeiði, er faraldsfrœði kallast, og hafði henni verið gagnvarpað. Sem er vel, en hið illa er, að einkunnin var tveir af tíu. Þetta ásótti oss alla nóttina -- svo mjög, að vér þurftum að athuga, hvort örugglega hefði prófið eigi verið yfirfarið enn, og til allrar hamingju var svo.

Vér viljum sofna nú.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 17/2/12 23:00

Ég mundi í morgun hvað mig dreymdi - en nú er ég búin að gleyma því.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 26/2/12 11:41

Að írski flugherinn hefði farið halloka fyrir geimverum í loftbardaga hátt yfir Reykjavík, í aðgerðinni Zodiac. Það bókstaflega rigndi særðum og dauðum flugmönnum

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 26/2/12 14:27

Að Sannleikurinn væri kominn aftur á Gestapó... ég vakna öskrandi í svitabaði.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
        1, 2, 3
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: