— GESTAPÓ —
Ambögu- og málvillusafn B. Ewings.
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 26/4/09 09:25

Stasetningarvillan í þessari frétt er bara einum of kostuleg, breytir algerlega um merkingu bara við að missa einn staf. ‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri› Svíaflensa komin til Frakklands

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 26/4/09 09:33

B. Ewing mælti:

Stasetningarvillan í þessari frétt er bara einum of kostuleg, breytir algerlega um merkingu bara við að missa einn staf. ‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri› [url=Svíaflensa komin til Frakklands]http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/04/26/sviaflensa_komin_til_frakklands/[/url]

Já það er satt... ‹Glottir eins og fífl›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 27/4/09 03:40

B. Ewing mælti:

Stasetningarvillan í þessari frétt er bara einum of kostuleg, breytir algerlega um merkingu bara við að missa einn staf. ‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri› Svíaflensa komin til Frakklands

Er þetta semsagt Socialproblem?

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 27/4/09 07:00

B. Ewing mælti:

Stasetningarvillan í þessari frétt er bara einum of kostuleg, breytir algerlega um merkingu bara við að missa einn staf. ‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri› Svíaflensa komin til Frakklands

Hvernig læknar maður Svíaflensuna? Á maður að drekka punsch eða akvavit og syngja "Helan går"? Eða er þetta einkenni?

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 2/5/09 02:03

Ég heyrði einhvurn tala um „nítugan“ mann í útvarpinu í vikunni. ‹Klórar sér í höfðinu› Getur virkilega verið að fólk sé svona vitlaust?

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 2/5/09 12:13

Við skulum bara vona að hann verði áfram þetta hress og ern þegar hann verður títugur.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 2/5/09 23:53

Kargur mælti:

Ég heyrði einhvurn tala um „nítugan“ mann í útvarpinu í vikunni. ‹Klórar sér í höfðinu› Getur virkilega verið að fólk sé svona vitlaust?

Sá aðili hefur eflaust verið títján ára. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 2/5/09 23:57

Hver ætli sé annars röksemdin á bak við það að verða allt í einu -ræður í staðinn fyrir -tugur, svona undir blálok æviskeiðsins? ‹Klórar sér í höfuðstafnum›

Og fyrst ég er nú að spurja, af hverju vilja sumir íslenskufræðingar (ef ég skildi það sem ég las rétt), vilja segja „augabrúnir“ en ekki „augnabrúnir“, og er rétt að fleirtalan af „brún“ geti líka verið „brýn“ (setja í brýnnar, en ekki brýrnar?). (Mér finnst „brýn“ reyndar mjög flott.)

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 3/5/09 02:07

Billi bilaði mælti:

Hver ætli sé annars röksemdin á bak við það að verða allt í einu -ræður í staðinn fyrir -tugur, svona undir blálok æviskeiðsins? ‹Klórar sér í höfuðstafnum›

Og fyrst ég er nú að spurja, af hverju vilja sumir íslenskufræðingar (ef ég skildi það sem ég las rétt), vilja segja „augabrúnir“ en ekki „augnabrúnir“, og er rétt að fleirtalan af „brún“ geti líka verið „brýn“ (setja í brýnnar, en ekki brýrnar?). (Mér finnst „brýn“ reyndar mjög flott.)

Þessu skal ég svara, Billi. Þó ekki nema fyrir það hvað mér þykir skemmtilegt að þetta skuli vera heitasta umræðuefnið suður á Háabarði þessa dagana.

Spurningin er tvíþætt og svarið verður það líka.

a) af hverju vilja sumir íslenskufræðingar (ef ég skildi það sem ég las rétt), vilja segja „augabrúnir“ en ekki „augnabrúnir“,
Mér finnst óþarft að takmarka spurninguna við íslenskufræðinga. („Íslenskufræðingur“ er reyndar bullorð, þeir eru ekki til frekar en dönskufræðingar eða frönskufræðingar. Hins vegar eru til málfræðingar og bókmenntafræðingar. En það er önnur Ella.)
Það er vissulega meginregla að líta til merkingar þegar beygingarending fyrri liðar í eignarfallssamsetningu er valin. Þess vegna segjum við 'mánaðamót' en ekki 'mánaðarmót', mánuðirnir eru tveir og því kemur eintölusamsetning ekki til greina. Mýmörg dæmi mætti tína til um þetta (og reyndar nokkrar undantekningar og ýmsar merkingarflækjur en látum slíkt liggja milli hluta).

Hins vegar hafa kven- og hvorugkynsnafnorð sem beygjast veikt sérstöðu. Í ef. ft. enda þau mörg hver á '-na' sem þykir óþjált í samsetningum. Þannig eru samsett orð ýmist mynduð með eintölu- eða fleirtöluformi þó að merkingin sé augljóslega fleirtala. Lítum á það:
fluga-flugna: flugutegund / flugnamor
gáfa-gáfna: gáfufólk / gáfnamerki
glósa-glósna: glósubók
kartafla-kartaflna: kartöfluuppskera
samloka-samlokna: samlokugrill
sveskja-sveskna: sveskjugrautur

Enn má bæta því við að þegar eignarfallssamsetningar eru búnar til um likamshluta helst eintöluformið áfram þó að talað sé um fleiri en einn líkamshluta. Lítum á það:

handarbak-handarbök (ekki handabök)
axlarliður-axlarliðir (ekki axlaliðir)
hnésbót-hnésbætur (ekki hnjá(a)bætur)

Af sömu ástæðu:
augabrún-augabrúnir/brýn (ekki augnabrúnir/brýn)

Þetta er svo sem ekkert bundið við líkamshluta. Ég hef hér notað orðið 'beygingarending'. Í fleirtölu er það 'beygingarendingar' (ekki 'beygingaendingar'). Fleirtölusamsetning er því helst notuð þegar eintölusamsetning er alltaf ('mánaðamát') eða að öllu jöfnu ('framkvæmdastjóri') merkingarlega fráleit.

Þó er allt í heiminum hverfult og stundum er þetta alveg á hvolfi. Þannig er 'eyrnasnepill' aldrei 'eyrasnepilll', jafnvel þótt aðeins sé rætt um einn.

b) er rétt að fleirtalan af „brún“ geti líka verið „brýn“ (setja í brýnnar, en ekki brýrnar?
Í fornu máli höfðu nokkur einkvæð kvenkynsorð hljóðverpta endingarlausa fleirtölumynd. Í nútímamáli lifir enn beyging tveggja þeirra:
lús-lýs
mús-mýs

Ég man í svipinn tvö önnur sem hafa glatað þessari skemmtilegu beygingu:
gás-gæs (gás um gás frá gás til gásar - gæsir um gæsir frá gásum til gása)
brún-brýn (brún um brún frá brún til brúnar - brýn um brýn frá brúnum til brúna)

Með greini verður þetta enn framandlegra en þá er best að bera saman við það sem við þekkjum betur:
mýs+(hi)nar -> mýsnar
brýn+(hi)nar -> brýnnar (borið fram: bríddnar)

Jafnvel hin nær beygingarlausa enska hefur haldið í gömlu samgermönsku beyginguna á gæs (goose-geese), það er ekki víða sem sú tunga tekur íslensku fram í verðveislu fornmálsins.

Það telst nú fyrnska að tala um augabrýn sínar eða að segjast hafa séð grágás á flugi (þó heitir lögbókin gamla ennþá Grágás). Hins vegar hefur ávallt þótt drengilegt að fyrna mál sitt og verður svo vonandi enn um ókomna framtíð.

Stutta svarið við b) er því já.

Þessu rausi ber að ljúka á frægri frásögn:

Egill settist þar niður og skaut skildinum fyrir fætur sér; hann hafði hjálm á höfði og lagði sverðið um kné sér og dró annað skeið til hálfs, en þá skellti hann aftur í slíðrin; hann sat uppréttur og var gneyptur mjög. Egill var mikilleitur, ennibreiður, brúnamikill, nefið ekki langt, en ákaflega digurt, granstæðið vítt og langt, hakan breið furðulega og svo allt um kjálkana, hálsdigur og herðimikill, svo að það bar frá því, sem aðrir menn voru, harðleitur og grimmlegur, þá er hann var reiður; hann var vel í vexti og hverjum manni hærri, úlfgrátt hárið og þykkt og varð snemma sköllóttur; en er hann sat, sem fyrr var ritað, þá hleypti hann annarri brúninni ofan á kinnina, en annarri upp í hárrætur; Egill var svarteygur og skolbrúnn. Ekki vildi hann drekka, þó að honum væri borið, en ýmsum hleypti hann brúnunum ofan eða upp.

Aðalsteinn konungur sat í hásæti; hann lagði og sverð um kné sér, og er þeir sátu svo um hríð, þá dró konungur sverðið úr slíðrum og tók gullhring af hendi sér, mikinn og góðan, og dró á blóðrefilinn, stóð upp og gekk á gólfið og rétti yfir eldinn til Egils. Egill stóð upp og brá sverðinu og gekk á gólfið; hann stakk sverðinu í bug hringinum og dró að sér, gekk aftur til rúms síns; konungur settist í hásæti. En er Egill settist niður, dró hann hringinn á hönd sér, og þá fóru brýn hans í lag.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 3/5/09 04:11

‹Ljómar upp›
Þetta er mikið og gott svar sem ég las ítarlega, og sé að engin voru handarbakavinnubrögð viðhöfð í samsetningu þess.

Það minnir mig líka á eldgamlar vangaveltur mínar. Árið 1999 ég var við vinnu á Nýfundnalandi, þar sem fólk stundar það að veiða elgi. Eftir umræður þar um spurði ég hví ekki væri sama fleirtöluregla höfð um elgi og gæsir. Þ.e. fyrst að gæsir væru: „goose“ -> „geese“, hví elgir væru þá ekki „moose“ -> „meese[/s] í stað [g]mooses“. Ekki fékk ég svar við því þá, en tel mig geta afleitt svarið hér að ofan við þeirri gömlu spurningu minni. (Einnig gæti þar verið um kvenkyn versus karlkyn að ræða, þó að mér skiljist að kynhneigð orða í ensku sé ekki eins ljós og í íslensku.)

Í lokatextanum, sem er náttúrlega afbragð eins og annað í svarinu, langar mig að spurja hvort að það sé algeng, eins og þar er gert þegar hegðun hvorrar augabrúnar er lýst sérstaklega, að þá „skaut hann annarri“ og svo „skaut hann annarri“ (en ekki hinni)? En þá erum við kannski komnir út í spurningar um ritstíl en ekki málfræði.

En, nú ætla ég að lesa svarið aftur.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 3/5/09 04:20

hlewagastiR mælti:

...
Enn má bæta því við að þegar eignarfallssamsetningar eru búnar til um likamshluta helst eintöluformið áfram þó að talað sé um fleiri en einn líkamshluta. Lítum á það:

handarbak-handarbök (ekki handabök)
axlarliður-axlarliðir (ekki axlaliðir)
hnésbót-hnésbætur (ekki hnjá(a)bætur)

Af sömu ástæðu:
augabrún-augabrúnir/brýn (ekki augnabrúnir/brýn)
...

Eru eftirfarandi orð þá undantekningar á líkamshlutaeintöluforliðum?

Nasavængir (ekki nösvængir) (hér er náttúrlega ekki um „-na“ orð að ræða)
Eistnasekkur (ekki eistasekkur)
Fingravettlingar (ekki fingurvettlingar)

Það er eins gaman að pæla í þessi nú á gamalsaldri eins og það er leiðinlegt að láta börnin reka mann á gat í grunnskólamálfræðinni sem allt of lítið situr eftir af.

‹Heldur áfram að pæla›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 3/5/09 04:22

Djöfull þurfið þið leiðidapúkinn alltaf að gera lífin leiðinleg.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 3/5/09 04:30

hlewagastiR mælti:

...
b) er rétt að fleirtalan af „brún“ geti líka verið „brýn“ (setja í brýnnar, en ekki brýrnar?
Í fornu máli höfðu nokkur einkvæð kvenkynsorð hljóðverpta endingarlausa fleirtölumynd. Í nútímamáli lifir enn beyging tveggja þeirra:
lús-lýs
mús-mýs

Ég man í svipinn tvö önnur sem hafa glatað þessari skemmtilegu beygingu:
gás-gæs (gás um gás frá gás til gásar - gæsir um gæsir frá gásum til gása)
brún-brýn (brún um brún frá brún til brúnar - brýn um brýn frá brúnum til brúna)
...

Er það þá þessi hljóðverpta endingarlausa fleirtölumynd sem lifir í samsettu orðunum „stórhýsi“ og „glæsihýsi“ þó að hún hafi tapast í ósamsetta orðinu hús -> hús. (Það lifir þá einnig í því að þessi vefur er hýstur á góðum stað?)
En „stórhýsi“ er samt oftar notað um eitt hús. ‹Klórar sér í höfuðstafnum›

Smá orðaleikur...
„Í Skuggahverfinu eru mörg hús, og fjölgaði þar stórhýsum ört undanfarin ár.“
„Í Skuggahverfinu eru mörg hýsi, og fjölgaði þar stórhúsum ört undanfarin ár.“

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 3/5/09 04:31

Upprifinn mælti:

Djöfull þurfið þið leiðidapúkinn alltaf að gera lífin leiðinleg.

Þó aldrey móðurlífin. ‹Starir þegjandi út í loftin›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 3/5/09 13:09

Billi bilaði mælti:

‹Ljómar upp›
Í lokatextanum, sem er náttúrlega afbragð eins og annað í svarinu, langar mig að spurja hvort að það sé algeng, eins og þar er gert þegar hegðun hvorrar augabrúnar er lýst sérstaklega, að þá „skaut hann annarri“ og svo „skaut hann annarri“ (en ekki hinni)? En þá erum við kannski komnir út í spurningar um ritstíl en ekki málfræði.

Svona var jafnan tekið til orða í fornritunum en aldri með þeirri aðferða sem við brúkum. Ég veit ekki hvenær það breyttist. Eflaust hefur þetta einhvern tímann meðan breytingin stóð yfir verið spurning um stíl. Á söguöld var þó gamla aðferðin agjörlega einhöfð á sama hátt og sú nýja er það núna nema menn vilji vera þeim mun fornari máli (og skapi).

Útlendinum í íslenskunámi þykir umræða um 'annan' og 'hinn' undarleg í ljósi þess að 'annar' hljóti að þýða sá sem er nr. 2. 'Hinn' hljóti þá að vera nr. 1 þó að hann sé jafnan talinn upp á eftir þeim seinni!

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 3/5/09 13:14

Billi bilaði mælti:

Eru eftirfarandi orð þá undantekningar á líkamshlutaeintöluforliðum?

Nasavængir (ekki nösvængir) (hér er náttúrlega ekki um „-na“ orð að ræða)
Eistnasekkur (ekki eistasekkur)
Fingravettlingar (ekki fingurvettlingar)

Nr. 1 er slík undanteknin, alveg eins og eyrnasnepillinn. Einn nasavængur tilheyrir einni nös, þó notum við fleirtölu.

Hins vegar er sekkurinn að öll jöfnu utan um tvö eistu og vettlingarnir að öllu jöfnu utan um fleiri en einn fingur. Því er fleirtölusamsetningin leidd af merkingu með reglubundnum hætti og er því ekki undantekning.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 3/5/09 13:15

Upprifinn mælti:

Djöfull þurfið þið leiðidapúkinn alltaf að gera lífin leiðinleg.

Upprifinn minn, ástkæra hirðníðskáld, yrk oss níð um þetta (og fleira vont).

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 3/5/09 13:59

[quote="Billi bilaði"]

hlewagastiR mælti:

Er það þá þessi hljóðverpta endingarlausa fleirtölumynd sem lifir í samsettu orðunum „stórhýsi“ og „glæsihýsi“ þó að hún hafi tapast í ósamsetta orðinu hús -> hús. (Það lifir þá einnig í því að þessi vefur er hýstur á góðum stað?)
En „stórhýsi“ er samt oftar notað um eitt hús. ‹Klórar sér í höfuðstafnum›

Smá orðaleikur...
„Í Skuggahverfinu eru mörg hús, og fjölgaði þar stórhýsum ört undanfarin ár.“
„Í Skuggahverfinu eru mörg hýsi, og fjölgaði þar stórhúsum ört undanfarin ár.“

Nú er ég hræddur um að þú sért kominn út á tún.

Einkvæð hvorugkynsorð taka ekki i-hljóðvarpi á leið sinni til fleirtölu. Þau taka hins vegar u-hljóðvarpi þegar það á við:
barn->börn
þak->þök

Hljóðverptu nafnorðin sem þú nefnir eru tvíkvæð enda alltaf á -i (enda er hljóðvarpið i-hljóðvarp), bæði í eintölu og fleirtölu. Þetta eru ekki beygingarmyndir heldur sjálfstæð orð, sem sagt, þetta er orðmyndunaraðferð. Orðin eru í hvorugkyni og eignarfallið endar alltaf á -s.

Þetta er stundum notað í samsetningum án þess að merking breytist að tiltölu:
stór+hús -> stórhýsi
góður+maður -> góðmenni
heilagur+fiskur -> heilgafiski
einn+dómur -> eindæmi
for+aldur -> foreldri

Í ósamsettum orðum felst í þessu merkingarbreyting oft til smækkunar, neikvæðni eða beinlínis til háðungar.
ból -> bæli
garpur -> gerpi

Samsett orð geta líka verið með smækkunar-/neikvæðni-/háðungarmerkingu:
illur+gras -> illgresi
illur+fugl -> illfygli

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: