— GESTAPÓ —
Hvað dreymdi þig í nótt?
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 29/9/09 09:54

Mig dreymdi að ég væri í vinnunni .. það er alltaf jafn óskemmtilegur draumur.

Krúsídúlla Gestapó.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 29/9/09 11:34

Mig dreymdi að ég vaknaði og væri orðinn alltof seinn í vinnuna... vaknaði með andfælum við það en klukkan var bara 2... Þrælseðlið er alltof sterkt í mér greinilega.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 29/9/09 14:58

Mig dreymdi að ég væri á hóteli í Kaupmannahöfn með ansi sérkennilegu samansafni af fólki sem ég þekki í kjötheimum. Svo dreymdi mig líka að rúmlega sextug tengdamóðir mín ætti tveggja ára gamalt barn og væri að hugsa um að koma með annað.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Miniar 30/9/09 10:17

Mig dreymdi tóbak. Allir vasarnir á jakkanum mínum voru fullir af sígarettupökkum.
Mig langaði í pípuna mína hinsvegar og átti í vandræðum með að finna hana í öllu þessu sígarettuflóði.
Ferlega skrítinn draumur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Miniar 2/10/09 12:33

Nei nú dreymdi mig eina all verstu vitleysu sem mig nokkurn tímann hefur dreymt!

Mig dreymdi um líkkistu-kappakstur!
Og vinningshafinn var með eina tuttugu ketti í kistunni hjá sér!

Andskotans vitleysa.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Einn gamall en nettur 2/10/09 22:01

Mig dreymdi hann Upprifinn. Mikið getur hann nú verið sóðalegur þegar hann er í þeim gírnum.

JÓLABARN ---- Dáldið svag fyrir Jóakim Aðalönd
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 6/10/09 07:39

Mig dreymdi helvítis vekjaraklukkuna. Kom ekki dúr á auga í öllum draumnum. Var gersamlega örmagna þegar ég vaknaði.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Villimey Kalebsdóttir 25/10/09 00:06

Eitthvað bannað innan sextán.

‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

Veiru og sýklavopnasérfræðingur Baggalútíu - Frilla Konungs - Líffræðikennari í Barnaskóla Baggalútíu - Kóbaltblá - Jólabarn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 25/10/09 20:14

Afmæli og hvítan kjól og stóra glerkönnu af rauðvíni sem sullaðist svo á kjólinn. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Krúsídúlla Gestapó.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 26/10/09 01:27

Mig dreymdi að ég væri í rauðri kápu að keyra um óákveðna borg í bíl með öðru fólki (þar á meðal vinum mínum og ókunnugum). Hvað gæti það bent til? (Annað en hefðbundið draumráðningadót.)

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 26/10/09 01:47

Kreditkortasvindl og farsímakort... allt mjög undarlegt... já og svo dreymdi mig bók sem átti að fjalla um leynilegar kjarnorkusprengjutilraunir Bandaríkjamanna í Brasiliu á sjöunda áratugnum... ‹Klórar sér í höfðinu›

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Miniar 26/10/09 02:01

Mig dreymdi að ég væri gróft pyntaður af verum sem voru bæði "ég" og "ekki ég".

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 26/10/09 02:12

hvurslags mælti:

Mig dreymdi að ég væri í rauðri kápu að keyra um óákveðna borg í bíl með öðru fólki (þar á meðal vinum mínum og ókunnugum). Hvað gæti það bent til? (Annað en hefðbundið draumráðningadót.)

Rauða kápan er alla vega einhver tilvísun í Liverpool. Sennilega fyrirboði um þessa rassskellingu sem fram fór í dag. Þú líklega í Hamann treyjunni þinna krúsandi um Reykjavík fagnandi sigri á Scum júnæted.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 27/10/09 07:13

Brad Pitt.

Ég hef áhyggjur af þessu, verð að segja það...

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 27/10/09 07:16

Villimey Kalebsdóttir mælti:

Eitthvað bannað innan sextán.

‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

Værirðu til í að útskýra þetta nánar? Því það er alltaf spurning um hvort að innan sextán sé innan sextán (sbr kvikmyndir) eða innan 18, sem að ku vera lögr...ráða aldurinn. Síðast þegar ég fékk eitthvað sem var bannað innan sextán leið mér rosa vel. Pabbi hennar varð hinsvegar brjálaður.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 27/10/09 13:12

Mig dreymdi að ég væri að heyja á Skólavörðustígnum... ‹klórar sér í höfðinu›

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 28/10/09 00:54

Ahhh... Þess vegna fann ég þennan yndælis töðuilm þegar ég gekk til vinnu í morgun...

... hér í Háabarði.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 28/10/09 11:32

Mig dreymdi að ég væri að fara til Toronto. En þegar úr flugvélinni var komið var ég barasta í Danmörku og þar var hryllilegt fólk sem slæmar hárgreiðslur og það eina sem ég vildi gera var að komast heim aftur til viðhengisins míns. Mikið ofboðslega var ég fegin þegar ég vaknaði.

Krúsídúlla Gestapó.
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: