— GESTAPÓ —
Tæknileg vandræði
» Gestapó   » Almennt spjall
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 11/5/09 21:20

Enn og aftur misnota ég aðstöðuna hér á Gestapó í tæknispurningar.

Málið er að hér úti er betri helmingur Hvæsa að nema ljósmyndun, og var að fá sér nýja myndavél.
Gripurinn heitir Canon 5d MII og er algjört tröll sem getur allt.

En galli fylgir þessu tæki og það er að ekkert fótósjopp getur lesið RAW fælana úr henni nema CS4...
Þá er ég loksins kominn að efninu, ég finn hvergi cs4 fyrir mac á netinu og/eða fæ það ekki til að virka.
Þessvegna er nýja 400þús króna græjan með öllu gagnslaus þartil þetta kemur í lag.
kann einhver að eiga við cs 4 ?

Bk úr sólinni

Hvæsi.

E.s
Ég er sigurvegari hér !!!!

‹Glottir eins og fífl›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/5/09 22:31

Keyptu þér 50 þúsund krónu PC tölvu og þú ert í góðum málum...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 12/5/09 01:04

Það er til einhver viðbót fyrir CS3. Allavega er ég að lesa RAW fæla úr Canon vél í Photoshop CS3 í Mac. Ég man að það gerðist ekki sjálfkrafa í upphafi en mér er fyrirmunað að muna hvað ég gerði nákvæmlega, en það virkaði. En allavega sótti ég örugglega eitthvað og bætti við Photoshop. Spurðu Google.

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 12/5/09 04:40

Google er besti vinur barnanna

http://raifra.fh-friedberg.de/Mac/index-en.html

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 12/5/09 12:22

Wonko the Sane mælti:

Það er til einhver viðbót fyrir CS3. Allavega er ég að lesa RAW fæla úr Canon vél í Photoshop CS3 í Mac. Ég man að það gerðist ekki sjálfkrafa í upphafi en mér er fyrirmunað að muna hvað ég gerði nákvæmlega, en það virkaði. En allavega sótti ég örugglega eitthvað og bætti við Photoshop. Spurðu Google.

Já Raw fæla hef ég unnið í cs2 0g 3, en þessi nýja canon er með svolítið stærri upplausn en aðrar vélar og því hefur ekkert af viðbótunum virkað fyrir hana.

Ég neita að kaupa þetta rándýra forrit.
‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fásnes 16/6/09 06:43

Mæli ég með að þú útvegir þér forrit kennt við herbergi ljósanna. Á engilsaxensku: "Lightroom" frá sama framleiðanda sem kom með Photoshop.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 16/6/09 07:41

Fásnes mælti:

Mæli ég með að þú útvegir þér forrit kennt við herbergi ljósanna. Á engilsaxensku: "Lightroom" frá sama framleiðanda sem kom með Photoshop.

já, Lightroom ætti að ráða við þetta. Það hefur alltaf verið einu til tveimur skrefum framar en Photoshop í meðhöndlun RAW mynda, enda sérhannað til vinnslu slíkra skráa. Photoshop er hins vegar svo miklu meira en bara raw converter og ljósaleiðrétting og því er raw converterinn því bara sýnishorn af því sem Lightroom getur.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 16/6/09 15:31

Mac.....

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 16/6/09 16:36

Er ekki lítill skjár aftaná myndavélinni? Getur bara skoðað myndirnar þar. Snobb er þetta alltaf í ykkur spagettíætunum.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: