— GESTAPÓ —
Ambögu- og málvillusafn B. Ewings.
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 3/5/09 17:20

Hvort er rétt að segja eistalyppur eða eistnalyppur?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 3/5/09 18:15

Lestu fyrri síðu. Þetta er komið fram.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 3/5/09 19:33

Ég er ekki alviss um að svo sé. Hér á fyrri síðu hefur því verið kastað fram að það væri regla, að líkamshlutaforliðir tækju ekki með sér -n-, því að það væri óþjált í munni. Og orðiðeyrnasnepill afgreitt sem undantekning, og eistnasekkur sem rökrétt afleiðing af því að sekkurinn er um bæði eistun.
Nú er mýgrútur af samsettum orðum með líkamshluta í forlið, sem hafa -na-. Þar má nefna eyrnamerg, nýrnasteina, lungnafisk, og ábyggilega miklu fleiri, ef mér dyttu þau í hug. Og öfugt.
Nú kemur mér til hugar samsetningagreining sú sem við lærðum í grunnskóla, 17 mínútum fyrir samræmda prófið. Þar skiptast orðasamtengingar í þrennt: Stofnsamstengingu, eignarfallssamtengingu og bandstafssamtengingu.
Mér sýnist það líklegast að breytileikann í samsetingu orða á borð við augabrúnir, eyrnalokk, bjúgnakræki og augnakarl megi rekja til þess, að samsetning með -na- er eignarfallssamsetning, en án -na- er stofnsamsetning.
Spurningin um hvort réttara sé að segja eistna- eða eistalyppur er komin til af því, að ég nota það orð afar sjaldan, og hef því ekki tilfynningu fyrir því. Ég get ekki séð að reglur komi því neitt við (nema það séu til reglur um það, hvenær stofnsamsetning og eignarfallssamsetning eru notaðar).

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 3/5/09 20:51

Blöndungur mælti:

Ég er ekki alviss um að svo sé. Hér á fyrri síðu hefur því verið kastað fram að það væri regla, að líkamshlutaforliðir tækju ekki með sér -n-, því að það væri óþjált í munni.

Því fer fjarri að ég hafi sagt það. Ég gaf upp aðra ástæðu.

Blöndungur mælti:

Og orðið eyrnasnepill afgreitt sem undantekning, og eistnasekkur sem rökrétt afleiðing af því að sekkurinn er um bæði eistun.
Nú er mýgrútur af samsettum orðum með líkamshluta í forlið, sem hafa -na-. Þar má nefna eyrnamerg, nýrnasteina, lungnafisk, og ábyggilega miklu fleiri, ef mér dyttu þau í hug. Og öfugt.

Gott. Gott. Væntanlega ber að skýra þetta þannig að þó að mergurinn geti verið í öðru eyranu o.s.frv. þá er að öllu jöfnu fjallað um þessi fyrirbæri án þess að þau séu sérstaklega tengt öðru eyranu/nýranu/lunganu.

Önnur skýring gæti verið sú að eignarfall eintölu af veikum hvorugkynsorðum er eins og nefnifall eintölu (reyndar eru öll föllin eins í eintölu). Öll dæmin sem þú nefnir eru afþessum veiku hvorugkynsorðum. Þess vegna mætti vel halda því fram að hér sé það einmitt na-endingin sem er þjál í muni en -a endingin síður. 'Eyramergur' er fullkomlega rétt myndað orð en hljómar svolítið eins og '*náriverkur' í stað 'náraverkur'. Því kann það að hafa orðið undir.

Blöndungur mælti:

Nú kemur mér til hugar samsetningagreining sú sem við lærðum í grunnskóla, 17 mínútum fyrir samræmda prófið. Þar skiptast orðasamtengingar í þrennt: Stofnsamstengingu, eignarfallssamtengingu og bandstafssamtengingu.
Mér sýnist það líklegast að breytileikann í samsetingu orða á borð við augabrúnir, eyrnalokk, bjúgnakræki og augnakarl megi rekja til þess, að samsetning með -na- er eignarfallssamsetning, en án -na- er stofnsamsetning.

Já, samsetningar eru af þessum þremur gerðum, það er alveg rétt. Það gengur þó ekki að skýra 'augabrúnir' (og aðrar slíkar samsetningar þar sem '-na'-endingar hefði verið von) sem stofnsamsetningu. Stofnin er 'aug'. Stofnsamsett orð af þessu tagi væri 'augbrúnir', sbr 'auglit','auglýsing', 'augljóst' o.s.frv.

Blöndungur mælti:

Spurningin um hvort réttara sé að segja eistna- eða eistalyppur er komin til af því, að ég nota það orð afar sjaldan, og hef því ekki tilf[i]nningu fyrir því. Ég get ekki séð að reglur komi því neitt við (nema það séu til reglur um það, hvenær stofnsamsetning og eignarfallssamsetning eru notaðar).

Orðið er klárlega eignarfallssamsetning, myndað út frá fleirtölu. Nú mætti halda því fram með rökum að orðmyndin 'eistalyppa' væri fýsilegra enda mun hvort lyppa tengjast sínu eista. Að því leyti er það frábrugðið orðinu 'eistnasekkur' en í mínu stuttaralega og heldur hranalega svari hér að ofan lagði ég orðin að jöfnu. Ég biðst forláts á því.

Hér vísa ég til þess sem ég svaraði hér að ofan um erynamerg, nýrnasteina og lungnafisk. Ég geri ráð fyrir að sama eigi við um eistnalyppur.

Ég hef ekki nennt að lesa þetta svar yfir. Það eru ugglaust innsláttarvillur í því en vonandi engar staðreyndavillur.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 3/5/09 21:09

Hefði ekki bara verið betra að hafa þetta

hlewagastiR mælti:

Lestu fyrri síðu. Þetta er komið fram.

"Eistnalyppa"?

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 3/5/09 21:41

ÍO: hlykkjótt pípa ofan við hvort eista sem tengist sáðrás, þar þroskast og geymast sáðfrumur.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 8/5/09 21:52

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/05/08/radgjafi_i_hvita_husinu_segir_af_ser/

„Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að flugið hafi verið skipulagt í samræði við borgaryfirvöld og yfirvöld í New York-ríki. Almenningi var hins vegar ekki gert viðvart.“

Eða kannski er þetta ekki nein villa ? ‹Glottir eins og fífl›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 8/5/09 23:45

Þetta er áfall ! Skandall ! ÓFORBETRANLEGT!!
...hefur til allrar hamingju ekki náð útbreiðslu út fyrir ættbálka frumbyggja, sem halda sig á jaðri Kalahari eyðumerkurinnar.

Svo er aftur á móti spurning hvort ritstjórn viti betur en við um eyðu, eða jafnvel eyður, í eyðimörkinni... ‹Starir þegjandi út í loftið›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Arne Treholt 9/5/09 08:04

Kommúnistar hafa í áratugi reynt að grafa undan tungu vorri. Fyrst var það Esperantó og nú síðast Evrópusambandið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 19/5/09 13:42

Þetta er nú kannski ekki beint ambaga, en læt það flakka. Það er svo ótrúlega sérkennilegt og merkilegt að vera barnshafandi í 6 ár. Nema að blaðamaðurinn eigi við að konan hafi verið þung, þá er þetta ekkert merkilegt.

Annað dæmi í skýrslunni sagði frá óléttri konu sem drukkið hafði allt að þrjá lítra af kóladrykkjum dag hvern sl. sex ár

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
19/5/09 14:52
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 20/5/09 09:46

Þetta er reyndar hvorki málvilla né ambaga sem kætti mig hér, heldur er það skemmtileg staðreyndavilla;
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=76154
Eins og sést á myndinni þá er Dóra íslensku landsliðsmaður....

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 20/5/09 23:14

Sá óborganlega smáauglýsingu í Fréttablaði gærdagsins. Þar var einhver með HÁLFANN angórakettling til sölu á hagstæðu verði. Fylgdi ekki sögunni hvort þetta væri framm eða afturhelmingur.

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
21/5/09 02:58

Forsíða dv.is þessa stundina er sérstaklega skemmtileg.

Fyrir þá sem ekki geta séð myndina, þá birtir dv.is grein hægra megin á síðunni um málfræðiambögur Sigmundar Ernis Rúnarssonar í pontu. Við hliðina á þeirri grein er aðalgreinin á forsíðunni, undir flennistórri fyrirsögn: „Jackson frestar fjórum tónleikum“.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 28/5/09 15:23

Úr http://www.visir.is/article/20090528/FRETTIR01/496914413 :

Tilvitnun:

Þorgerður kom strax í kjölfarið og sagði að nú væri Blake brugðið þegar hæstvirtur fjármálaráðherra hefði ekki skoðun á sinni eigin tillögu.

‹Grípur um kvið sjer, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 28/5/09 15:27

‹Grípur um kvið sjer, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

Þetta er óborganlegt. ‹Þurrkar tárin›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 28/5/09 15:36

Ertu ekki að spauga!
‹Tapar sér, missir sig og grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 28/5/09 17:37

‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

To live outside the law, you must be honest.
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: