— GESTAPÓ —
Kirkjugarðar með stórum staf
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 16/12/08 14:01

Friedhof:
Insbesondere in Zeiten erhöhter Sterblichkeit (infolge von Seuchen, Hungersnöten, Kriegen etc.) gerieten die Kirchhöfe schnell an ihre Kapazitätsgrenze, so dass Umbettungen halbverwester Leichen und die ständige Öffnung der Gräber für anhaltende Geruchsbelästigung und gesundheitliche Gefahren sorgten. Pestfriedhöfe weit außerhalb der Siedlungen sollten zumindest die ärgste Gefahr eindämmen. Die Anlage innerstädtischer Friedhöfe wurde später aufgegeben: Zentrale Friedhöfe außerhalb der Stadtmauern, die vom Standort einer Kirche unabhängig waren, wurden vereinzelt bereits zur Renaissance, verstärkt ab 1750 und im Verlauf des 19. Jahrhunderts dann flächendeckend geschaffen. In Preußen war durch § 184 des Allgemeinen Preußischen Landrechts festgeschrieben worden, dass innerhalb bewohnter Gegenden keine Leichen beerdigt werden durften.
Þess skal víst geta að pedían lánaði mér þetta með hljóðlátu samþykki. (Þó höfundurinn sé dauður í bartheiskum skilningi)
Hvaða lenska er það að vera með hvers kyns nafnorð með stórum staf? Skildu þeir ekki þegar Kant sagði að virðing gæti ekki verið borin fyrir hlutum eða fyrirbærum, þó vissulega gætu hlutirnir eða fyrirbærin vakið vissar tilfinningar, svo sem undrun, aðdáun eða ótta.
Eftir stendur að það þarf að hringja í þýsku menntamálagelluna og koma þessu á hreint áður en frekara tjón hlýst af. ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 16/12/08 14:11

‹Klórar sér í höfðinu› Hvers konar þráður er þetta?

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 16/12/08 14:18

Hvað í fjáranum?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 16/12/08 14:21

Mér datt í hug að velta (að vísu í fávisku minni) upp málfræðilegum spurningum er lúta að síðprússnesku. Er skýring á þessu svo sem allt tengt anda þó hlutlegt sé njóti stórra stafa?
Þetta er nú ekki torskilið er það?

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 16/12/08 14:34

Ef spurningin er þessi:

Kvæði:

Eiga öll nafnorð í þýsku að vera með stórum staf?

Þá er svarið já.

Þetta var nú ekki torskilið, eða hvað?

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 16/12/08 14:36

Jú, það þótti mér. Enda ekki venjan að segja Blesi, nema í Evertínusarlandi mögulega.
Eru aðrar tungur með svipaðar reglur sem þú hefur fregnað af?

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 16/12/08 14:51

Ekki venjan að segja Blesi? Hvaðan kemur þú eiginlega? ‹Klórar sér í höfðinu›

Og hvað er Evertínusarland?

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 16/12/08 14:52

Sé Blesi nafn hestsins, er eigi nokkuð því til fyrirstöðu, að rita nafn hans með hástaf fremst. Þess utan voru nafnorð einnig rituð hástöfum í íslenzku, fyr tiltölulega skömmu síðan. Hugsanlega gætum vér þá tekið þann stíl upp, til hátíðabrigða. Þakka yður hugmyndina, Kífinn.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 16/12/08 15:32

Texi Everto mælti:

Ekki venjan að segja Blesi? Hvaðan kemur þú eiginlega? ‹Klórar sér í höfðinu›

Og hvað er Evertínusarland?

Svar 1: Nei, skepnur heita ekki hástöfum.
Svar 2: Ég kem frá Íslandi, nánar tiltekið frá landnámsstað Golla A. ‹veltir því fyrir sér hver næsti landnámsstaður verði?›
Svar 3: Ég taldi það til þinna átthaga. Eða búið þér á lénslóð?

Velkomið Fergesji, hvað er skammt í þínum huga hvað þetta mál varðar? ‹veltir því fyrir sér hversu aldinn aferganskji konungur/kanslari/forseti/allsmálaráherrann er og hví hann þekki íslensku aldna?›

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 16/12/08 15:55

Vér könnumst við aldna rithætti þar eð vér höfum lesið slík rit, en þau voru algeng í voru ungdœmi. Hvað nöfn snertir, þá lærðum vér, að rita bæri öll sérnöfn svo, að hástafur væri fremst, og gilti þar einu hvort um væri rætt, menn, málleysingja, plöntur eður landsvæði.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 16/12/08 15:56

Skepnur heita víst hástöfum, og hafa alltaf gert, beri þær sérnöfn.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 16/12/08 15:57

‹Vökvar Pottfríði, pottablómið sitt›

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 16/12/08 15:58

Fyrst verið er að tala um stóran staf: Það er allt of algengt að hér á þessum frábæra vef séu settar upp fyrirsagnir þar sem öll orðin byrja á stórum staf. Það er ágætt að fólk sé vel að sér í enskum stafsetningarreglum, en þær gilda bara á ensku.
Á íslensku eru fyrirsagnir bara með stóran staf í fremsta orði og sérnöfnum.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 16/12/08 15:59

Heyr, heyr! ‹Sýnir Regínu Pottfríði›

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 16/12/08 16:02

Texi Everto mælti:

Skepnur heita víst hástöfum, og hafa alltaf gert, beri þær sérnöfn.

Fyrirgefðu Texi, ég var bara að kífa.
‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið meðan hann býður Blesa töðu og Pottfríði niturríka mold›

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 16/12/08 16:09

‹Hlær hástöfum.›
Og finnst þetta þó ekkert fyndið.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 16/12/08 16:15

‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›[/s]

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 16/12/08 16:49

Eigum við ekki fyrst að spá í hnignun íslenskrar tungu áður en við förum að hafa áhyggjur af þýskuni?

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
     1, 2  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: