— GESTAPÓ —
Óeðlilegt og hvimleitt ósamræmi í nöfnum
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 14/1/09 19:13

Grýta mælti:

Sturla finnst mér flott karlmannsnafn. Srurla hafði á mínum æskuárum gælunafnið Stulli.

Ég man eftir Stulla úr Stundinni Okkar... sem Eggert Þorleifs lék.

„Hæ mamma, gettu hver þetta er.“ - Hann var einkabarn.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 14/1/09 19:50

Vladimir Fuckov mælti:

Þráður þessi er formlega stofnaður til að vekja athygli á, svo og hvetja til umræðu um það sem vjer álítum óeðlilegt og afar óheppilegt ósamræmi í mannanöfnum milli landa. Nú er alþekkt að í enskri tungu er til nafnið Andrew. Það hefur yfirleitt verið þýtt sem Andrjes (reyndar yfirleitt með bókstaf hins illa af torskildum ástæðum). Í ensku er einnig til nafnið Drew. Það nafn er óþýðanlegt yfir á íslensku sökum þess ósamræmis milli landa er nafn þráðarins vísar til. Það vantar nefnilega nafnið Drjes í íslensku til samræmis við önnur tungumál. Leggjum vjer hjer með formlega til að því verði bætt við. Samhliða þeirri viðbót þarf að ákveða kyn þess. Fleiri hliðstæð dæmi má finna.

Einnig er ósamræmi í kynjum nafna milli landa. Má þar nefna annað nafn er byrjar á And, nefnilega Andrea. Víða er það eigi kvenmannsnafn. Fleiri svipuð dæmi má finna. Leggjum vjer til að bannað verði að nota mannanöfn erlendis að þessu leyti á annan hátt en tíðkast í Baggalútíu og að gripið verði til refsiaðgerða gegn þeim ríkjum er eigi láta segjast innan eðlilegs frests er þeim verði gefinn (t.d. innan viku).

Djres er flott nafn.
Drew Barrymore væri þá væntanlega Drjes Barameira

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 14/1/09 22:01

Drejs Barmameira...

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 16/1/09 00:44

Ég hlýt að vera ósammála upphafsmanni þráðarins. Hvert tungumál er sérstakt um sína sýn á heiminn, og sínar leiðir til að túlka heiminn. Því hefur verið sagt, að deyi tungumál, deyi þeir sem það hafa talað öðrum dauðdaga, og að með tungumálinu töpum við sem eftir lifum leið til að hugsa öðruvísi en önnur tungumál leyfa. Enda var sagt að Rasmus Rask hafi lært íslensku á sínum tíma, til að geta hugsað. En hann var líka danskur.

Að ætla einu orði í tungumáli A nákvæma samsvörun í tungumáli B, og þannig út öll finnanleg orð í tungumáli A, er fásinna. Þessi hugmynd lyktar ískyggilega af sama óþef og hugmyndir sumra um að fyrirbærin tölvur geti þýtt ritað mál af einu tungumáli yfir á annað. Hver ætlar penna sínum slík afrek! Dauð maskína getur aldrei gripið blæbrigði, rósamál, persónulegar minningar, samþjóðlegt minni eða nokkuð það annað sem þýðandi þarf að hafa á takteinum. Af sama meiði getur eitt orð í einu tungumáli aldrei svarað nákvæmlega til annars orðs í öðru tungumáli, að öllum mögulegum menningarlegum tengingum og blæbrigðum merkingarinnar meðtöldum.

Dæmi til glöggvunar á því að þessi hugmynd um orð = ord = wört = word sé dauðadæmd:
Ísl. Mál (lögmál, sakamál, tungumál).
Þýs. Sache (Ursache (orsök), Strafsache (sakamál), Sachlich (málefnalegur))
En. Case (suitcase (taska), case (sbr. lögsókn), in case (til vara)).

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
        1, 2
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: