— GESTAPÓ —
Hvað er eiginlega málið?
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 17/5/09 17:27

Netsvæði eru aldrei skemmtilegri en fólkið sem þau sækir.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 17/5/09 18:04

Það má vel vera að ýmsir (þar með talinn ég) snúi aftur af auknu afli að loknu sumarfríi. Ég vona það allavega.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 18/5/09 18:25

O það er ýmislegt sem hefur verið að hér og orsakað nennuleysi mitt. Ég er þó að reyna núna.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 18/5/09 18:43

Jarmi mælti:

Netsvæði eru aldrei skemmtilegri en fólkið sem þau sækir.

Vissulega, en menn geta verið skemmtilegari í góðum félagskap. Og öfugt. En getur vel verið að Gestapo hressist aftur á komandi haust.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 18/5/09 23:49

Það er ekki alveg augljóst hverjar ástæðurnar fyrir deyfð hjer að undanförnu eru. Vjer teljum þó mjög líklegt að einn hluti skýringarinnar sje það sem hlebbi nefndi 16/5/09 12:44, þ.e. mikil fjarvera ritstjórnar. Ein hugmynd til að lífga upp á Gestapóið þrátt fyrir fjarveru ritstjórnar væri hugsanlega meiri völd einhverra gesta, t.d. til að stjórna því í hvaða 'umræðusvæði' Gestapóið skiptist, möguleiki á að efna til hliðstæðu þýsku daganna sem ritstjórn var eitt sinn með o.fl. Þessi hugmynd er þó dálítið 'hættuleg' - það yrði t.d. að vera um hana mjög víðtæk samstaða og því teljum vjer ólíklegt að þetta sje raunhæft. Best væri auðvitað að ritstjórn væri miklu virkari en hún er að líkindum önnum kafin.

Nýliðun þyrfti kannski að vera meiri.

Síðast en ekki síst, almennar annir gesta hjer gætu verið skýringin, vjer vorum t.d. oft óvenju uppteknir í vetur vegna óvenjulegs verkefnis sem mikill frítími fór í en því lauk rjett eftir páska og það vandamál því horfið.

Eitt sem svo má velta fyrir sjer: Vjer erum frekar virkir hjer ef margir aðrir eru virkir hjer líka - það er nefnilega yfirleitt skemmtilegast hjer þegar margir eru virkir. Eru margir hjer sem eru ekki mjög virkir einfaldlega af þeirri ástæðu að margir aðrir eru ekki mjög virkir hjer ? Sje þetta ástæðan ætti að vera hægt að auka hjer virkni (og það mikið) en fyrst þarf að komast að hvort þetta er hluti vandamálsins (það er það a.m.k. hjá oss).

En svo gæti auðvitað ýmislegt verið til í því sem Grýta sagði 16/5/09 12:52.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 18/5/09 23:54

ég held að þetta sé af því að Aðalöndin er hætt.

Já það er örugglega málið.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 18/5/09 23:55

Nýliðun gæti verið meiri já.
Eigi samfélög að geta viðhaldið sér og endunýjast þá verður að taka vel á móti nýbúum.

Annars í alvöru finnst mér ekki ólíkleg skýring vera sú að hér er hátt hlutfall nema sem eru á kafi í prófum á þessum árstíma.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 18/5/09 23:56

Grýta mælti:

Annars í alvöru finnst mér ekki ólíkleg skýring vera sú að hér er hátt hlutfall nema sem eru á kafi í prófum á þessum árstíma.

Þetta er a.m.k. hluti skýringarinnar - vonandi sem stærstur hluti því sje svo hverfur vandamálið bráðum ‹Glottir eins og fífl›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 18/5/09 23:58

Vladimir Fuckov mælti:

Grýta mælti:

Annars í alvöru finnst mér ekki ólíkleg skýring vera sú að hér er hátt hlutfall nema sem eru á kafi í prófum á þessum árstíma.

Þetta er a.m.k. hluti skýringarinnar - vonandi sem stærstur hluti því sje svo hverfur vandamálið bráðum ‹Glottir eins og fífl›.

Jamm..... og þá kemur sumarlokun er það ekki?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 19/5/09 06:46

Vladimir Fuckov mælti:

[...] Eru margir hjer sem eru ekki mjög virkir einfaldlega af þeirri ástæðu að margir aðrir eru ekki mjög virkir hjer ? [...]

Ég kem oft hingað inn í hressu stuði en fer aftur út fullur vonbrigði. Ekkert fyndið hafði verið sagt síðan síðast.

ÉG KEM HINGAÐ TIL AÐ LÁTA SKEMMTA MÉR FOR FANDEN!

‹Sparkar í dverg og heimtar dans›

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 19/5/09 08:02

Ái! ‹dansar›

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 19/5/09 11:48

‹dansar kósakadans›

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 19/5/09 12:29

Eðlilegt væri að safna saman upplýsingum um það sem veldur lægðum á Gestapói. (Það eru jú líklega fleiri en einn þáttur, nema þá að aðalorsökin sé ein og allar hinar standi í tengslum við hana.) Með það að vopni ætti að vera hægt að vinna spár um aukna eða minnkandi virkni. Þó er óvíst hvað ætti að gera við slíkar spár.
Var ekki B. Ewing einhverntíman með litaspár? (Nú dettur mér Litalúðurinn í hug. Magnað hvað maður las skemmtilegar bækur í barnæsku.)
En svona fyrir utan próflestur og annir, kreppu, (hvar svosem hún á sér stað), og gott veður, þá langar mig að kenna góðum nettengingum um. Það er alltof góðum tengingum um að kenna að fólk getur nú valsað um allt netið einsog því sýnist, hvort sem það er snjáldurskjóðan eða (e.) youtube. (Hvernig er það, eru það samantekin ráð að láta svona vefsíður heita mér algerlega óskiljanlegum nöfnum?)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jens Østergaard 25/5/09 08:05

Einhver minntist á nýliðun. Oftast þegar ég hef byrjað á nýju spjallborði þá hef ég fengið ágætar viðtökur. Hér fékk ég slæmar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 25/5/09 08:29

Jens Østergaard mælti:

Einhver minntist á nýliðun. Oftast þegar ég hef byrjað á nýju spjallborði þá hef ég fengið ágætar viðtökur. Hér fékk ég slæmar.

Haltu kjafti.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 25/5/09 08:58

Von Strandir mælti:

Jens Østergaard mælti:

Einhver minntist á nýliðun. Oftast þegar ég hef byrjað á nýju spjallborði þá hef ég fengið ágætar viðtökur. Hér fékk ég slæmar.

Haltu kjafti.

‹öskrar af hlátri›

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 25/5/09 11:09

Ívar Sívertsen mælti:

Von Strandir mælti:

Jens Østergaard mælti:

Einhver minntist á nýliðun. Oftast þegar ég hef byrjað á nýju spjallborði þá hef ég fengið ágætar viðtökur. Hér fékk ég slæmar.

Haltu kjafti.

‹öskrar af hlátri›

‹Öskrar bæði hærra og lengur en Ívar af hlátri›

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 25/5/09 11:13

Já svo er líka Mafían að stela tíma frá skemmtilegum póum.‹Starir þegjandi út í loftið›
Veit ekkert hvort það var komið, en þá er það bara komið aftur fram.

‹Heldur áfram að yfirgnæfa Ívar með hlátursöskri›

        1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: