— GESTAPÓ —
Ambögu- og málvillusafn B. Ewings.
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 16/3/09 11:06

Hér ætla ég að stofna ambögu- og málvillusafnið og nefna það í höfuðið á sjálfum mér. Ég er enginn sérfræðingur í íslenskri málfræði en mér svíður stundum í augun þegar ég er að lesa texta eftir fólk sem á að vera „atvinnumenn“ í textagerð.

Hér gefst öllum tækifæri til að leggja inn tilvitnanir í vont ritað mál og er það von mín að safnið eigi eftir að verða nokkurs konar víti til varnaðar fyrir fólk sem reynir að fóta sig á ritvellinum. Sömuleiðis er skemmtanagildið ótvírætt.

Til að auðveldara sé fyrir leikmenn að átta sig á villunum þá er afar heppilegt að merkja þær á augljósan hátt.

Fyrsta framlag mitt í safnið er:
Kolbrún segir í pistli á heimasíðu sinni að kjörsókn hafi verið afleidd
Ég vona innilega að tilvitnuð Kolbrún hafi ekki sagt þetta eins og það er skrifað...

‹Opnar fyrir blútkútinn, tekur plastfilmuna ofan af snittunum og skálar fyrir vel heppnaðri opnun.›‹Ljómar upp›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 16/3/09 11:08

Nýjasta cornucopia málvillna og ambaga má finna í persónuleikaprófum á fésbókinni. Það væri allt of mikið verk að vitna í þau öll, nærtækustu dæmin eru "hvaða bíl lanngar þér í?????" o.s.frv. ‹grípur fyrir augun›

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 16/3/09 12:23

Alveg ótrúlegt hvað hægt er að gera með notuðum barnafötum. ‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

Opnaði verslun með notuðum barnafötum

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 16/3/09 12:26

Einn námuverkamaður lést og fjórtán aðrir slösuðust í neðanjarðarsprengingu sem varð í kolanámi í borginni Zenica í Bosníu fyrr í dag. Um er að ræða metangassprengju.
Annað gæti verið innsláttarvilla en hitt hlýtur að teljast til hryðjuverka. ‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
16/3/09 13:31

B. Ewing mælti:

Hér ætla ég að stofna ambögu- og málvillusafnið og nefna það í höfuðið á sjálfum mér. Ég er enginn sérfræðingur í íslenskri málfræði en mér svíður stundum í augun þegar ég er að lesa texta eftir fólk sem á að vera „atvinnumenn“ í textagerð.

Pínulítið kaldhæðnislegt, en ég vitna í fyrstu málsgrein upphagsinnleggs þessa þráðar þar sem ég greini tvennt, sem betur mætti fara.

Í fyrsta lagi má sjá ljótt dæmi (og raunar skólabókadæmi) um þágufallssýki, sem hrjáir líklega 95% landsmanna.

Í öðru lagi er ekki jafnþekkt (en þó gríðarlega algengt nú á dögum) fyrirbæri á ferð, en þetta kýs ég að kalla „nafnháttarsýki“ eða „framsöguháttarflótta“. Mun fallegra væri að segja „þegar ég les texta“ í stað þess rauðlitaða. Höfundurinn er hins vegar sjúkur í nafnhátt og fælinn á framsöguhátt og því verður útkoman jafnljót og raun ber vitni. (Ég tel hér ekki um eiginlega málfræðivillu að ræða, en engu að síður ambögu, sbr. nafn þráðarins).

En B. Ewing talar vissulega um fólk, sem hefur textagerð að atvinnu. Í því ljósi vil ég benda á yfirþyrmandi algenga villu, sem felst í því að segja „oft á tíðum“. Hið rétta er „oft og tíðum“, enda þýðir orðið „tíðum“ hér „oft“ eða „títt“ en ekki nafnorðstíðir, sbr. t.d. árstíðir. Þessi villa er raunar svo algeng að margir munu halda því fram að hún sé alls ekki lengur villa, heldur hafi venjuhelgað sér sess sem rétt mál. Því er ég ósammála. Dæmi um þessa villu sá ég síðast á forsíðu Morgunblaðsins (!) fyrir stuttu.

Annað ekki óalgengara dæmi er orðið „innstæða“, sem jafnan er ritað og borið fram „innistæða“, sem er rangt. Því miður hefur síðari gerðin verið tekin inn í nýjustu útgáfu íslenskrar orðabókar og mætti því halda að hún sé nú jafnrétt og hin fyrri. Því er ég ósammála. Þess má geta að skv. lauslegri og óvísindalegri athugun notar Morgunblaðið jafnan orðið innstæða en Fréttablaðið innistæða.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 16/3/09 14:08

Pó mælti:

B. Ewing mælti:

Hér ætla ég að stofna ambögu- og málvillusafnið og nefna það í höfuðið á sjálfum mér. Ég er enginn sérfræðingur í íslenskri málfræði en mér svíður stundum í augun þegar ég er að lesa texta eftir fólk sem á að vera „atvinnumenn“ í textagerð.

Pínulítið kaldhæðnislegt, en ég vitna í fyrstu málsgrein upphagsinnleggs þessa þráðar þar sem ég greini tvennt, sem betur mætti fara.

Í fyrsta lagi má sjá ljótt dæmi (og raunar skólabókadæmi) um þágufallssýki, sem hrjáir líklega 95% landsmanna.

Í öðru lagi er ekki jafnþekkt (en þó gríðarlega algengt nú á dögum) fyrirbæri á ferð, en þetta kýs ég að kalla „nafnháttarsýki“ eða „framsöguháttarflótta“. Mun fallegra væri að segja „þegar ég les texta“ í stað þess rauðlitaða. Höfundurinn er hins vegar sjúkur í nafnhátt og fælinn á framsöguhátt og því verður útkoman jafnljót og raun ber vitni. (Ég tel hér ekki um eiginlega málfræðivillu að ræða, en engu að síður ambögu, sbr. nafn þráðarins).

En B. Ewing talar vissulega um fólk, sem hefur textagerð að atvinnu. Í því ljósi vil ég benda á yfirþyrmandi algenga villu, sem felst í því að segja „oft á tíðum“. Hið rétta er „oft og tíðum“, enda þýðir orðið „tíðum“ hér „oft“ eða „títt“ en ekki nafnorðstíðir, sbr. t.d. árstíðir. Þessi villa er raunar svo algeng að margir munu halda því fram að hún sé alls ekki lengur villa, heldur hafi venjuhelgað sér sess sem rétt mál. Því er ég ósammála. Dæmi um þessa villu sá ég síðast á forsíðu Morgunblaðsins (!) fyrir stuttu.

Annað ekki óalgengara dæmi er orðið „innstæða“, sem jafnan er ritað og borið fram „innistæða“, sem er rangt. Því miður hefur síðari gerðin verið tekin inn í nýjustu útgáfu íslenskrar orðabókar og mætti því halda að hún sé nú jafnrétt og hin fyrri. Því er ég ósammála. Þess má geta að skv. lauslegri og óvísindalegri athugun notar Morgunblaðið jafnan orðið innstæða en Fréttablaðið innistæða.

Ég kýs að vitna í sjálfan mig til andsvars og veiti mér skáldaleyfi sbr.„ ♪♪♪ það var sagt mér að það væri partý hérna ♪♪♪ “ ‹Styður báðum höndum á mjaðmir, hallar sér aftur og hlær eins djúpum hlátri og unnt er› En góð athugasemd engu að síður. ‹Lærir að lesa yfir textann sinn á gagnýnni hátt en áður›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 16/3/09 14:18

B. Ewing mælti:

Einn námuverkamaður lést og fjórtán aðrir slösuðust í neðanjarðarsprengingu sem varð í kolanámi í borginni Zenica í Bosníu fyrr í dag. Um er að ræða metangassprengju.
Annað gæti verið innsláttarvilla en hitt hlýtur að teljast til hryðjuverka. ‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

‹Klæðir sig í böffalóskóna og shell úlpuna og lagar svörtu lokkana›
Er það langt nám ?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 16/3/09 17:26

Þetta er aldeilis skemmtilegur þráður. Ég er á hinn bóginn hræddur um að ég missi alla ánægju af því að lesa fréttir, verði semsagt með hugan við ambögurnar.
En þetta fann ég á mbl.is, í fréttinni: Kleópatra af afrískum uppruna
[....] „Það er einstakt í lífi fornleifafræðings að finna grafhýsi og höfuðkúpu einstaklings sem tilheyrði Ptolemaic veldinu,” segir hún. [...]
Það hétu nú einu sinni Ptólemajar. En lo. ptólemajskur gæti á ensku útlagst sem Ptolemaic.
Og enn: [...] Þegar ég stóð á rannsóknarstofunni og handlék líkamsleifar systur Kleópötru, vitandi það að hún snerti Kleópötru og jafnvel Júlíus Sesar og Markús Antoníus, fann ég hárin rísa aftan á hálsinum á mér.” [...]
Þetta er nú bara nokkuð litrík þýðing hjá blaðamanninum!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 16/3/09 18:18

Pó mælti:

Í öðru lagi er ekki jafnþekkt (en þó gríðarlega algengt nú á dögum) fyrirbæri á ferð, en þetta kýs ég að kalla „nafnháttarsýki“ eða „framsöguháttarflótta“. Mun fallegra væri að segja „þegar ég les texta“ í stað þess rauðlitaða. Höfundurinn er hins vegar sjúkur í nafnhátt og fælinn á framsöguhátt og því verður útkoman jafnljót og raun ber vitni. (Ég tel hér ekki um eiginlega málfræðivillu að ræða, en [size=18]engu að síður ambögu, sbr. nafn þráðarins).[/size]

Pó, það sem þú ert að fjalla um(!) kalla málfræðingar nýja dvalarhorfið. Jú, víst skyldu menn forðast það en ég held að B. Ewing hafi verið saklaus að þesari nýdvalarfrjálshyggu í innleggi sínu. Menn hafa löngum getað „verið að lesa“. Við skulum forðast ofvöndun sem leiðir til þess að góð og gild málnoktun verði dæmd útlæg. Ég vil ekki láta leiðrétta mig næst þegar ég spyr „hvað er að frétta“ með því að ég hefði átt að spyrja „hvað fréttir“. Ég vil halda áfram að syngja með barninu „Ég er að baka“, ekki breyta því í „É-eg baka“.

Og Pó, víst getum við amast við því að fólk segi „oft á tíðum“. Við getum líka viðurkennt það og sagt að þar sé tíðum þgf. ft. af [i]tíðir[/b] þó að það sé atviksorð í „oft og tíðum“. Gott og vel, við skulum vera svolitlir talíbanar og fordæma þetta, það er alltaf gott og heilbrigt að talíbanast svolítið ‹hagræðir handklæðinu á hausnum›. En þá verðum við líka að passa okkur á að ruglast ekki á „engu síður“ og „eigi að síður“. „Engu að“ er bara bull, meikar ekki sens eins og handhafi Jónasarverðlaunanna myndi líklega segja.

Stóra niðurstaðan í þessu er: um leið og þú byrjar að setja út á málfar náungans kemur einhver að eipa yfir þínu. Ekkert okkar er fullkomið. Því borgar sig að stilla dómhörkunni í hóf.

Hvað B. Ewing varðar, þá hvet ég hann til að láta Nornina lesa amöböguböggið yfir fyrir sig, hún er býsna sleip í textagerð.

Í þessu innileggi eru bæði stafsetningar- og málvillur. Þær eiga að vera þarna, múhahahahaha.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 16/3/09 18:24

hlewagastiR mælti:

Í þessu innileggi eru bæði stafsetningar- og málvillur. Þær eiga að vera þarna, múhahahahaha.

‹Íhugar að setja svipaða setningu aftast í öll innlegg sín hér eftir.›

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
16/3/09 20:47

hlewagastiR mælti:

Pó mælti:

Í öðru lagi er ekki jafnþekkt (en þó gríðarlega algengt nú á dögum) fyrirbæri á ferð, en þetta kýs ég að kalla „nafnháttarsýki“ eða „framsöguháttarflótta“. Mun fallegra væri að segja „þegar ég les texta“ í stað þess rauðlitaða. Höfundurinn er hins vegar sjúkur í nafnhátt og fælinn á framsöguhátt og því verður útkoman jafnljót og raun ber vitni. (Ég tel hér ekki um eiginlega málfræðivillu að ræða, en [size=18]engu að síður ambögu, sbr. nafn þráðarins).[/size]

Pó, það sem þú ert að fjalla um(!) kalla málfræðingar nýja dvalarhorfið. Jú, víst skyldu menn forðast það en ég held að B. Ewing hafi verið saklaus að þesari nýdvalarfrjálshyggu í innleggi sínu. Menn hafa löngum getað „verið að lesa“. Við skulum forðast ofvöndun sem leiðir til þess að góð og gild málnoktun verði dæmd útlæg. Ég vil ekki láta leiðrétta mig næst þegar ég spyr „hvað er að frétta“ með því að ég hefði átt að spyrja „hvað fréttir“. Ég vil halda áfram að syngja með barninu „Ég er að baka“, ekki breyta því í „É-eg baka“.

Og Pó, víst getum við amast við því að fólk segi „oft á tíðum“. Við getum líka viðurkennt það og sagt að þar sé tíðum þgf. ft. af [i]tíðir[/b] þó að það sé atviksorð í „oft og tíðum“. Gott og vel, við skulum vera svolitlir talíbanar og fordæma þetta, það er alltaf gott og heilbrigt að talíbanast svolítið ‹hagræðir handklæðinu á hausnum›. En þá verðum við líka að passa okkur á að ruglast ekki á „engu síður“ og „eigi að síður“. „Engu að“ er bara bull, meikar ekki sens eins og handhafi Jónasarverðlaunanna myndi líklega segja.

Stóra niðurstaðan í þessu er: um leið og þú byrjar að setja út á málfar náungans kemur einhver að eipa yfir þínu. Ekkert okkar er fullkomið. Því borgar sig að stilla dómhörkunni í hóf.

Hvað B. Ewing varðar, þá hvet ég hann til að láta Nornina lesa amöböguböggið yfir fyrir sig, hún er býsna sleip í textagerð.

Í þessu innileggi eru bæði stafsetningar- og málvillur. Þær eiga að vera þarna, múhahahahaha.

Alveg var ég viss um að ég fengi skemmtilegt svar við þessu frá Hlebba. Það er alltaf jafnfróðlegt og -skemmtilegt að lesa málfræðipistla hans, enda hefur maðurinn málfræðilega djúpa vitneskju um hvers kyns málfræði eins og sést af skrifum hans. Mætti jafnvel halda að hér sé alvörumálfræðingur á ferð.

Þakka ábendinguna um eigi að síður - ég vissi ekki betur. Sú staðreynd að ég sé ekki alfróður um atriði af þessu tagi - og geri mig sekan um málfræðivillur - ætti þó ekki að firra mig rétti til að gagnrýna og benda á algengar villur sem ég þó þekki. Ef við litum þannig á, gæti líklega aldrei nokkur maður gagnrýnt nokkurn skapaðan hlut.

Nýja dvalarhorfið - gaman að sjá að þetta hafi nafn og að alvörumálfræðingar viti af þessu vandamáli. Vissulega var atvik B. Ewing sem ég rauðletraði léttvægt. Öllu illfyrirgefanlegri eru drullualgeng dæmi á b.v.: „Ég er ekki að nenna þessu“ og „ég er ekki að skilja þetta“. ‹Hryllir sig›

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 16/3/09 23:24

Eruð þið að segja að ég þurfi að fara að skrifa málfræðilega réttan texta hér eftir? Og það á Gestapó, þar sem bauv og annað fólk kemur saman!

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 16/3/09 23:58

Jarmi mælti:

Eruð þið að segja að ég þurfi að fara að skrifa málfræðilega réttan texta hér eftir? Og það á Gestapó, þar sem bauv og annað fólk kemur saman!

Bauv er ekki fólk...

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 17/3/09 00:07

Það er fólkið svosem ekki heldur ef út í það er farið.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Hér er eitt alveg kolvitlaust:

Danir hafna íslendingum um félagslegar bætur

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 26/3/09 14:54

Hver vill ekki losna við skurnina "þarna niðri" ??

Bandaríkjamenn með umskurn á heilanum

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 26/3/09 17:50

Ég sá einhvern í fréttablaðinu skrifa um "fyskútflutning".

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 27/3/09 13:41
Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: